Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 104
64 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR KÖRFUBOLTI Þriðju leikirnir í undan- úrslitaeinvígum Iceland Express- deildar karla í körfubolta fara fram um helgina en staðan er ólík í einvígunum. Á sama tíma og stað- an er 1-1 í einvígi KR og Snæfell þá geta Keflvíkingar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri á Njarð- vík á heimavelli. Fréttablaðið fékk Friðrik Ragnarsson, fráfarandi þjálfara Grindavíkur, til þess að spá í stöðuna í einvígunum. Þriðji leikur KR og Snæfells fer fram í DHL-höllinni klukkan 16.00 í dag. „Þarna eru tvö frábær lið og tvö bestu lið landsins að mínu mati,“ segir Friðrik. „Þetta er sería það sem bæði lið eiga jafnmikla möguleika. Að mínu mati er þetta hálfgerð úrslitasería og ég spái því að það lið sem fer í gegnum þessa seríu verði Íslandsmeistari,“ segir Friðrik. Þriðji leikur Keflavíkur og Njarðvíkur fer fram í Toyota-höll- inni í Keflavík klukkan 19.15 á morgun. „Ég horfði á Njarðvík-Kefla- vík í gær [fimmtudagskvöld] þar sem Njarðvíkingarnir voru tekn- ir í kennslustund. Keflavík er með flott lið þar sem allir eru að berjast hver fyrir annan en ef maður horf- ir á Njarðvíkurliðið þá eru þetta bara fimm einstaklingar inn á í einu og það er enginn liðsbragur,“ segir Friðrik og aðalvandamálið er staðan sem Friðrik sjálfur spilaði í meira en áratug hjá Njarðvík. „Þeir berhátta leikstjórnenda- stöðuna hjá Njarðvík. Ég veit ekki hvað þeir eru að taka marga bolta af Njarðvíkingunum eins og þeir væru að taka sælgæti af barni,“ segir Friðrik. „Njarðvíkurliðið hefur bunka af hæfileikum en þeir verða að fara að stilla sig saman sem lið. Ger- ist það þá getur allt gerst. Kefl- víkingar eru að sýna það að þeir eru mættir í úrslitakeppni og það er kominn gamli Keflavíkur-hrok- inn í þetta hjá þeim. Þeir eru best- ir þegar þeir eru komnir með nett- an hroka í sinn leik,“ segir Friðrik að lokum. - óój Friðrik Ragnarsson um undanúrslitaeinvígi körfunnar: Tvö bestu lið lands- ins mætast í dag 1-1 Einvígi KR og Snæfells er aftur komið á byrjunarreit. Hér er Pavel Ermolinskij í strangri gæslu Snæfellinga í fyrsta leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI FH-ingar fá smá sárabót fyrir það að hafa misst af úrslita- keppninni því liðið á markahæsta mann deildarinnar í Bjarna Fritz- syni. Bjarni er fyrsti FH-ingurinn í átján ár til þess að verða marka- kóngur í efstu deild handboltans eða allt frá því að Hans Guðmunds- son afrekaði það 1991-92. Bjarni skoraði 149 mörk í 19 leikjum eða 7,8 mörk að meðaltali í leik. Hann skoraði fjórtán mörk- um meira en næstu menn sem voru Akureyringurinn Oddur Grétars- son og HK-ingurinn Valdimar Fannar Þórsson. Bjarni Fritzson og félagar í FH-liðinu rétt misstu af úrslitakeppninni á lokasprett- inum en liðið vann aðeins tvo af síðustu sex leikjum sínum eftir að hafa byrjað þriðju umferðina á glæsilegum sigri á Íslands- og bikarmeisturum Hauka. „Ég varð fyrir mjög miklum von- brigðum. Ég lagði mjög mikið á mig fyrir þetta tímabil og á þessu tíma- bili. Það var því mjög sárt að liðið hafi ekki gert meira. Mér fannst við ekki vera nógu sterkir æfinga- lega séð á þessum tíma. Menn voru að detta of mikið út,“ segir Bjarni og án þess að vera að kenna ungu leikmönnunum um þá tekur hann fram að það hafi háð liðinu hversu ungir margir lykilmenn liðsins eru. „Þeir eru mjög hæfileikaríkir en þeir eru bara 19 og 20 ára og það er ekki mikill aldur. Það voru alltaf margir póstar hjá okkur sem spiluðu mjög illa í þessum síðustu leikjum. Þetta eru ekki bara ungu strákarnir því það voru líka eldri leikmenn sem voru ekki að standa sig,“ segir Bjarni. FH-ingar unnu síðasta leikinn sinn á móti HK og hefðu kom- ist í úrslitakeppnina ef nágrann- ar þeirra, deildarmeistararnir í Haukum, hefðu klárað sinn leik á móti Akureyri. Akureyri vann hins vegar leikinn 34-30. „Ég bjóst alveg við því að Haukarnir myndu hvíla menn í þessum leik. Ég var búinn að upplifa vonbrigðin eftir Valsleik- inn. Mér fannst við vera búnir að tapa þessu þá því mér fannst við hæglega geta klárað þann leik,“ sagði Bjarni en FH tapaði 20-25 á heimavelli á móti Val í næstsíð- ustu umferð. „Það er ekki hægt að treysta á neitt annað lið. Við spil- uðum hryllilega í þriðju umferð og áttum ekkert skilið meira. Það er ekkert hægt að vera að svekkja sig á Haukunum,“ sagði Bjarni. „Ég samt trúði þessu ekki því ég var búinn að heyra stöðuna í hálf- leik og ég hélt að þetta væri komið,“ sagði Bjarni en Haukar voru 16-10 yfir í hálfleik á móti Akureyri en töpuðu seinni hálfleiknum 14-24. Bjarni segir markakóngstitilinn ekki vera mikla sárabót fyrir sig. „Markakóngstitillinn breytir engu og mér gæti eiginlega ekki verið meira sama. Ég ætlaði að verða Íslandsmeistari og lagði mjög mikið á mig til að það gæti gerst. Þegar það tókst ekki þá varð ég mjög sár,“ segir Bjarni. Hann segir líka framtíðina vera óráðna. „Ég er samningslaus, var að eignast strák og er að fara að klára verkefnin mín í meistara- náminu mínu í sálfræði. Nú slekkur maður bara á sjón- varpinu og setur eyrnatappa í eyrun. Ég nenni ekki að horfa á þetta einu sinni,“ sagði Bjarni spurður um hvort hann ætlaði að fylgjast með úrslitakeppninni. ooj@frettabladid.is. Ég ætlaði að verða Íslandsmeistari FH-ingurinn Bjarni Fritzson segir markakóngstitilinn ekki vera mikla sárabót fyrir það að FH-liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Bjarni er fyrsti markakóngur FH í 18 ár en hann skoraði 149 mörk í 19 leikjum. HAUKALEIKURINN Bjarni Fritzson sést hér í 31-25 sigrinum á Haukum. Síðan þá náði FH-liðið aðeins í 4 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MARKAHÆSTIR Í N1 DEILD KARLA 2009-2010: Bjarni Fritzson, FH 149 Oddur Grétarsson, Akureyri 135 Valdimar Fannar Þórsson, HK 135 Sigurbergur Sveinsson, Haukum 128 Arnór Þór Gunnarsson, Val 123 Anton Rúnarsson, Gróttu 116 Árni Þór Sigtryggsson, Akureyri 107 Ólafur Guðmundsson, FH 100 Hjalti Þór Pálmason, Gróttu 95 Ólafur Gústafsson, FH 90 Atli Ævar Ingólfsson, HK 86 Andri Berg Haraldsson, Fram 85 Vilhjálmur Halldórsson, Stjörn. 81 Jónatan Þór Magnússon, Akyreyri 78 Björgvin Þór Hólmgeirss., Haukum 76 HANDBOLTI Það voru átta leikmenn N1-deildar karla í handbolta sem náðu að skora 100 mörk eða meira fyrir lið sín í deildarkeppninni. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir markahæstu menn deildar- innar en fjórir leikmenn voru að skora yfir 100 mörk annað tímabilið í röð en það voru þeir Valdimar Þórsson, Sigurbergur Sveinsson, Arnór Þór Gunnars- son og Árni Þór Sigtryggsson. - óój N1-deild karla í handbolta: Átta yfir hundr- að mörk í vetur ÞRJÚ ÁR Í RÖÐ Valsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson braut 100 marka múrinn þriðja árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fyrrverandi viðskiptavinir A.Karlsson ehf takið eftir: Áður en A.Karlsson fór í þrot sá Kælismiðjan Frost ehf. um þjónustu á kæli– og frystibúnaði fyrir þeirra viðskiptavini. Við viljum benda fyrrverandi viðskiptavinum A.Karlsson á að nú geta þeir snúið sér beint til okkar til að fá þjónustu á kæli– og frystibúnaði. Við þjónustum auk þess uppþvottavélar, ofna, frönskupotta, þvottavélar, þurrkara, rafmagns- grill og rafmagnspönnur. Ef við eigum ekki til varahluti á lager þá út- vegum við þá hratt og á mjög góðu verði. Vinsamlegast hafið samband í síma 464-9400 til að fá þjónustu. Nánari upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu okkar sem er www.frost.is Kælismiðjan Frost ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.