Fréttablaðið - 13.04.2010, Side 12

Fréttablaðið - 13.04.2010, Side 12
 13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR12 FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Fjölmiðlar brugðust hlut- verki sínu í aðdraganda bankahrunsins, er niður- staða skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Langtum fleiri jákvæðar en neikvæðar fréttir birtust af fjármálafyrirtækjum á tímabilinu 2006 til 2008 og flestar byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum. Ekki fékkst staðfesting á áhrif- um eigenda á umfjöllun fjölmiðla. Fjölmiðlum ber að upplýsa almenn- ing, vera vettvangur þjóðfélagsum- ræðu og veita aðhald öflum sem vinna gegn almannahag, segir í skýrslu vinnuhópsins sem telur fjölmiðla þarna hafa brugðist. Þeir hafi hvorki verið vakandi fyrir hættumerkjum né sýnt nægilegt sjálfstæði. Þó að ekki hafi verið sýnt fram á bein áhrif eigenda á frétta- flutning hafi sjálfsritskoðun fjöl- miðlamanna verið útbreidd, meðal annars vegna fárra atvinnutæki- færa fjölmiðlafólks. Í rannsókn sem hópurinn lét vinna um umfjöllun um íslensk fjármálafyrirtæki í fjölmiðlum á árunum 2006 til 2008 kemur fram að á tímabilinu voru um 18 þús- und fréttir af fjármálafyrirtækj- um sagðar í íslenskum fjölmiðl- um. Þar af töldust um 80 prósent vera hlutlaus. Af þeim fréttum sem eftir sitja eru langtum fleiri frétt- ir jákvæðar en neikvæðar. Hlut- fall á milli jákvæðra og neikvæðra frétta af stærstu fjármálastofnun- um var misjafnt. Flestar jákvæðar fréttir á móti þeim neikvæðu birtust um Landsbankann en fram kemur að tólf til þrettán jákvæðar fréttir birtust á móti hverri neikvæðri um bankann. Hlutfallið var til dæmis ein neikvæð á móti hverjum fimm jákvæðum um Kaupþing. Fjórar af hverjum fimm fréttum úr fjármálaheiminum voru byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálf- um að mati rannsóknarhópsins og greinandi eða sjálfstæð umfjöllun var lítil sem engin. Umfjöllun um fyrirtækin var almennt neikvæð- ari eftir því sem fréttirnar byggðu á fleiri heimildum. Áhrif eigenda ekki staðfest Engin staðfesting fékkst á beinum áhrifum eigenda á umfjöllun fjöl- miðla og ekki þóttu fjölmiðlar hafa fjallað með jákvæðari hætti um fjár- málafyrirtæki í eigu eigenda sinna en annarra. Í skýrslunni segir hins vegar að vinnuhópurinn hafi undir höndum gögn sem sýni ýmiss konar afskipti eigenda fjölmiðla af frétt- um og annarri dagskrá. Rannsókn á þeim sé þörf en hafi ekki fallið innan ramma skýrslunnar. Rætt var við ritstjóra og yfirmenn á fjölmiðlum við gerð skýrslunn- ar. Í þeim samtölum kemur meðal annars fram að fjölmiðlamenn hafi ekki haft sömu kunnáttu til að fást við fjármálamenn og til dæmis stjórnmálamenn. Ein skýring á lin- kind fjölmiðlamanna var „óþarflega mikið vináttusamband við umfjöll- unarefnið“, er haft eftir Jóni Kaldal, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðs- ins. Þegar fjallað var um neikvæð- ar skýrslur erlendra greinenda um íslenskt viðskiptalíf hafi forsvars- menn banka brugðist hart við. Þöggun samfélagsins Einn meginvandi íslenskra fjöl- miðlamanna var lítill aðgangur að upplýsingum um fjármálafyrir- tæki. Gagnrýnt er hlutverk upplýs- ingafulltrúa stóru fyrirtækjanna sem virðist hafa verið að hagræða sannleikanum. Fram kemur að fjöl- miðlamönnum sem vinnuhópur um siðferði tók viðtöl við þótti íslenskt samfélag hafa verið mjög lokað, bæði hafi skort á upplýsingar og menn sammælst um að rugga ekki bátnum. „Ástæðan er sú að það voru svo margir sem áttu hagsmuni af því að þegja,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, núverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Smæð og einsleitni íslensks sam- félags eru skýringar sem fjölmiðla- fólkið nefnir um þöggunina í sam- félaginu. Fólk hafi verið hrætt við að missa vinnuna ef það myndi gagn- rýna valdamikla menn og sömuleið- is hafi menn ekki viljað fá á sig þann kverúlantastimpil sem fylgdi þeim sem gagnrýndu íslenskt samfélag á þessum tíma. sigridur@frettabladid.is Voru ekki vakandi fyrir hættumerkjum Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. Þú getur treyst því að við gerum betur við VolkswagenHöfum þjónað Volkswagen eigendum í 101 ár Þótt Volkswagen bili sjaldan er mikilvægt að eftirlit og þjónusta sé í höndum fagfólks. Birgir og félagar hafa samtals 101 árs reynslu af Volkswagen þjónustu og tryggja að þú þurfir aldrei að bíða lengi eftir bílnum þínum. Láttu okkur gera betur við bílinn þinn. 100% þjónustulán án vaxta Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Sérstök hraðþjónusta í boði Ókeypis forgreining Jákvæðnistuðull frétta um fimm stærstu bankana Lands- Straumur- Meðal- Miðill Glitnir Kaupþing banki Burðarás SPRON tal Morgunblaðið 0,82 0,67 0,86 0,71 0,7 0,78 Fréttablaðið 0,84 0,71 0,79 0,76 0,63 0,77 Viðskiptablaðið 0,88 0,9 0,96 0,87 0,76 0,9 Blaðið/24 stundir 0,67 0,3 0,85 0,76 0,45 0,62 DV1 0,03 0,2 0,7 -0,14 0,26 0,28 Fréttastofa Útvarps 0,59 0,47 0,9 0,29 0 0,55 Fréttastofa Sjónvarps2 0,73 0,54 0,87 0,33 0,2 0,65 Stöð 2 0,61 0,49 0,84 0,46 0,44 0,61 Meðaltal 0,77 0,65 0,85 0,69 0,59 0,74 Búinn var til mælikvarði sem virkar þannig að ef allar fréttirnar hefðu verið jákvæðar hefði niðurstaðan verið 1 en ef allar hefðu verið neikvæðar hefði stuðullinn verið -1. Talan núll hefði sýnt jafnvægi í jákvæðum og neikvæðum fréttum. STAÐAN Í DAG Vandi fjölmiðla í dag að mati vinnuhópsins er að þeir glíma við fjárhagslegar þrengingar auk þess sem sumir „stórleikaranna á sviðinu“ í aðdraganda hrunsins eru þar áhrifamenn. Þá er átt við Jón Ásgeir Jóhannesson, en Ingibjörg Pálmadóttir, kona hans, er aðaleigandi 365 miðla, og Davíð Oddsson, fyrrum forsæt- isráðherra og seðlabankastjóra, sem er ritstjóri Morgunblaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.