Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 16
 13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR16 FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Forstjóri Fjármálaeftirlits- ins óskaði ekki eftir aukn- um fjárveitingum og nýtti ekki þær valdheimildir sem eftirlitið bjó yfir í aðdrag- anda bankahrunsins, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Hann sýndi af sér vanrækslu að mati nefndar- innar. Eftirlitið treysti of mikið á gölluð álagspróf og lét hjá leggjast að gera lög- reglu viðvart um lögbrot. Stjórnendur Fjármálaeftirlitsins (FME) töldu að engin meiri hátt- ar vandræði steðjuðu að bönkun- um fram eftir ári 2008. Þeir mátu ástandið rangt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þeim kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem fjallar um eftirlitið. Mikið vantaði upp á að FME hafi verið í stakk búið til að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum þar sem eftirlitið skorti fé til rekstrarins. Af því leiddi að eftirlitið stækkaði ekki nægilega hratt samanborið við gríð- arlegan vöxt fjármálakerfisins. „Ábyrgð á því að Fjármálaeftir- litið fékk ekki meiri fjármuni en raun bar vitni liggur að mati rann- sóknarnefndar Alþingis hjá stjórn- endum Fjármálaeftirlitsins þar sem þeir óskuðu sjálfir ekki eftir nægum fjárveitingum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Rannsóknarnefndin telur að Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri FME, hafi sýnt af sér vanrækslu við framkvæmd laga um fjármálastarfsemi. Eins og banka- stjórar Seðlabankans er hann átal- inn fyrir að hafa ekki sinnt hlut- verki sínu nægilega vel, og að hafa ekki haft nægt eftirlit með fjármálakerfinu. Málin ekki í formlegt ferli FME naut þeirrar sérstöðu að fá ekki rekstrarfé af fjárlögum, heldur var starfsemi stofnunar- innar kostuð af eftirlitsskyldum fjármálafyrirtækjum. Í skýrslunni segir að þar sem stjórnendur FME hafi ekki óskað eftir auknum fjár- munum til þess að efla stofnunina hafi ekki reynt á hvort löggjafinn hafi verið reiðubúinn til að hækka eftirlitsgjöldin sem lögð voru á fjármálafyrirtækin. Tekið er fram að með þessu sé ekki verið að halda því fram að ábyrgð viðskiptaráðherra og Alþingis hafi engin verið. Skýrsluhöfundar átelja stjórn- endur FME fyrir að setja mál ekki í formlegt ferli heldur treysta á að hægt væri að leysa úr þeim með óformlegum samskiptum við fjár- málafyrirtæki. Eftirlitið hafi lokið tiltölulega fáum málum með form- legri beitingu valdheimilda, svo sem stjórnvaldssekta, dagsekta eða annarra úrræða. Í ljósi þeirra alvarlegu brota sem FME benti á í skýrslum sínum verður ekki annað séð en tilefni hafi verið til að grípa í mun fleiri tilvikum til slíkra úrræða, að mati rannsóknarnefndarinnar. Ekki verður skorti á heimildum kennt um aðgerðaleysi, enda bjó FME að sömu heimildum og sambærilegar eftirlitsstofnan- ir á nágrannalöndunum, segir í skýrslunni. Dæmi eru um að mál hafi verið lengi í óformlegum farvegi hjá eft- irlitinu lengi, ýmist óhreyfð með öllu eða bréf hafi gengið á milli. Þetta hafði í för með sér að eftirlitsskyldir aðilar komust í sumum tilvikum upp með að færa stórar lánveitingar í bókhald sitt með ólöglegum hætti, í lengri eða skemmri tíma, segir í niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar. Mörg þessara brota hafi ekki verið hægt að líta á sem minni hátt- ar brot. Það er að mati rannsókn- arnefndarinnar „ótækir stjórn- sýsluhættir“, og gengur í bága við lögboðna málsmeðferð. Treystu á gölluð álagspróf Fjármálaeftirlitið beitti álagspróf- um ársfjórðungslega til að kanna hvort fjármálafyrirtæki væru í stakk búin að taka við áföllum án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark. Slík álagspróf voru gerð um mitt ár 2008. Allir bankarnir stóðust prófið. Í tilkynningu frá FME, dag- settri 14. ágúst 2008, segir: „Niður- stöður álagsprófsins sýna að eig- infjárstaða bankanna er sterk og getur þolað töluverð áföll.“ Einum og hálfum mánuði síðar voru við- skiptabankarnir þrír allir fallnir. Álagsprófin voru gagnrýnd fyrir að mæla ekki nægilega nákvæm- lega styrkleika fjármálafyrirtækj- anna. Þannig benti Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn á það bæði árið 2007 og 2008 að bæta þyrfti prófin. Þau gerðu bara ráð fyrir einföldu áfalli, ekki bylgju áfalla sem skollið gætu á bönkunum. Þrátt fyrir þetta höfðu niður- stöður úr prófunum mikil áhrif á starfsemi FME. Í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar segir að Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri eftirlitsins, hafi litið svo á að ekki væri hægt að grípa inn í starfsemi bankanna, eða krefja þá um að draga úr áhættu, þegar hlutlægir mælikvarðar í prófunum hafi verið í lagi. Rannsóknarnefndin tekur undir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Nefndin gagnrýnir að í álags- prófunum hafi eingöngu verið horft til áhrifa á eigin bréfa fjármála- fyrirtækjanna af lækkun hluta- bréfaverðs. Ekki hafi verið tekið tillit til þess hversu viðkvæm fyrir- tækin hafi verið fyrir gengi hluta- bréfa vegna lána sem þau veittu með veði í hlutabréfum, auk fram- virkra samninga um hlutabréf. „Áherslan á eiginfjárhlutfall bankanna við framkvæmd álags- prófa leiddi til þess að niðurstöð- ur prófa Fjármálaeftirlitsins urðu verulega villandi síðustu tólf mán- uðina fyrir fall bankanna,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Öll opinber upplýsingagjöf lit- aðist af niðurstöðum álagspróf- ana, sem gáfu til kynna að bank- arnir stæðu traustum fótum stuttu fyrir hrun. Það veitti að mati rannsóknarnefndarinnar falskt öryggi. brjann@frettabladid.is FME í fjársvelti og óx allt of hægt Fjármálaeftirlitið er átalið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fyrir að grípa ekki til aðgerða vegna lánveitinga Landsbankans til Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, annars aðaleigenda bankans. Vitnað er til tilviks sem upp kom árið 2005, þegar áhættufjárfesting Landsbankans til Björgólfs Thors Björgólfssonar var komin í um 50 prósent af eiginfé bankans. Það var um tvöfalt meira en lögbundið hámark, sem er 25 prósent. Brot bankans var að mati rannsóknarnefndarinnar sérlega ámælisvert þar sem Björgólfur var annar af aðaleigendum bankans. Fjármálaeftirlitið hefði geta veitt Landsbankanum frest til úrbóta og beitt dagsektum að þeim fresti loknum. Það var ekki gert. Þá hefði FME átt að kæra bankann til lögreglu. Viðurlög við þeim brotum sem þar virðast hafa verið framin geta verið sektir eða allt að tveggja ára fangelsi. Vakin er á því athygli í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að þó málið hafi verið rætt í stjórn FME hafi það einungis verið gert með almennum hætti, ekki hafi verið rætt um hvort tilkynna ætti um málið til lögreglu. FME kannaði ekki heldur hvort sú staðreynd að Björgólfur Thor átti virkan eignarhlut í bankanum hafi spilað inn í þá ákvörðun bankans að lána honum svo háar fjárhæðir. Hefði það reynst raunin hefði það gefið tilefni til að kanna hvort skilyrði væru til að taka til endurmats hæfi Björgólfs til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Vísa hefði átt lánveitingum til lögreglu BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Íslenska Fjármálaeftirlitið nýtti tíma starfsmanna sinna að mörgu leyti með svipuðum hætti og systur- stofnun FME í Danmörku. Íslenska Fjármálaeftirlitið varði þó tímanum í áberandi minna mæli í vettvangs- athuganir og reglusetningu, sam- kvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þá er bent á að FME hafi aldrei farið í eftirfylgniheimsóknir í kjölfar vettvangsrannsókna. Vitnað er í skýrslutöku af Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrverandi forstjóra FME, sem sagði stofnunina hafa venjulega tekið trúanlegar upplýsingar um úrbætur. Forsvarsmenn FME báru því við í skýrslutöku hjá nefndinni að fjárskortur og mannfæð hafi valdið því að vettvangsrannsóknir hafi ekki verið jafn algengar og æskilegt hefði verið. Í niðurstöðum nefndarinnar segir að draga megi í efa að stofnun, sem ekki geti sinnt frumkvæðisvinnu á borð við vettvangsathuganir nema að takmörkuðu leyti, geti sinnt hlut- verki sínu með fullnægjandi hætti, þegar til lengri tíma sé litið. Skýrsluhöfundar segja að ætla megi að minni áhersla FME á að vinna að reglusetningu hafi haft skaðleg áhrif, ekki síst þar sem þeirri stefnu hafi verið fylgt hér á landi að innleiða aðeins nauðsyn- legar reglur frá Evrópska efnahags- svæðinu. Frumkvæðisvinnu skorti hjá FME EFTIRLITSVERKEFNI 55% Fjárhagslegt eftirlit 22,1% Almenn rekstrarmál 29,5% Reglusetning- arvinna 5,8% Erlent samstarf 9,7% Önnur eftirlitsmál 24,4% Vettvangsat- huganir 8,5% Heimild: Rannsóknarskýrsla Alþingis Skipting vinnustunda Fjármálaeftirlitsins VANRÆKSLA Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, er einn þeirra sem sakaðir eru um vanrækslu í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Hér er Jónas á ársfundi FME árið 2005 þar sem umræðuefnið var FME og útrásin eins og sjá má. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.