Fréttablaðið - 13.04.2010, Page 8

Fréttablaðið - 13.04.2010, Page 8
 13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Uppþvottavélar frá Siemens. Hraðvirkar, hljóðlátar og vinnusamar. Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16. 8.99023.900 GÆÐI Hvorki stjórnvöld né eftir- litsstofnanir gerðu nóg vegna þess vanda sem ljóst var að Icesave-reikningarn- ir myndu skapa. Utanríkis- ráðuneytið er gagnrýnt. Síðasta árið fór meira út en inn af reikningum Lands- bankans í Bretlandi og Hollandi. Stjórnvöld og eftirlitsstofnan- ir eru átaldar fyrir að skilja ekki það vandamál sem Icesave-reikn- ingar Landsbankans fólu í sér fyrir íslenskt samfélag. Fremstir í flokki fóru reyndar Landsbanka- menn sjálfir, sem að mati nefnd- arinnar átta sig ekki á alvarleika málsins fyrr en á síðustu dögunum fyrir lokun útibúanna í Bretlandi. Fjármálaeftirlitið var hins vegar málpípa bankans ytra. Landsbankinn tilkynnti Fjármála- eftirlitinu, með bréfi dagsettu 29. júní 2005, að hann hygði á útvíkkun starfsemi sinnar í London með því að taka á móti innlánum. Það varð síðan að veruleika í október 2006 og í janúar 2008 voru fimm milljarðar punda á reikningunum. Til trygg- ingar þeirri fjárhæð, ef illa færi, stóð Tryggingarsjóður innstæðu- eigenda á Íslandi. Eðlisbreyting án athugunar Í skýrslunni er mikið gert úr þeirri staðreynd að svo virðist sem engin athugun hafi verið gerð áður en sú aðstaða var komin upp. Í raun og veru hafi verið um grundvallar- breytingu á fjármögnun íslenska bankakerfisins að ræða. Eftirlits- aðilum hafi þó ekki þótt ástæða til athugunar. Í stað þess að bankinn fjármagn- aði sig að stærstum hluta með fjár- munum frá erlendum lánastofnunum og fagfjárfestum, bættist nú í hóp lánardrottna mikill fjöldi erlendra einstaklinga sem fól bankanum vörslu sparifjár síns. Engin könn- un var gerð á hve öruggir Icesave- reikningarnir voru sem fjármögn- unarleið, eða hvaða áhætta kynni að fylgja þeim fyrir efnahag Íslands. Landsbankinn var það sem nefnt er kerfislega mikilvægur banki. „Ef áföll yrðu í rekstri hans var ljóst að það gat haft veruleg áhrif á fjár- málastöðugleika Íslands sem Seðla- banka Íslands bar samkvæmt lögum að varðveita,“ segir í skýrslunni. Seðlabankinn hafi þannig ekki gert nægilega athugun og ekki Fjár- málaeftirlitið heldur. Stjórnvöld hafi einnig flotið sofandi að feigðarósi. Utanríkisþjónustan ekki nýtt Breskar eftirlitsstofnanir höfðu raunar meiri áhyggjur af Icesave en þær íslensku, ef marka má skýrsl- una. Bæði fjármálaeftirlitið breska og seðlabankinn ræddu ítrekað við íslenska kollega sína og stjórnvöld um möguleikann á að færa Icesa- ve undir breskt dótturfélag. Ekk- ert varð úr því. „Íslensk stjórnvöld voru ekkert að keyra okkur áfram í þessu,“ sagði Sigurjón Þ. Árnason í yfirheyrslu hjá nefndinni. Það hefðu hin bresku gert. Eftir fund tveggja bankastjóra íslenska bankans með fulltrúum þess breska í mars 2008, voru skila- boð Íslendinganna að Bretar hefðu ekki nægar upplýsingar til að meta íslensku bankana. Þá vekur nefndin athygli á því að fyrir utan aðkomu að fundi í sept- ember 2008, er sendiherra Íslend- inga í Bretlandi fyrst virkjaður. Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, hafi átt fundi með Seðlabanka Íslands og verið upplýst um stöðuna. Ekki verður þó séð af gögnum að „neinar sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar af hálfu utanríkisþjón- ustunnar af þessu tilefni til að und- irbúa viðbrögð eða virkja tengsl við erlend stjórnvöld“ segir í skýrsl- unni. Er þá sérstaklega horft til þess ef áhlaup héldu áfram á reikninga bankans. Meira út en inn Til Icesave-reikninganna var stofn- að svo flytja mætti fjármuni af þeim reikningum yfir í aðra hluta sam- stæðu bankans. Það gekk vel fram- an af, en þegar leið á árið 2008 kom að því að Bretar spurðu sig hvað byggi að baki þessum reikningum. Umræður voru í breska þinginu og The Times fjallaði um reikningana og Tryggingarsjóðinn. „Honum [Tryggingarsjóðnum] er lýst sem forfjármögnuðum en í raun á hann 88 milljónir punda í sjóðum. Það á að tryggja inneignir fyrir 13,6 milljarða punda, 154 sinnum hærri upphæð.“ Þá var bent á að heild- arupphæð inneigna væri tvöföld þjóðarframleiðsla bankans. Þar kom að útflæðið varð meira en innstreymið og þannig var það síðasta árið fyrir fall bankanna. Átti það við útibú bankans í Bret- landi og Hollandi. Landsbankamenn virðast hins vegar ekki hafa áttað sig á í hvaða óefni stefndi, sérstaklega Sigur- jón, sem var tregari til að færa reikningana yfir í dótturfélag en Halldór. Haft er eftir Sigurjóni 14. júlí 2008 að hann sé „ekki viss um að flutningurinn borgi sig nema fyrir Tryggingarsjóð innstæðu- eigenda“. Áfellisdómur Skýrslan er áfellisdómur yfir íslensk stjórnvöld, Fjármálaeftir- lit, Seðlabanka og ekki síst Lands- bankann sjálfan. Þau tæki sem þó voru fyrir hendi voru ekki nýtt, raunar þvert á móti í sumum tilfell- um, eins og sannaðist þegar Seðla- bankinn lækkaði bindisskyldu á innlánsreiknum erlendis. Icesave-reikningarnir voru mál af þeirri stærðargráðu að gat komið íslenskum efnahag á kné, líkt og reyndin varð. Ráðherrar virðast ekki hafa áttað sig á því, litlar ráðstafanir voru gerðar og því fór sem fór. Loks þegar ljóst var hvert stefndi var það allt of seint. Á fundi Björgvins G. Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra og sendi- nefndar með Alistair Darling, fjár- málaráðherra Breta 2. september 2008, lýsti sá síðarnefndi því hvað væri í vændum. Bretar myndu ábyrgjast innistæður að fullu og spurning væri hvert ætti að senda reikninginn. Enn er ósamið um Icesave. kolbeinn@frettabladid.is Ekki nóg gert í Icesave 10.10.2006 06.10.2008 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Heildarinnlán Icesave í Bretlandi M ill jó ni r p un da „Bankamálaráðherra, nei, við töluðum við aldrei við hann, Seðlabankinn bara boycut-aði á hann og talaði aldrei við hann, hann var náttúrulega aldrei inni í neinu, það talaði aldrei neinn við hann.“ SIGURJÓN Þ. ÁRNASON, FYRRVERANDI BANKASTJÓRI LANDSBANKANS. „Það er nú eitt sem maður saknar svolítið, mér finnst að við hefðum getað gert meira, við Íslendingar, á þessu blómaskeiði okkar. Það ætti að liggja meira eftir okkur, stór verk.“ HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON, FYRRVERANDI FORSTJÓRI KAUPÞINGS. „Og ég sagði við hann: Þorsteinn [M. Jónsson], ég veit að þú átt enga peninga, geturðu útskýrt fyrir mér hvernig þú getur keypt Vífilfell? Og hann horfði á mig, brosti, og ég gleymi aldrei orðalaginu: Með þróaðri fjármálatækni.“ STYRMIR GUNNARSSON, FYRRVERANDI RITSTJÓRI MORGUNBLAÐSINS. „Sigurjón er nú mikill stærðfræðingur og teiknaði upp fyrir mig einhver box sem ég skildi nú ekki helminginn af hvernig ætti að með pílum og örum að sem sagt ná í pening út úr Seðlabanka Evr- ópu. Þetta snerist allt um það að búa til einhver instrúment, einhver bréf sem bankinn tæki gild sem veðandlag fyrir því að ná út evrum.“ GEIR HAARDE, FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA. „Þau laun sem ég hef verið með hjá þessum banka síðan 2003 hafa í öllum samanburði við þá sem ég ber mig saman við verið óheyri- lega lág. Það er nefnilega þannig.“ SIGURÐUR EINARSSON, FYRRVERANDI STJÓRNAR FORMAÐUR KAUPÞINGS. Úr skýrslu rannsóknarnefndar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.