Fréttablaðið - 13.04.2010, Side 14

Fréttablaðið - 13.04.2010, Side 14
 13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR14 FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Hafðu samband sími Ert þú í Vildarþjónustu Arion banka? Arion banka arionbanki.is ávinning á Alls 147 manns voru kvaddir til skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis, 121 karl og 26 konur. Rúmlega helmingur þeirra sem kallaðir voru fyrir nefndina starfaði hjá eða tengdist bönk- unum. Um tuttugu stjórnmála- menn og embættismenn í ráðu- neytum og 25 frá Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu voru einn- ig kallaðir fyrir nefndina. Einnig gáfu yfirmenn stærstu fjölmiðla landsins, nokkrir stjórnendur líf- eyrissjóða, háskólakennarar og lögmenn skýrslur. Rannsóknarnefnd Alþingis er skipuð Páli Hreinssyni hæstarétt- ardómara, Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Alþingis, og Sigríði Benediktsdóttur, hagfræðingi við hagfræðideild Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Sérstakur vinnu- hópur sem lagði mat á hvort skýr- ingar á hruninu megi finna að einhverju leyti í starfsháttum og siðferði skipuðu Vilhjálmur Árna- son, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Kristín Ást- geirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisráðs. Þrjátíu manns störfuðu við gerð skýrslunnar og veittu nefnd- inni ráðgjöf og aðstoð. Sex manns veittu siðferðisvinnuhópnum aðstoð og sex erlendir sérfræð- ingar aðstoðuðu einnig við skýrsl- una. Rannsóknarskýrslan er 2.381 blaðsíða í níu bindum. - þeb 147 manns voru kallaðir til skýrslutöku: Flestir frá bönkunum SKÝRSLAN LESIN Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hófst strax handa við lestur skýrslunnar á skrifstofu sinni í stjórnarráðinu í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, seg- ir skýrsluna sýna að vöxtur bankanna hafi valdið hrun- inu. Ekki hafi verið hægt að bjarga þeim árið 2008. „Það blasir við sem við höfum sagt að það er fyrst og fremst framferði bankanna sem verður þess vald- andi að þeir fara á hausinn. Með öðrum orðum er það ekki stjórn- sýslunni að kenna að svo fór. Vafa- laust mátti margt betur fara en það er ekki þannig að ágallar á henni hafi orðið til þess að svo fór sem fór. Eða þá að ég hafi ekki talað nægilega mikið við viðskiptaráð- herrann. Það er ekki ástæðan fyrir hruninu. Það sem við í raun og veru vorum að reyna að gera á árinu 2008 er nú komið í ljós að var ómöguleiki. Það var ekki hægt að bjarga bönkunum þegar þarna var komið sögu. Það vissum við auðvit- að ekki þá en við gerðum það sem við gátum þó auðvitað megi segja: þið hefðuð átt að gera meira og þið áttuð að gera það fyrr.“ Geir gerði grein fyrir sínum sjónarmiðum í löngu bréfi til rann- sóknarnefndarinnar. Hann segir að tekið hafi verið mark á sumu en ekki öllu. „Þetta eru vissulega mikil matsatriði og þegar menn koma núna og segja: þið gerðuð ekki réttu hlutina 2008, geta þeir ekki sagt okkur hvað hefði verið rétt að gera. Og eru nú liðin eitt og hálft til tvö ár. Það voru því miður ekki augljósar ráðstafan- ir sem hægt var að grípa til en nefndin leggur mér til vanrækslu nokkur atriði og ég svaraði þeim öllum í bréfinu. Ég gat ekki tekið undir þau þá og geri ekki núna en með þeim orðum er ég samt ekki að víkja mér undan þeirri ábyrgð sem á mér hvílir.“ En bankarnir fengu að vaxa. Áttuð þið ekki að stöðva þann vöxt? „Þeir fengu að vaxa, það er undirrótin að þessu, en þeir uxu á grundvelli Evrópusambands- reglna. Það er mjög hætt við því ef við hefðum ætlað að grípa inn í og banna þeim að stækka, til dæmis með lögum, að þá hefði verið farið í málaferli við íslenska ríkið. Í skýrslu Seðlabankans frá því í maí 2008 er talað um að hvergi á EES-svæðinu séu hugmyndir um að setja einhver sérstök stærðar- mörk á bankana. Auðvitað voru þeir orðnir alltof stórir en það eru ákveðnar ástæður fyrir því. Það eru þessar Evrópureglur og það er ástandið á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum sem gerði þeim kleift að fá svona mikið að láni á lágum vöxtum. Hiklaust má halda því fram að það hefði verið skynsam- legt að stoppa þetta af, til dæmis á árinu 2006 eða fyrr en það sá þetta enginn fyrir. Og við vitum líka hvernig and- rúmsloftið í þjóðfélaginu gagn- vart bönkunum var á þessum tíma. Það voru allir yfir sig hrifnir og ánægðir með þau háu laun sem bankarnir borguðu, þessa miklu skatta og hvað þeim virtist vegna vel, til dæmis í útlöndum.“ Var ríkisstjórnin undir ægi- valdi Davíðs Oddssonar í Glitnis- málinu? „Þegar þarna var komið var þegar komið í óefni. Glitnir hafði leitað til Seðlabankans og Seðla- bankinn kom með tillögu sem rík- isstjórnin féllst á. Síðan hafa menn deilt um hvort hún hafi verið rétt eða röng en það var að mínum dómi ekki um neitt annað að ræða þá. Og við höfðum ekki forsendur til að vefengja þessa tillögu. Ég tel ennþá að þetta hafi verið það eina sem við gátum gert“ Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir margt í efnahagsstjórninni, til dæmis breytingar á útlánareglum Íbúðalánasjóðs. Þær eru sagðar hafa verið til skaða og þú ert sagð- ur hafa séð þann skaða fyrir en metið hann ásættanlegan svo rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks héldi völdum. „Þetta er ekki rétt útlegging. Það sem ég segi í skýrslunni er að þessi ákvörðun hafi verið mistök í ljósi þess sem síðar gerðist og var ekki partur af þessari ákvörðun, Það er að segja þegar bankarnir ruddust inn á íbúðalánamarkaðinn með miklum hávaða og byrjuðu að keppa og dæla inn erlendu lánsfé á þennan markað. Ég óttaðist, og það er það sem ég segi í þessari skýrslu, að það gæti verið varhugavert að auka útlána- möguleika Íbúðalánasjóðs en það var samt ákveðið að gera það af ýmsum ástæðum. Þetta var mikið áherslumál hjá Framsóknarflokkn- um en auðvitað vissi Framsókn- arflokkurinn ekki frekar en við hvernig bankarnir myndu bregð- ast við og það var auðvitað mjög alvarlegt og hafði mjög óheppileg áhrif. Við þetta vil ég bæta að margt sem snertir þjóðarhag er gagn- rýnivert og hefði betur mátt fara en þau atriði eru ekki ástæða fyrir hruninu. “ Hvernig horfir við þér að þurfa hugsanlega að verja þig fyrir landsdómi? „Komi til þess mun ég bara gera það. Alþingi fer með ákæruvaldið í þessu máli og verður þá að koma sér saman um ákæru með einhverj- um ákæruliðum og ef það verður niðurstaðan þá tek ég því auðvitað. Ég reyni ekki að víkja mér undan því frekar en annarri ábyrgð sem á mér hvílir í þessu en ég legg áherslu á að þessi þingnefnd fái starfsfrið til að meta þetta og svo kemur einhver niðurstaða úr því.“ bjorn@frettabladid.is Inngrip hefðu getað kostað málaferli GEIR H. HAARDE Fyrrverandi forsætis- ráðherra telur að ekki hafi verið hægt að bjarga bönkunum árið 2008. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.