Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 84
44 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is „Það var árið 1960 sem ég hóaði saman nokkrum músíkölsk- um Eskfirðingum. Þetta voru Ellert Borgar, bróðir minn, vinir okkar og frændur og við stofnuðum sex manna band sem hét Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar. Létum útbúa nótnastanda með stöfunum HÞ – voða virðulegt! Þarna var spilað á klarinett, trompet, gítar, píanó, bassa og trommur. Tilefnið var það að við héldum tónleika með ýmsum atrið- um inn á milli, vorum sparilega klæddir og höfðum voða gaman af þessu.“ Þannig farast Hauki Þorvaldssyni, forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar Hornafjarðar, orð þegar hann er beðinn að rifja upp fyrstu hljómsveitartaktana sem nú eru orðnir að fimmtíu ára samfelldri sögu. Hann rekur reyndar upp- haf spilamennskunnar lengra aftur því fyrir utan tónlist- ariðkun á æskuheimilinu byrjaði hann að þenja harmóníku á böllum barnaskóla Eskifjarðar fjórtán ára að aldri. „Þá fékk ég þessa bakteríu sem ég hef ekki losnað við síðan,“ segir hann og bætir við. „Ég er klárlega ekki besti hljóð- færaleikari sem hefur farið á svið en með mér hefur allt- af valist góður mannskapur og það hefur gefið mér byr í seglin.“ Þegar Haukur er beðinn að rifja upp nöfn hljómsveitanna sem hann hefur starfað í koma Ómar fyrst upp í hugann. „Ómar var mjög vinsæl hljómsveit fyrir austan á tímabilinu 1960-70, var húsband félagsheimilisins Valaskjálf á Egils- stöðum þegar það var vígt og fyrstu árin á eftir. Eins spil- uðum við mikið í Egilsbúð á Neskaupstað á síldarárunum, jafnvel í miðri viku í landlegum. Það voru voðalega hress- ileg og skemmtileg böll, síldarböllin.“ Haukur kveðst hafa lært netagerð á Eskifirði hjá Jóhanni Clausen og stundum hafi bátur beðið við kajann með ónýta nót þegar hann kom af böllunum. „Þá var ekki um annað að gera en taka upp nálina og stoppa í,“ segir hann hress. Haukur er sem sagt Eskfirðingur að uppruna en flutti til Hornafjarðar 1968 og hefur búið þar síðan. Auðvitað byrjaði hann strax í danshljómsveit þegar þangað kom. „Ég lenti beint inn á æfingu hjá Pan kvintett sem var vinsæll á Hornafirði þá. Síðar urðu til hin ýmsu nöfn með manna- breytingum, Ein sveitin hét til dæmis Ringuleið og önnur Hjónabandið.“ Haukur kveðst hafa spilað á svæðinu frá Stykkishólmi til Vopnafjarðar, miðað við suðurleiðina. „Ég hef ekkert farið norður,“ segir hann en rifjar upp að á tónlistarskólaárum í Reykjavík í kringum 1960 hafi hann verið í Tónatríóinu sem Arnþór Jónsson frá Möðrudal, Addi rokk, hélt úti. „Þar vorum við Ellert innanborðs og fórum á ýmsa staði á höfuð- borgarsvæðinu og nágrenni. Eins var ég með Óskari Cort- es niðri í Ingólfskjallara sem var frægt danshús á sínum tíma.“ Auk þess að spila um þessar mundir á harmóníku í gömludansahljómsveitinni Hilmari og fuglunum er Hauk- ur hljómborðsleikari í eigin bandi sem heitir Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar, rétt eins og það sem hann stofnaði fyrir fimmtíu árum. Sú sveit hefur starfað í áratugi og stóð á tímabili fyrir rokkuppfærslum og söngvakeppnum á Höfn auk þess að spila alhliða danstónlist á skemmtunum. Söngvarinn og gítarleikarinn hafa verið búsettir á suður- svæðinu frá árinu 2000 og því segir Haukur nú ekki troðið upp nema einu sinni til tvisvar á ári. Spurður um lög sem hafa fylgt honum gegnum tíðina nefnir hann Honky Donk Women, Lucky lips og Rabarabara-Rúnu. Geirmundarlagið Nú er ég léttur hefur líka verið á lagalistanum lengi. Þetta eru allt góð danslög. Kúnstin fyrir hljómsveit sem gefur sig út fyrir ballbransann er að lesa í mannskapinn. Markmiðið er alltaf það sama, að gleðja sinn hóp og gera sem flestum til hæfis,“ segir Haukur og vill að lokum koma á framfæri þökkum til allra sem hafa spilað með honum gegnum tíðina og gefið honum góðar minningar. gun@frettabladid.is HAUKUR HELGI ÞORVALDSSON: Á 50 ÁRA HLJÓMSVEITARFERIL AÐ BAKI Markmiðið alltaf að gleðja sinn hóp og gera til hæfis HAUKUR HELGI ÞORVALDSSON „Ég er klárlega ekki besti hljóðfæra- leikari sem hefur farið á svið en með mér hefur alltaf valist góður mannskapur og það hefur gefið mér byr í seglin.“ MYND/SVAVAR SIGURJÓNSSON MERKISATBURÐIR 1886 Magnús Stephensen er skipaður landshöfðingi 49 ára gamall. 1905 Vörugeymsluhús Edin- borgarverslunarinnar í Reykjavík brennur. 1912 Titanic leggur úr höfn í Southampton á Englandi í sína fyrstu og hinstu ferð. 1933 Togarinn Skúli fógeti strandar við Grindavík. Tólf menn farast en 24 er bjargað. 1940 Íslendingar taka fram- kvæmd utanríkismála í eigin hendur. 1970 Paul McCartney gefur út yfirlýsingu um að Bítlarnir séu hættir. JÓNAS KRISTJÁNSSON HAND- RITAFRÆÐINGUR FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1924. „Íslensk menning er þannig vaxin að hún leggur þjóð sinni sérstakar skyldur á herðar.“ Jónas er þekktur fyrir fræði- störf sín sem prófessor og forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Friðrik IX. Danakonungur og Ingiríður drottning komu í opinbera heimsókn til Íslands þennan dag árið 1956, fyrst allra þjóðhöfðingja eftir að Ísland hlaut sjálfstæði. Þau flugu til landsins með SAS-flugvélinni Alf Viking og lentu á Reykjavíkur- flugvelli þar sem forsetahjónin Ásgeir Ásgeirsson og Dóra Þórhallsdóttir tóku á móti þeim. Veður var hið besta og borgin fánum prýdd. Mannfjöldi veifaði hinum tignu gestum á leið þeirra í Ráðherrabústaðinn við Tjarnar- götu þar sem konungshjónin dvöldu Heimsókn kóngs og drottningar stóð í fjóra daga. Fyrsta daginn var þeim boðið til tedrykkju á Bessastöðum og hátíðakvöld- verðar á Hótel Borg. Daginn eftir skoðuðu þau höggmyndasafn Einars Jónssonar, fóru í messu í Dómkirkjunni, snæddu hádegis- verð á Bessastöðum og kvöldverð í Naustinu og um kvöldið fóru þau á óperuna Cavalleria Rusticana í Þjóðleikhúsinu. Þriðja daginn var Háskóli Íslands heimsóttur, einnig Reykjalundur í Mosfellssveit og Þjóðminjasafn Íslands. Lokahóf var í Þjóðleikhúskjallaranum um kvöldið og daginn eftir var komið að brottför. ÞETTA GERÐIST: 10. APRÍL 1956 Dönsku konungshjónin komu Stefnt er að því að gera Íslandsmeistara- keppni í blómaskreytingum sem glæsi- legasta í ár og kemur hópur frá Noregi til landsins í tilefni hennar. Þar á meðal einn af dómurunum. Keppnin verður haldin sumardaginn fyrsta í Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi. Hún er á dag- skrá annað hvert ár og nú í fimmta sinn. Keppt verður í A- og B-flokki. Í þeim fyrrnefnda eru útskrifaðir blómaskreytar frá Landbúnaðarháskóla Íslands eða með sambærilega menntun. Þeir sem keppa í B-flokki eru nemar eða starfsfólk sem hafa unnið við blómaskreytingar í verslun í fimm ár eða lengur. Enn eru laus pláss og kostnaði er haldið í lágmarki. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.blomaskreytar.is. Á sömu síðu er líka hægt að sjá hvaða verslanir það eru sem hafa menntaða blómaskreyta í starfi því þær eru merktar með lógói félagsins, en eins og gefur að skilja skipt- ir miklu máli að þeir sem meðhöndla blóm hafi þekkingu á þeim. - gun Fagna sumri með keppni ÍSLANDSMEISTARINN 2008 Berglind Erlingsdóttir með meistarastykkið. Hún ætlar að verja titilinn í ár. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sveinbjörn H. Blöndal listmálari, Sléttahrauni 19, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. apríl síðastlið- inn. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 16. apríl kl. 15.00. Birna J. Blöndal Elsa L. Blöndal Kristján J. Blöndal Orri Blöndal Arnbjörg Högnadóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Böðvarsson, fyrrverandi skólameistari, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. apríl kl. 13.00. Guðrún Erla Björgvinsdóttir Björgvin Jónsson Sigríður Dóra Magnúsdóttir Böðvar Jónsson Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir Sigríður Jónsdóttir Ásthildur Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Yngvi Þorsteinsson frá Drangshlíðardal, áður til heimilis á Hellu og nú síðast Hvassaleiti 6, Reykjavík, sem lést föstu- daginn 2. apríl, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík, föstudaginn 16. apríl kl. 13.00. Guðlaug Sæmundsdóttir Guðlaug Yngvadóttir Steinar Gíslason Þorbjörg Yngvadóttir Davíð Sigurðsson Elín Yngvadóttir Guðrún S. Helgadóttir og afastrákar. AFMÆLI TRYGGVI HANSEN listamaður er fimmtíu og fjögurra ára. KRISTÍN ÞORSTEINS- DÓTTIR fyrrverandi frétta- maður, er fimmtíu og fimm ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.