Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 92
52 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is OKKUR LANGAR Í … DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Sara McMahon > TILBOÐSDAGAR HJÁ THELMU Thelma Design, Skaparinn og Go with Jan eru með sérstaka útsölu í dag. Öll höfuðföt frá Thelmu eru til dæmis á aðeins fimm þúsund krónur. Einnig er hægt að svala forvitni sinni og skoða nýju línu Thelmu sem var að koma í hús. Búðin er við Skálholtsstíg rétt fyrir ofan Listasafnið. Röndótt er málið í vor. Þessi skyrtukjóll fæst í GK. Fullkomlega sætt varagloss frá Make Up for Ever í fölbleikum sixtís-lit. Geggjaða hælaskó með fylltum botni í nýrri línu Soniu Rykiel. Fást í KronKron Einu sinni var ég ung stúdína í Kóngsins Köben. Þar bjó ég í ein þrjú ár og naut mín í botn því mér fannst ég vera svo afskaplega mikill námsmaður, hjólandi um borgina og sötrandi ódýran bjór úr Netto. Í Kaupmannahöfn hafði ég líka alltaf efni á því að kaupa mér nýja flík því ég gat hjólað í næstu H&M verslun og keypt þar bol eða annað sem mér fannst ég nauðsynlega þurfa á að halda án þess að eyða fúlgu fjár. Þar var líka gamall skósali, sem með tímanum varð einnig góð- vinur minn, sem seldi notaða skó á 50 danskar krónur. Þetta voru hamingjudagar! Eftir ár í Kaupmannahöfn var þó ljóminn farinn af sænsku verslun- arkeðjunni því daglega fannst mér ég mæta of mörgum stúlkum sem voru klæddar í sömu flík og ég frá H&M. Ég var svo mikil stúdína að ég vildi skera mig úr og ekki vera eins og allir hinir þannig ég ákvað að hætta að versla jafn mikið í H&M. Að námi loknu flutti ég aftur heim til Íslands og eftir fimm ára fjar- veru þótti mér agalega erfitt að sætta mig við það að vera komin aftur. Hér kostaði allt svo mikið, hér var alltaf rok, hér gat ég ekki hjólað á gírlausa hjólinu mínu og hér var engin H&M verslun. Eftir að hafa flutt heim varð það skyndilega að markmiði að kom- ast utan til að kíkja í H&M, verslun sem ég hafði áður blá- kalt afneitað. Þannig að ég verslaði í H&M í London, Kaup- mannahöfn, á Írlandi og í Berlín og fannst það alltaf jafn yndislega gaman. Svo kom kreppa. Síðan þá hef ég ekki farið til útlanda. Ekki einu sinni. Þess í stað sit ég um fólk sem ég veit að er á leið út og bið það grátklökk um að kaupa eitt- hvað handa mér í H&M. Þessa dagana er ég full eftir- væntingar því eftir nokkrar vikur á ég von á sendingu að utan og kemur hún einmitt frá Svíþjóð. Nú er þessi ódýra, sænska verslunarkeðja mér sem fyrirheitna landið var fólki forðum daga og þó ég sé ekki lengur ung, brosandi stúdína á hjóli þá er þetta enn ein af fáum verslunum sem ég hef efni á að skipta við. H&M í fataskápinn minn Eitt af einkennum íslenska merkisins Andersen og Lauth er rómantísk stemning. Kjólar, skyrtur og pils eru úr gullfallegum efnum eins og silki og siffoni og eru gjarnan bróderuð. Haust- og vetrarlínan 2010 fyrir dömur sem var sýnd á Reykjavík Fashion Festival einkenndist af fölbleiku og svörtu og sniðum sem minntu á þriðja áratuginn. Herralínan skartaði töff- aralegum leðurjökkum og buxum með reiðbuxnasniði ásamt stórum háls- klútum og köflóttum efnum. Einnig voru sýnd falleg klassísk jakkaföt með rokkaralegu ívafi. Falleg og klæðileg föt sem munu fá stóran hóp aðdáenda. - amb GAMALDAGS RÓMANTÍK HJÁ ANDERSEN OG LAUTH Blúndur og rokk LEÐUR Svöl blanda þröngs leðurjakka við buxur með reið- buxnasniði. RÓMANT- ÍSKT Stuttir blúndu- kjólar með gamaldags siffonkraga. BALLERÍNUKJÓLL Gullfallegur síð- kjóll úr tjulli. KLASSÍSKT Gamaldags jakkaföt rokk- uð upp með bol, támjóum skóm og hálsklút. GRÁTT Sætur og stuttur „twent- ies“ kjóll með bróderingu. KLÚTAR Klass- ískur frakki og köflóttur klútur fyrir strákana. KÖFLÓTT Buxur með reiðsniði við arabískan klút og sportlegan jakka. Ráðstefna Kvískerjasjóðs Laugardaginn 17. apríl 2010 verður haldin ráðstefna um Kvískerjasjóð á Smyrlabjörgum í Suðursveit. Kynnt verða verkefni sem hlo ð hafa styrki frá sjóðnum 10.00 Setning Hjal Þór Vignisson 10.15 Tengsl lo slags og jökulbrey nga í SA Vatnajökli – Hrafnhildur Hannesdó r 10:45 Fjallaplöntur, jökulsker og lo slag – Bjarni Diðrik Sigurðsson og fleiri 11:15 Landnám smádýra á jökulskerjum – María Ingimarsdó r 11:45 Staðbundin óveður á Kvískerjum – Hálfdán Ágústsson 12.15 Matarhlé 13:30 Jökulhlaupaf völdum eldgosa í Öræfajökli – Þorsteinn Þorsteinsson 14:00 Eldgos í Öræfajökli 1362 – Ármann Höskuldsson 14.30 Landslagundir jöklum í Öræfum – Helgi Björnsson 15:00 Kaffi og veggspjaldasýning Búsvæðaval og a oma óðinshana og þórshana í Öræfum, YannKolbeinsson Jökla-, vatna-, jarðefna og örverufræðileg rannsókn á Ska árkötlum, Þorsteinn Þorsteinsson og Tómas Jóhannesson Munnleg hefð Björg Erlingsdó r 15:45 Pallborðsumræðurum sjóðinn og fram ð hans 16:30 Ráðstefnuslit Farin verður ferð frá BSÍ föstudaginn 16. apríl klukkan 18:00 og a ur l baka að ráðstefnu lokinni og er ráðstefnugestum að kostnaðarlausu. Þeir sem vilja nýta sér ferðina skrá sig á ne angið bjorgerl@horna ordur.is fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 15. apríl. Bent á slóðina www.rikivatnajokuls.is/ferdathjonusta þar sem finna má upplýsingar um gis ngu á svæðinu. Allir velkomnir Stjórn Kvískerjasjóðsog Sveitarfélagið Horna örður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.