Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 34
34 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR Í Hugarafli er unnið eftir svokölluðu batamódeli Daniels Fisher, en hann er bandarískur læknir sem sjálfur hefur glímt við geðklofa. „Batamódelið byggir mikið á því að það sé ekki aðeins ein leið til bata, ein leið hentar ekki öllum. Það byggir líka á því að efla sjálfstraustið, vera virkur í samfélaginu og finna sín bjarg- ráð,“ segir Auður. Hún segir valdeflingu líka koma inn í þetta. „Hún fléttast inn í batamódelið og byggir á að maður vinni í bataferlinu á eigin forsendum, hafi valmöguleika, taki ákvarðan- ir sjálfur og vinni á jafningjagrunni.“ Dr. Daniel Fisher kemur til landsins í næsta mánuði og verður með opinn fund á vegum Hugarafls hinn 15. maí. SAMFÉLAGSVERÐLAUN V ið vildum breyta nálg- uninni á geðheilbrigðis- kerfið í heild. Hafa áhrif á kerfið, vinna gegn for- dómum, minna á að hægt sé að ná bata og vinna að breyttri sýn almennings á geðheil- brigði,“ segir Auður Axelsdóttir iðju- þjálfi, einn stofnenda Hugarafls. Í Hugarafli starfa saman einstaklingar sem hafa átt við geðræn vandamál að stríða, en eru í bata, og fagfólk. Skap- ast hefur mikil reynsla í félaginu, dýrmæt reynsla að mati Auðar. „Með þessu verða líka til fjölbreyttari val- möguleikar í geðheilbrigðiskerfinu og með því að miðla reynslunni áfram sköpum við verðmæti.“ Hópurinn fékk Samfélagsverð- laun Fréttablaðsins í síðasta mánuði í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Unnið gegn fordómum Eitt stærsta verkefni Hugarafls er geðfræðsla. Geðfræðsluverkefninu er ætlað að draga úr fordómum gagnvart geðröskunum í efstu bekkjum grunn- skóla og framhaldsskólum. Hrann- ar Jónsson hefur mikið unnið í verk- efninu og segist finna að það dragi úr fordómum. „Við erum að gera mikið fyrir sýnileikann.“ Á síðasta skóla- ári var farið í á fimmta tug kynninga í skólum. Tveir félagar úr Hugarafli fara þá saman inn í bekki og segja frá sinni reynslu í stutta stund en leggja svo áherslu á umræður. „Við nýtum reynslu þeirra sem til þekkja til að hjálpa krökkunum að skilja og vita hvert þeir eiga að leita.“ „Margir hér hafa sömu söguna að segja, og við vitum að það eru mikl- ir fordómar gagnvart geðsjúkdóm- um og þeim sem eiga við þá að stríða. Þess vegna höfum við áhuga á því að koma þessu fram í dagsljósið, tala um hlutina,“ segir Hrannar. „Margir, til dæmis ég, voru í mörg ár að veltast einhvers staðar og sættu sig ekki almennilega við að fá þann stimpil á sig að vera með geðröskun. Fólk forð- ast oft í mörg ár að gera eitthvað í málunum.“ Sigrún Viggósdóttir tekur undir þetta. „Maður þarf fyrst að læknast af fordómum gagnvart sjálf- um sér. Þegar þú ert með fordóma sjálfur getur þú ekki ætlast til þess að aðrir séu fordómalausir.“ Hugsjónir og fræðsla Hugaraflshópurinn hittist á fundum tvisvar í viku og á þeim eru ákvarð- anir teknar um það hvaða verkefni og áherslur eru í gangi hverju sinni, og hver sinnir hvaða hlutverki. „Þannig að þetta er hugsjónahópur en líka sam- starfshópur notenda og fagfólks. Við vinnum í samstarfi við geðheilsumið- stöðina Geðheilsa eftirfylgd. Hingað leitar fólk á eigin forsendum,“ segir Auður. Hún segir mikilvægt að fólk hafi hlutverk og geti tilheyrt hópi. Í Hugarafli eru ýmsir afþreying- arhópar, til dæmis gönguhópur, tóm- stundahópur og menningarhópur. Þá vinnur hópur að útgáfu bæklinga og fræðsluefnis auk þess sem hópur er starfræktur fyrir aðstandendur. „Í tilveruhópi og batahorni gefst tæki- færi til að ræða viðhorf og tilfinning- ar sem er nauðsynlegur liður í bata- ferli,“ segir hún. Sérstakur hópur er starfræktur fyrir ungt fólk, Unghugar, og að sögn Auðar stækkar hann jafnt og þétt. „Við viljum gjarnan reyna að grípa fólk sem fyrst og veita þann stuðning sem hægt er til að fólk geti haldið áfram.“ Félagið hefur einnig haldið nám- skeið og ráðstefnur auk þess sem farið hefur verið í kynningar á geðdeildir. Þá er sérstakt samherjaverkefni starf- rækt, þar sem einstaklingar sem eru lengra komnir í bataferlinu ræða við þá sem styttra eru komnir. Hafa áhrif á eigin bata „Við lítum á geðsjúkdóma sem eitt- hvað flókið – marga samverkandi þætti,“ segir Hrannar. „Þetta er ekki bara líffræðilegt, heldur einnig vegna þess að við verðum fyrir áföllum eða missi, til dæmis. Við missum tíma- bundið tök á lífinu en getum náð vald- inu aftur,“ bætir Auður við. Batamód- elið sem unnið er eftir í Hugarafli byggir meðal annars á þessu. „Það, að við höfum ýmislegt að segja um okkur og okkar bata. Þetta er undir okkur sjálfum komið. Það er ekki ein- hver heilbrigðisstétt sem á að mata okkur á öllu,“ segir Marteinn Jakobs- son, sem mætir í Hugarafl á hverjum degi. Hann segir það hafa gert mikið fyrir sig, og undir það taka fleiri. „Ég veit bara að eftir að ég fór að koma hingað reglulega hefur batinn minn farið upp á við. Ég segi alltaf að það er rosalega gott að koma hing- að þegar manni líður vel, en þetta er eini staðurinn sem maður vill koma á þegar manni líður illa. Mér finnst það segja rosalega mikið,“ segir Adda Sig- urjónsdóttir. „Hér er mjög góður andi og við notum sömu hugmyndafræðina í öllu, valdeflinguna og batamódelið. Við eflum trúna á því að það sé hægt að ná bata, og á vonina. Þetta er fyrst og fremst spurning um vonina, og það að maður geti sjálfur verið áhrifavald- ur.“ Læknast af eigin fordómum Í Hugarafli starfar fagfólk með fólki sem hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Þar er unnið á jafningjagrundvelli og áhersla lögð á að breyta sýn almennings á geðheilbrigði og vinna gegn fordómum. Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi er einn stofnenda Hugarafls og fór hún fyrir hópi fólks sem í sameiningu fræddi Þórunni Elísabetu Bogadóttur um starfsemina. Í HUGARAFLI Auður Axelsdóttir, Marteinn Jakobsson, Helga og Baldvin, Hrannar Jónsson, Sigrún Viggósdóttir og Adda Sigurjónsdóttir starfa öll í Hugarafli. AUÐUR AXELSDÓTTIR „Þetta er hugsjónahópur en líka samstarfshóp- ur notenda og fagfólks,” segir Auður um Hugarafl. Hugarafl hlaut á dögunum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningar- húsinu 19. mars síðastliðinn. Þar tók Hugaraflsfólk við verðlaun- unum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Markmið Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins er að vekja athygli á broti af því kærleiksríka starfi sem unnið er víða í íslensku samfélagi. Hlutu Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins Batamódelið og Daniel Fisher
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.