Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 10
10 13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx ÚTFLUTNINGSVERÐLAUN Ólafur Ragnar Grímsson afhendir Sigurði Einarssyni, stjórn- arformanni Kaupþings, og Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings, útflutnings- verðlaun forseta Íslands árið 2005. Sigurður fékk einnig fálkaorðu.                                 !  " # # #  $% ! "#$%& '()*+,"-.+/# #01""2+3 ! ! ) !/,%" '" ,/4 01+  "-.+ ," #/"# #01"""/"5#(6"* !789&#"+ 4 ,"-.+ '#,& + :   '" /66; &"/'" ,/4 .& -"%# &"' (%!!#/"/' $  *+/ 01+  <                 & '("  !;"  #01""  " " ! &/"=.&#"%&& ,"9+ &#$/&/',0'"$ #"%&& &" 01+  ? !;" 4/" !.+/" 7 @% &',0'", # &" # *,%" 01+   A B C&/"/-"%# &"' (%!!#/ D @.  & #01"" E @.  &4/" !.+4+ 4/" !.+/",F&  G !)C"+/// #01"" = H/" Þáttur Ólafs Ragnars Grímssonar vekur sérstaka athygli í þeirri atburðarás sem leiddi til hrunsins, seg- ir vinnuhópur um siðferði. Forsetinn gekk langt í að nota embættið útrásarvík- ingum til framdráttar, eins og segir í harðorðum kafla um þátt forsetans. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er einn þeirra sem bera siðferðislega ábyrgð á aðdrag- anda og falli íslensku bankanna, með því að taka þátt í „því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra“. Þetta er óháð þeirri staðreynd að hann kom ekki beint að stjórn- valdsákvörðunum. Þetta er niðurstaða vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Þar segir jafnframt: „svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki,“ að ekki varð hjá því komist að skoða þátt forsetans sérstaklega. Vinnuhópurinn fjallar í smáat- riðum um hvernig forsetinn þró- aði „kenningu sína“ um yfirburði íslenskra fyrirtækja og stjórn- enda þeirra. „Forsetinn beitti sér af krafti við að draga upp fegraða, drambsama og þjóðerniskennda mynd af yfirburðum Íslendinga sem byggðust á fornum arfi.“ Þetta gerði forsetinn einnig eftir að gagnrýnar raddir tóku að heyr- ast hér og erlendis og er niðurstaða vinnuhópsins að Ólafur hafi verið í hópi þeirra ráðamanna sem mark- visst nýttu stöðu sína og „héldu í víking útrásinni til varnar“. Vinnuhópurinn fjallar sérstak- lega um ferðalög forsetans í þágu útrásarinnar og segir að upphaf- lega hafi sú vegferð hafist með nánu samstarfi við Sigurð Einars- son, stjórnarformann Kaupþings. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síð- ari árum.“ Vinnuhópurinn segir að fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í mörgum löndum árin 2002 til 2008 endurspeglist vel í ferðum forset- ans og nefnir ferðir til Rússlands, Búlgaríu og víðar sem tengdust umsvifum Björgólfsfeðga. Vinnuhópurinn rifjar upp skrif Guðjóns Friðrikssonar sagnfræð- ings um ferðir forsetans til Kína árið 2005 ásamt hundrað manna föruneyti. Í þeim hópi voru „allir helstu aðalleikararnir í útrásinni, frá fjárfestunum Björgólfi Thor Björgólfssyni, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Hannesi Smára- syni til bankastjóranna Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurjóns Þ. Árnasonar,“ segir í skrifum vinnu- hópsins. Í umfjölluninni er rakið að Ólaf- ur þáði oft að ferðast í einkaþotum þeirra fyrirtækja sem helst hafa verið til umfjöllunar vegna hruns- ins. Má þar nefna leiguvélar eða flugvélar í eigu Kaupþings, Acta- vis, Glitnis, Novators, FL Group og Eimskipafélags Íslands. Eins er fjallað sérstaklega um bréfaskrif forsetans. Fjallað er um átta bréf sem teljast varpa ljósi á hlut forsetans í þjónustu við stóru útrásarfyrirtækin. Fréttablað- ið hefur fjallað ítarlega um þessi skrif forsetans en var neitað um aðgang að fjölda bréfa á þeim tíma. svavar@frettabladid.is Var áberandi sem boðberi útrásarinnar Þrátt fyrir að kenn- ingar forsetans væru harðlega gagnrýndar hélt hann áfram að lofa útrásina. Hann tók þátt í að gera lítið úr þeim röddum sem vöruðu við hættulega miklum um- svifum íslenskra fyrirtækja. NIÐURSTAÐA VINNUHÓPS UM SIÐFERÐI OG STARFSHÆTTI Lærdómar að mati vinnuhópsins ■ Skýra þarf hlutverk forseta Íslands mun betur í stjórnarskránni. ■ Setja þarf reglur um hlutverk og verkefni forseta Íslands og samskipti hans við önnur ríki. ■ Æskilegt væri að forsetaembættið setti sér siðareglur þar sem meðal annars yrðu ákvæði um það með hvaða hætti er eðlilegt að hann veiti viðskiptalífinu stuðning. FR ÉTTA B LA Ð IÐ E.Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.