Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 10. apríl 2010 21 Nýlega var lagt fram á Alþingi mikilvægt neytendafrum- varp um sölu fasteigna, fyrir- tækja og skipa. Frumvarpið er slíkum anmörkum háð að ekki verður við unað. Vinnan við frum- varpið var unnin fyrir hrunið og ber keim af því frjálsræðis and- rúmslofti sem þá réði för. Nefnd sem vann að frumvarpinu voru þröngar skorður settar enda leið- in vörðuð af viðskiptaráðuneyt- inu og erfitt að koma að brýn- um úrbótum. Frumskilyrði fyrir setningu nýrrar löggjafar er að í henni felist réttarbætur. Gildandi löggjöf hefur reynst einkar erfið í framkvæmd en frumvarpið boðar afturför í mörgum atriðum. Neytendasamtökunum, Húseig- endafélaginu og Félagi fasteigna- sala blöskraði Neytendasamtökin, Húseigenda- félagið og Félag fasteigna- sala sem hafa mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði samein- uðu krafta sína og settu fram tillögur að bráðnauðsynlegum réttar bótum. Ráðuneytið hafði að engu þær tillögur sem sett- ar voru fram og sýndi óbilgirni. Það er því alrangt þegar ráðu- neytið fullyrðir í frumvarpinu að „leitast hafi verið við að koma til móts við þau sjónarmið og gagn- rýni sem helst hefur verið höfð uppi gagnvart núgildandi lögum“. Það er mikið áhyggjuefni þegar slíkar rangfærslur koma fram í stjórnarfrumvarpi. Þegar þannig háttar er brýnt að alþingismenn haldi vöku sinni gagnvart fram- kvæmdavaldinu. Alvarlegir agnúar eru víða í frumvarpinu. Hér á eftir verður einungis nokkurra getið. Tilgangsákvæðið Í 1. gr. frumvarpsins segir að til- gangur þess sé m.a. að tryggja neytendavernd og að fasteignavið- skipti geti farið fram með örugg- um hætti auk þess sem fasteigna- salar séu engum háðir í störfum sínum. Vitaskuld þurfa önnur ákvæði laganna að styðja við til- gangsákvæðið þannig að tilgangi þeim sem stefnt er að verði náð, því fer á hinn bóginn víðs fjarri víða í frumvarpinu. Skylduaðild að Félagi fasteignasala Viðskiptaráðuneytið hélt því afdráttarlaust fram að fella þyrfti skylduaðild brott þar eð þing- menn myndu ekki samþykkja áframhald skylduaðildar auk þess sem hugsanlega væri um að ræða brot gagnvart stjórnarskrá. Nefndin sem vann að frumvarp- inu var á öndverðum meiði auk þess sem fyrir lá lögfræðiálit frá tveimur virtum lögmönnum sem gengur í sömu átt og að niðurfell- ing skylduaðildar leiði til mun lakari stöðu neytenda en fyrr. Eftir að nefndin hafði lokið störfum sínum samþykkti Alþingi lög um að tekin yrði upp skyldu- aðild að Félagi löggiltra endur- skoðenda þar sem alfarið sömu sjónarmið ráða og skylduaðild að Félagi fasteignasala byggir á í dag. Sú skipan var samþykkt af öllum þingmönnum þrátt fyrir að viðskiptaráðuneytið hafi hald- ið þveröfugu fram um vilja þing- manna og byggt frumvarpið á því! Afleiðingar brottfalls skyldu- aðildar fasteignasala eru m.a.: a) Felld er brott skylda fast- eignasala að fylgja ströngum siðareglum við störf sín gagnvart neytendum. b) Lögboðið eftirlit með fast- eignasölum að þeir fylgi siða- reglum gagnvart neytendum er fellt niður. c) Felld er brott skylda Félags fasteignasala að tilkynna eftir- litsnefnd um meint brot fasteigna- sala gagnvart neytendum. Þetta er gert þrátt fyrir að öll alvar- legustu mál sem upp hafa komið í störfum fasteignasala undan- farin ár hafa verið upplýst vegna þessarar lagaskyldu. Athugasemdir sem settar eru fram í frumvarpi Í athugasemdum sem fylgja frum- varpinu hefur viðskiptaráðuneyt- ið m.a. sett inn ýmsar breyting- ar. Athugasemdir sem fylgja frumvarpinu eru mikilvæg lög- skýringargögn. Staðhæfingar eru sums staðar beinlínis rang- ar og standast engan veginn auk þess sem ýmis atriði eru mjög óljós og einsýnt að margháttuð túlkunarvandamál eiga eftir að koma upp verði frumvarpið sam- þykkt. Kröfu verður að gera til lögjafar að um mikilvæg atriði sé kveðið á með skýrum hætti en framkvæmdin skrumskæli ekki þær réttarbætur sem reynt er að koma á. Í frumvarpinu er þess utan gert ráð fyrir að stór hluti athugasemda er fylgja eldri lögum sé ætlað að gilda áfram þrátt fyrir að um sé að ræða frumvarp til nýrra heildarlaga. Þvílík vinnubrögð skapa óvissu og ruglingshættu á réttarsviði þar sem einmitt er brýn þörf á skýrum og ótvíræðum leikregl- um. Þessi vinnubrögð eru ekki til eftirbreytni og við þeim sér- staklega varað í handbók for- sætisráðuneytisins um frágang lagafrumvarpa. Lög um sölu fasteigna er mikil- væg neytendalöggjöf sem hefur að geyma margháttaða umgjörð um rétt neytenda í alla jafnan stærstu viðskiptum fólks á lífs- leiðinni. Það er óhæfa að ekki sé betur vandað til. Brýnt er að Alþingi haldi vöku sinni og slái skjaldborg um hagsmuni almennings. Meingallað frumvarp um sölu fasteigna Grétar Jónsson Formaður Félags fasteigna- sala Sala fasteigna Vinnan við frumvarpið var unnin fyr- ir hrunið og ber keim af því frjálsræðis andrúms- lofti sem þá réði för. Næstu námskeið Akureyri — 13. apríl Greiðslur úr lífeyrissparnaði, hvað ber að hafa í huga? * Hótel KEA Búðardalur — 13. apríl Fjármál heimilanna Dalabúð Reykjavík — 14. apríl Greiðslur úr lífeyrissparnaði, hvað ber að hafa í huga? * Borgartún 19 Hafnarfjörður — 14. apríl Fjármál heimilanna Hafnarborg Borgarnes — 15. apríl Fjármál heimilanna útibú Arion banka Egilsstaðir — 19. apríl Fjármál heimilanna Hótel Hérað Stykkishólmur — 21. apríl Fjármál heimilanna Hótel Stykkishólmur Grundarfjörður —21. apríl Fjármál heimilanna Sögumiðstöðin Selfoss — 27. apríl Fjármál heimilanna Hótel Selfoss Reykjavík — 28. apríl Eru fjárfestingartækifæri á Íslandi? Borgartún 19 *Skráið ykkur í tíma, síðast komust færri að en vildu Fjöldi fjármálanámskeiða víðsvegar um landið Hafðu samband Skráðu þig á arionbanki.is. Allir velkomnir - Ókeypis aðgangur. Komdu og njóttu góðra veitinga í bland við fróðleik sem kemur sér vel. FJÁRmál Arion banka FJÁRmálum Arion banka 444 7000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.