Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 8
8 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR UPPLÝSINGATÆKNI Auðkennistölur fyrir tölvur á internetinu (IPv4) eru við það að klárast. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD) kemur fram að í mars á þessu ári hafi ekki verið eftir nema átta prósent af IP-tölum þessarar gerðar. Í skýrslu OECD er fjallað um hvernig gengur að koma á næstu kynslóð auðkenna í netsam- skiptum, en hún nefnist Internet Addressing: Measuring Deploym- ent of IPv6. Bent er á að klárist IPv4 auð- kenni áður en næstu kynslóð hefur verið komið almennilega í gagnið gæti það þýtt að nýir netnotend- ur og þráðlaus tæki komist ekki í samband við internetið. Það myndi svo aftur hamla framþróun á Net- inu, nýrri tækni og þjónustu. Nið- urstaðan er því að meira þurfi að gera í málinu og hraðar. Til þess að geta komið nýjum viðskiptavinum eða tækjum í samband við Netið þurfa fjar- skiptafyrirtæki að vera tilbúin með stuðning við næstu kynslóð samskiptatækni á Netinu (IPv6) þegar auðkennisnúmer í IPv4 kerfinu þrýtur. OECD bendir á að öðrum kosti þurfi að koma til bæði dýr og flókinn búnaður til að netfangagreiningar (NAT, eða network address translation) til þess að hægt verði að láta marga notendur og tæki nota sömu IPv4 töluna. Ósvarað er spurningum um hvaða áhrif það myndi hafa á rannsókn sakamála þar sem tölv- ur og notendur hafa verið raktir til ákveðinna IP-talna. „Eins og staðan er þá er ekki nóg að gert í að koma IPv6 í gagn- ið áður en IPv4 auðkenni þrýtur. Mun meira átak þarf að eiga sér stað til þess að stoðkerfi inter- netsins verði reiðubúið þegar IPv4 tölurnar verða búnar árið 2012,“ segir í skýrslunni. Fram kemur að meðal yfirlýstra markmiða aðildarríkja OECD sé að ýta undir upptöku næstu kyn- slóðar samskiptatækni á Netinu, sem og margra annarra landa sem standi utan samtakanna. Fram kemur að í byrjun þessa árs hafi einungis 5,5 prósent staðbundinna tölvuneta ráðið við netumferð af IPv6 staðli, þó svo að eitt af hverj- um fimm fjarskiptanetum styðji staðalinn. Tæki og tölvur í notk- un sem styðja staðalinn eru þó í miklum meirihluta, eða yfir 90 prósent. OECD beinir því til ríkisstjórna að starfa með fyrirtækjum í einka- geira og öðrum hlutaðeigandi til að styðja við hraða upptöku nýs sam- skiptastaðals á netinu og gæta að mögulegum „flöskuhálsum“ sem komið gætu upp í innleiðingar- ferlinu. olikr@frettabladid.is eru eftir af auð- kennistölum (IP- tölum) fyrir tölvur á internetinu í núverandi kerfi. Talið er að þær verði uppurn- ar árið 2012. 8% Námskeið um ræktun matjurta og kryddjurta til heimilisnota Heiður Björnsdóttir kennir hvernig rækta má grænmeti og kryddjurtir með lítilli fyrirhöfn! www.heilsuhusid.is Áhugasamir skrái sig á lagmuli@heilsuhusid.is eða í síma 578 0300 kl:10-18 alla virka daga. Verð kr. 4.500.- Þriðjud. 13. apríl Þriðjud. 20. apríl NÝ NÁMSKEIÐ ÍS LE N SK A SI A. IS M SA 4 86 72 0 2/ 10 á 1 lítra Kókómjólk FUNHEITT TILBOÐ Nýtt! Endurlokanlegar umbúðir Ný tæki komast ekki á Netið klárist IP-tölur Innan við tíundi partur er eftir af auðkennum sem tölvum er úthlutað á internet- inu, IPv4. Unnið er að því að taka upp næstu kynslóð auðkenna í netsamskipt- um, IPv6. OECD hvetur til hraðari upptöku til að hægi ekki á framþróun Netsins. SAMAN Á NETINU Hér sjást þrjár stúdínur í Árbæjarskóla sameinast um eina tölvu. Þegar tölvur tengjast internetinu er þeim úthlutað auðkennisnúmeri, svokallaðri IP-tölu, líkt og bílum bílnúmerum. Sú kynslóð IP-talna sem nú er notast við er á þrotum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KIRGISISTAN, AP Þúsundir manna söfnuðust saman á aðaltorgi Biskeks, höfuðborgar Kirgisistan, til að minnast þeirra sem féllu í átökum í vikunni þegar stjórn Kurmanbeks Bakijev forseta var steypt af stóli. Að minnsta kosti 76 manns létu lífið í átökunum og meira en 1.400 særðust. Mikil reiði var meðal mannfjöldans vegna dauðs- fallanna og var Bakijev kennt um, en hann var kominn til borgarinnar Jalalabad í Afganistan þar sem hann ræddi við fréttamenn í gær. Hann sagðist hreint ekki hafa í hyggju að segja af sér, þrátt fyrir að hafa verið sviptur völdum. Hann kennir byltingarmönnum um dauðsföllin. Bakijev komst til valda í túlípanabyltingunni svonefndu árið 2005 og hefur tekist að koma á stöð- ugleika í þjóðfélaginu síðan, en er sagður hafa gert það á kostnað lýðræðis og sakaður um að hafa not- fært sér embættið til að hagnast persónulega. „Ég held að hans bíði dapurleg örlög vegna þess að með því að gefa öryggisvörðum skipun um að skjóta á mannfjöldann undirritaði hann sinn eigin dauðadóm,“ sagði Askar Akajev, forveri hans í embætti, sem var sakaður um sams konar misbeit- ingu valds á sínum tíma. Akajev kennir nú stærð- fræði við ríkisháskólann í Moskvu. - gb Íbúar í Kirgisistan minnast þeirra sem féllu í átökum vikunnar: Bakajev flúinn til Afganistans KURMANBEK BAKIJEV Neitar að viðurkenna bráðabirgðastjórn byltingarmanna. NORDICPHOTOS/AFP REYKJAVÍK Reykjavíkurborg hefur verið valin ein sex evrópskra borga sem keppa til úrslita um að vera Græna borgin í Evrópu (European Green Capital) eftir tvö til þrjú ár. Stokkhólm- ur í Svíþjóð er Græna borgin í ár en Hamborg í Þýskalandi verður það á næsta ári. Sautján borgir í tólf Evrópuríkjum sóttu um viðurkenninguna, sem veitt er þeim borg- um sem hafa sett sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum og verið öðrum fyrirmynd. Sex borgir komust í úrslit. Reykjavík keppir við spænsku borgirnar Barcelona og Vitora- Gasteiz, Malmö í Svíþjóð, Nantes í Frakkklandi og Nürnberg í Þýskalandi. Tvær borgir verða valdar. „Þetta er mikill heiður. Við erum stolt yfir því að komast í úrslit og munum nota þetta í kynn- ingu á borginni,“ segir Hanna Birna Kristjánsdótt- ir borgarstjóri og bendir á að mikið hafi verið lagt í 75 blaðsíðna umsókn sem skil- að var í febrúar. Evrópusam- bandið stendur fyrir tilnefn- ingunni. Hanna Birna segir Reykja- víkurborg hafa lagt sig fram í umhverfismálum undir nafninu Græn skref, svo sem að vera með hjólreiðaáætlun og aðrar umhverfisvænar samgöngur. Þó verði að halda áfram að draga úr bílaumferð í borginni. - jab Reykjavík keppir við sex borgir í Evrópu um viðurkenningu Evrópusambandsins: Gæti tekið við af Hamborg sem Græna borgin REYKJAVÍK Sautján borgir sóttust eftir því að verða Græna borgin í Evrópu 2012 eða 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR 1. Hversu margar síður í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fjalla um Ingibjörgu Sólrúnu? 2. Hvað heitir framkvæmda- stjóri Golfklúbbs Reykjavíkur? 3. Eva Hauksdóttir var gjarnan kölluð norn í búsáhaldabylt- ingunni. Hvað kallar hún sig núna? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 70 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.