Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 42
30 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is LOKASTAÐAN: Haukar 21 14 2 5 548-514 30 Valur 21 12 3 6 518-484 27 Akureyri 21 11 2 8 567-539 24 HK 21 11 2 8 557-538 24 FH 21 11 1 9 577-559 23 Fram 21 7 1 13 553-579 15 Grótta 21 7 0 14 523-558 14 Stjarnan 21 5 1 15 497-569 11 N1-DEILD KARLA Lokaumferðin Haukar - Akureyri 30-34 (16-10) Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 7 (11), Stefán Rafn Sigurmannssson 5 (9), Heimir Óli Heimisson 4 (4), Pétur Pálsson 4 (5), Gísli Jón Þórisson 4 (8), Björgvin Þór Hólmgeirsson 3 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3/2 (6/3). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11 skot varin. Stefán Huldar Stefánsson 11/1 skot varin. Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 10 (15), Jónatan Þór Magnússon 7/1 (10/2), Oddur Gretarsson 6/1 (8/2), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (5), Rúnar Sigtryggsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (6), Halldór Árnason 1 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 11 skot varin. on 1, Hákon Stefánsson 1 Stjarnan - Fram 22-24 Mörk Stjörnunnar: Daníel Einarsson 4, Sverrir Eyjólfsson 4, Vilhjálmur Halldórsson 4/2, Tandri Konráðsson 3, Þórólfur Nielsen 3, Kristján Svan Kristjánsson 2, Guðmundur S. Guðmundsson 1, Jón Arnar Jónsson 1. Mörk Fram: Einar Rafn Eiðsson 5/3, Stefán Baldvin Stefánsson 5, Haraldur Þorvarðarson 4, Andri Berg Haraldsson 2, Daníel Berg Grétarsson 2, Guðjón Finnur Drengsson 2, Róbert Aron Hostert 2, Halldór Jó hann Sigfússon 1, Hákon Stefánsson 1 HK - FH 22-25 Markahæstir hjá HK: Bjarki Már Elísson 7, Sverrir Hermannsson, Valdimar Fannar Þórsson 4. Markahæstur hjá FH: Ólafur Gústafsson 7. Valur Grótta 25-20 Eldhúsáhaldabúðin þín! Í BYGGT OG BÚIÐ ER MESTA ÚRVAL LANDSINS AF ELDHÚSÁHÖLDUM MARGAR LÍNUR ALGENGRA OG ÓVENJULEGRA ÁHALDA 25% AFSLÁTTUR Á ELDHÚSÁHALDAVEGG! KIWISKEIÐ SÍTRÓNUPRESSA EPLASKERI ANANASSKERI PIZZAHNÍFUR GUFUSUÐUSIGTI AUSUHVÍLA OSTASKERI KAFFISKEIÐ MEÐ KLEMMU BANANASKERI FÓTBOLTI Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeild- arinnar en liðið vann seinni leik- inn gegn Benfica 4-1 á Anfield í gær, samtals 5-3 sigur úr leikjun- um tveimur. Dirk Kuyt og Lucas Leiva skor- uðu tvö fyrstu mörk leiksins en Fernando Torres skoraði tvíveg- is í seinni hálfleik og mætir sínu gamla félagi, Atletico Madrid, í undanúrslitum keppninnar. Atletico Madrid og Valencia gerðu markalaust jafntefli en þar sem fyrri leikurinn fór 2-2 kemst Atletico áfram á útivallarmörk- um. Fulham fer einnig áfram eftir 1-0 útisigur gegn Wolfsburg þar sem Bobby Zamora skoraði eina markið strax á fyrstu mínútu leiksins. Fulham vann einvígið samtals 3-1 og mætir Hamburg í undan- úrslitum. Hamburg vann 2-1 úti- sigur gegn Standard Liege, sam- tals 4-2 sigur. - egm Liverpool vann Benfica: Öruggur sigur KUYT Fagnar fyrsta markinu. NORDICPHOTOS/GETTY > Stjarnan fallin úr deildinni Stjarnan og Fram mættust í úrslitaleik um fall í gær og unnu Safamýrarpiltar þar sigur og tryggðu áframhaldandi veru sína í deildinni. Úrslitin urðu 22-24 í Mýrinni eftir að heimamenn höfðu tveggja marka forystu í hálfleik. Um miðjan seinni hálfleik náðu Framarar yfirhöndinni og slepptu henni ekki. Stjarnan er því fallin. Ljóst er að Selfoss tekur sæti Stjörnunnar í N1-deild- inni en Selfyssingar hafa tryggt sér sigur í 1. deildinni. Gróttumenn töpuðu á Hlíð- arenda og fara í sérstakt umspil við lið úr 1. deild um laust sæti í efstu deild fyrir næstu leiktíð. KÖRFUBOLTI Keflvíkingar geta á sunnudag tryggt sér sæti í úrslita- einvígi Íslandsmótsins. Þeir skruppu yfir til Njarðvíkur í gær, léku hreint frábærlega og unnu glæsilegan sigur. Úrslitin 79-103 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Gunnar Einarsson var besti maður vallarins, gerði 26 stig fyrir Keflvíkinga. „Það datt mest- allt í dag. Við mættum virkilega tilbúnir í þennan leik og það gekk allt upp, bæði varnarlega og sókn- arlega,“ sagði Gunnar í viðtali við Guðjón Guðmundsson á Stöð 2 Sport í gær. „Við vorum lengi í gang í fyrsta leikhluta en þeir brotnuðu fyrr. Við höfum fína breidd og það getur hver sem er stigið upp í þessu liði og gert góða hluti. Við þurfum að vinna einn leik í viðbót og hann verður á sunnudaginn.“ Það var mikil stemning í Njarð- vík og hart barist eins og alltaf þegar þessir grannar etja kappi. Njarðvíkingar töpuðu fimm bolt- um snemma leiks og Keflvíkingar byrjuðu betur. Heimamenn náðu svo að skipuleggja leik sinn betur, náðu mikilvægum sóknarfráköst- um en voru samt sem áður einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta sem einkenndist af þéttum varn- arleik. Í öðrum fjórðungi voru Kefl- víkingar með öll tök og Gunnar Einars son í ham. Njarðvíkingar áttu í miklum vandræðum með að skora. Þeim gekk illa að loka á þriggja stiga skot gestanna og Nick Bradford og Magnús Gunn- arsson voru ekki að finna sig og þar munar um minna. Mikill hiti var í mönnum en Keflvíkingar voru með fimmtán stiga forystu í hálfleik, staðan 36-51. Þeir héldu svo uppteknum hætti eftir hlé, sýndu sparihliðarnar og mótherjar þeirra áttu engin svör. Keflavík jók forskotið enn frekar og staðan 52-77 fyrir lokafjórðung- inn. Bilið var orðið of mikið til að hægt væri að brúa það og forms- atriði fyrir gestina að klára leik- inn. Leiknum lyktaði með 24 stiga sigri Keflavíkur sem er í ansi væn- legri stöðu. „Þetta var bara lélegt. Það hafði enginn fyrir hlutunum hjá okkur, þegar menn leggja ekki sig fram þá er þetta ekki erfitt heldur bara lélegt,“ sagði Sigurður Ingimund- arson, þjálfari Njarðvíkinga. Hans menn eru í erfiðri stöðu eftir þessi úrslit í gær. Keflvík- ingar eru komnir í 2-0 og geta á sunnudag tryggt sér sæti í úrslit- unum. Þá mætast þessi lið í þriðja leik sínum en Njarðvíkingar hljóta að mæta dýrvitlausir til leiks enda ekki á óskalistanum að tapa 3-0 fyrir einum af erkifjendum sínum. elvargeir@frettabladid.is Var hrint ofan í eigin ljónagryfju Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmótsins. Keflavík er komið í 2-0 í einvíginu og þarf einn sigur til viðbótar. MIKLIR YFIRBURÐIR Uruele Igbavboa, leikmaður Keflavíkur með boltann, en hans menn höfðu tögl og haldir gegn grönnum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Njarðvík - Keflavík 79-103 (36-51) Stig Njarðvíkur: Guðmundur Jónsson 13, Nick Bradford 13 (5 fráköst), Friðrik E. Stefánsson 13 (12 fráköst), Jóhann Árni Ólafsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Egill Jónasson 7 (6 fráköst), Páll Kristinsson 3 (4 fráköst), Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Elías Kristjánsson 2. Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20 (8 fráköst), Draelon Burns 17 (8 fráköst), Hörður Axel Vilhjálmsson 15 (5 fráköst, 6 stoðsendingar), Uruele Igbavboa 14 (8 fráköst, 5 stoðsendingar), Jón Nordal Hafsteinsson 6 (6 fráköst), Sverrir Þór Sverrisson 2 (5 stoðsendingar, 5 stolnir), Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1. „Ég er gríðarlega ánægður með fyrri hálfleikinn og mér fannst ungu strákarnir sýna mikinn karakter, vilja og baráttu. Þeir voru með Akur- eyringana í rassvasanum í fyrri hálfleik. Þeir voru eitthvað spenntir og við gengum á lagið,” sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir að hafa tekið við enn einum gullpeningnum. En í þetta skiptið var það eftir tapleik því leiknum lauk með sigri Akureyrar í baráttu- leik. Haukaliðið byrjaði leikinn af miklum krafti en missti tökin á leiknum í síðari hálfleik. Akureyringar kláruðu dæmið með stæl og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. „Í síðari hálfleik þá breyttist spilamennskan aðeins hjá okkur. Allt sem gekk illa hjá okkur, sem dæmi sending eða skot, styrkti það gestina og bjó til óöryggi hjá okkur. En við erum að gefa ungu strákunum fullt af mínútum og þeir stóðu sig vel. Við vorum búnir að koma okkur í þessa stöðu með frábærri frammistöðu í vetur og gátum leyft okkur það. Við höldum því áfram eins og við höfum gert síðustu ár að gefa ungu strákunum tækifæri þegar við getum,” bætti Aron við en hann hvíldi marga af sínum lykilmönnum í gær. Hann segir skipta miklu máli að leyfa ungu strákunum að spila og því verður haldið áfram á Ásvöllum. „Mér fannst skipta meira máli í dag að gefa ungu strákun- um reynslu og ábyrgð en að nota alla leikmennina og vinna leikinn. Það gerir það að verkum að þeir verða meira tilbúnir í komandi verkefni. Hins vegar fer maður auðvitað alltaf í alla leiki til þess að sigra. Strákarnir kláruðu sem dæmi bikarkeppnina milli jóla og nýárs með sigur á lokasekúndunni gegn Akureyri en núna fór það á hinn veginn. En nú byrjum við strax að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina, við erum búnir með þá titla sem hafa verið í boði en nú er sá stóri eftir,” sagði Aron eftir að hafa lyft bikarnum í gær. - rog ARON KRISTJÁNSSON: FAGNAÐI DEILDARMEISTARATITLI ÞRÁTT FYRIR TAP GEGN AKUREYRINGUM Nú er það bara stóri titillinn sem er eftir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.