Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 96
56 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR Plötusnúðarnir Kiddi Big- foot og Nökkvi Svavarsson byrjuðu að starfa saman á Dejá Vu fyrir sextán árum. Þeir eru enn í fullu fjöri og skemmta nú á Pósthúsinu um helgar undir nafninu Shadow-DJ-S. „Við vorum plötusnúðar og skemmtanastjórar á Skugga- barnum á sínum tíma þegar hann var hvað vinsælastur. Svo var „reunion“ um daginn og þá fund- um við hvað er gaman að spila þessa tónlist sem við vorum að spila þá,“ segir Kiddi. „Pósthús- ið var að fíla þetta og við ákváð- um að hafa upphitun þar frá 22 til 01. Spila svala tónlist eins og var á Skuggabarnum. Fólk þekk- ir lögin, dillar sér kannski með þeim, drekkur gott vín og kemur sér í gírinn.“ Kiddi rak síðast skemmtistað- inn Tunglið við Tryggvagötu en eftir að hann hætti hefur hann verið í samstarfi við Sigga Hlö og Valla sport hjá Boogie Nights. Þess á milli starfar hann hjá fyrirtækinu Sparnaði á Akureyri. „Við erum að spila nánast allar helgar í einkasamkvæmum úti um allan bæ og allt land. Ég hef verið töluvert að spila á Volca- no Café í Vestmannaeyjum. Það er ótrúleg stemning sem mynd- ast þar. Það er eins og þjóðhátíð í hvert skipti sem ég er þar.“ Þrjátíu ár eru liðin síðan Kiddi þreytti frumraun sína sem plötu- snúður og 26 ár eru síðan hann tók fyrst pening fyrir að þeyta skífum. Lögin sem hann spilar eru, eins og gefur að skilja, mis- munandi eftir því hvaða fólk er í partíinu. „Ég er örugglega með níu þúsund lög að velja úr. Ef það er einkasamkvæmi spilar maður blandaða tónlist. Þetta fer eftir aldurshópnum. Maður reynir að gleðja eldra fólkið fyrst og svo fara út í yngra í restina því það endist lengur.“ Þótt hann sé orðinn 44 ára er Kiddi hvergi af baki dottinn. „Þann daginn sem ég verð þreytt- ur á þessu þá hætti ég. Meðan þetta er svona gaman ætla ég að halda áfram,“ segir hann. „Tón- listin er alltaf að breytast og fólk- ið líka. Þetta er aldrei það sama. Það er bara gaman að gleðja fólk.“ Nökkvi Svavarsson, sem er fimm árum yngri en Kiddi og starfar hjá Ísafoldarprentsmiðju, byrjaði fyrst að vinna með honum á Dejá Vu og hefur verið viðloðandi skemmtana- bransann allar götur síðan, þar á meðal á Rex og á Austur. Hann hefur mjög gaman af starfinu rétt eins og kolleginn. „Á meðan Kiddi er enn þá í þessu þá á maður sjens. Mér finnst þetta enn þá gaman, það er það sem kitlar mig. Kikkið við að gleðja mann- skapinn er örugglega svipað og fyrir Ragga Bjarna að standa á sviði. Þetta kikk rekur mann áfram,“ segir Nökkvi. freyr@frettabladid.is Skugga-plötusnúðar í stuði 1980-1982: Félagsmiðstöðvar og skemmtistaðir í Svíþjóð. 1983: Glæsibær 1983: Hollywood 1984: Traffic 1984: Sigtún 1984: Zafarí/Roxy 1985: Upp og niður 1986: Ypselon 1986: Hótel Borg 1986: Kreml 1987-1990: Casablanca 1987-1988: Lækjartunglið/Bíókjallarinn 1988: Abracadabra 1988: Hótel Borg 1989: Yfir strikið 1989: Tunglið 1990: Kjallari keisarans 1990: Berlín 1991: La Café 1992: Hressó 1993: Casablanca 1993-1994: Dejá-Vú 1993-1994: Tunglið 1995: Amma Lú 1995-1996: Þjóðleikhúskjallarinn 1996: Ingólfskaffi 1996: Casablanca 1997-1998: Nellý´s 1998-1999: Skuggabarinn 1999: Astró/Wunderbar 2000-2001: Klaustrið 2002: Astró 2002-2003: Sportkaffi 2002-2006: Hverfis- barinn 2005-2006: Sólon 2007-2008: Gaukur á Stöng/Tunglið 2010: Pósthúsið vínbar KIDDI BIGFOOT – TÍMALÍNA Söngkonan unga, Miley Cyrus, er svo ástfangin af kærasta sínum, ástralska leikaranum Liam Hemsworth, að hún gæti vel hugsað sér að giftast piltinum um leið og hún hefur aldur til. „Hún er sannfærð um að þau eigi eftir að verja ævinni saman. Hún hefur sagt að hún vilji gift- ast honum þegar hún hefur náð átján ára aldri. Hún hefur meira að segja fengið leyfi hjá móður sinni til að klæðast henn- ar brúðarkjól,“ var haft eftir fjölskylduvini. Miley og Liam hafa átt í sam- bandi í tíu mánuði og heimsótti söngkonan fjölskyldu Liams í Ástralíu fyrir stuttu. „Hann er yndislegur. Við hittumst daglega og hann er orðinn minn besti vinur,“ sagði stúlkan. Miley vill giftast Liam Leikarinn Jude Law hefur unnið skaða- bótamál sem hann höfðaði gegn tímarit- inu Hello eftir að það tók ljósmyndir af honum og börn- unum hans á ströndinni. Bæturnar nema tæpum tveim- ur milljónum króna og þarf Hello að greiða allan lögfræðikostnað leikarans. Hello hefur einnig samþykkt að birta ekki myndir af honum með börnunum fyrr en þau verða átján ára. Lögfræð- ingar Law segja að leikarinn og börnin hans eigi rétt á sínu einka- lífi og því hafi myndbirtingin ekki verið lögmæt. Skaðabætur frá Hello JUDE LAW Bandaríska ungstirnið Shia LeBeo- uf og reynsluboltinn Jon Voight eru miklir vinir. Þetta kemur kannski einhverjum spánskt fyrir sjónir enda mikill aldursmunur á þeim. Þeir eiga það hins vegar sameigin- legt að vera tveir einmanna karlar í partíborginni Hollywood sem eiga enga fjölskyldu að. Shia er enn að reyna ná almennilegum samskipt- um við föður sinn sem hefur marga hildina háð í baráttu sinni við eiturlyfjadjöfulinn og sagan af stirðum samskiptum Voights og dóttur hans, Angelinu Jolie, er flest- um ljós. Shia ræddi þetta sérstaka vinasam- band í bandaríska glanstímaritinu Gla- mour. „Við lékum í nokkrum myndum saman og fylltum upp í tómarúm hvor annars. Þótt hann myndi aldrei viðurkenna það, þá átti hann enga fjölskyldu og ég átti enga fjölskyldu.“ Shia slasaðist til að mynda alvarlega á hendi efitr bílslys og fyrsti maðurinn til að heimsækja hann var Jon Voight. „Hann kom á undan pabba mínum,“ segir Shia en leikarinn hefur átt erf- itt með að tengjast föður sínum. „Pabbi er yndislegasti maður í heimi en um leið sá skelfileg- asti. Hann komst mjög nálægt því að eyði- leggja líf mitt því ég reyndi allt hvað ég gat til að þóknast honum,“ útskýrir Shie sem ber móður sinni hins vegar vel söguna. „Hún er algjör klettur í mínu líf. Algjör engill.“ Shia og Voight ná vel saman REYNSLUBOLTAR Kiddi Bigfoot og Nökkvi Svavarsson hita rækilega upp í mann- skapnum á Pósthúsinu í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ERFIÐ ÆSKA Shia LeBeouf átti erfiða æsku en á nú traustan vin í bandaríska stórleikaranum Jon Voight.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.