Fréttablaðið - 13.04.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 13.04.2010, Síða 18
 13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR18 FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA / WWW.N1.IS SUMARDEKKIN ERU SKEMMTILEGRI LÁTTU OKKUR SKIPTA UM FYRIR ÞIG Meira í leiðinni 15. APRÍLNAGLANA AF! Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét hjá líða að svara boði seðlabankastjóra Bretlands um aðstoð við að minnka íslenska bankakerfið hálfu ári fyrir fall þess. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að 15. apríl hafi Davíð Oddsson sent formlega beiðni um gjaldeyrisskiptasamninga til Seðlabanka Bretlands. Seðlabankinn hafði tæpum mánuði fyrr, 17. mars, sent Seðlabanka Bretlands tölvupóst og óskað form- lega eftir skiptasamningi til að styrkja gjaldeyris- varaforðann hér heima. Þann dag féll krónan um 6 prósent sem var mesta gengisfall krónunnar frá því í „míní-krísunni“ 2006. Viðbrögð Breta voru önnur en vonast var eftir. „Hinn 23. apríl 2008 svaraði Mervyn King seðla- bankastjóri bréfi Davíðs og hafnaði beiðninni. Lýsti hann því hins vegar að erlendir seðlabankar gætu fundið leið til að hjálpa Íslendingum við að minnka bankakerfi sitt. Að hans mati væri það eina raun- hæfa leiðin til að takast á við vandann. King sagði loks að hann byði fram alla aðstoð sem hann gæti veitt við að takast á við þetta verkefni. Seðlabanki Íslands þekktist ekki þetta boð. Í staðinn var þess óskað í svarbréfi Seðlabankans að breski seðlabankinn endurskoðaði vinsam- legast afstöðu sína til umbeðins skiptasamn- ings. Því bréfi var ekki svarað,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. - gar Seðlabankinn svaraði ekki boði Breta um aðstoð við að leysa vanda bankanna: Hunsaði boð breska Seðlabankans MERVYN KING Hálfu ári fyrir hrunið bauð seðlabankastjóri Bretlands fram aðstoð erlendra seðlabanka til að minnka íslenska bankakerfið og leysa þannig vandann sem við blasti. Þessu boði var ekki svarað. NORDICPHOTOS/AFP Þrír seðlabankastjórar sýndu af sér vanrækslu í starfi varðandi Icesave- vandann og með vinnu- brögðum sínum við fall Glitnis. Rannsóknarnefnd Alþingis segir Seðla- bankann ekki hafa veitt nægilegt aðhald. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að þrír fyrrverandi seðlabankastjór- ar, sem saman mynduðu banka- stjórn Seðlabankans þegar íslenska bankakerfið hrundi, hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi. Davíð Oddsson, Eiríkur Guðna- son og Ingimundur Friðriksson eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu með því að kanna ekki stöðu Icesave-reikninganna þegar Lands- bankinn óskaði eftir 390 milljarða króna fyrirgreiðslu Seðlabankans í ágúst 2008. Féð átti að nota til að tryggja yfirfærslu Icesave-reikn- inganna úr útibúi Landsbankans ytra í erlent dótturfélag. Þá eru seðlabankastjórarnir þrír sagðir hafa sýnt vanrækslu í starfi í aðdragandanum að falli Glitnis. Annars vegar með því að kynna stjórnendum Glitnis ekki á réttan hátt frá þeirri ákvörðun Seðlabankans að verða ekki við ósk Glitnis um 500 til 600 milljóna evra lánafyrirgreiðslu í september 2008. Hins vegar með því að ætla á þessum tíma að yfirtaka 75 pró- sent hlutabréfa í Glitni án þess að kynna sér fjárhagsstöðu bankans á sjálfstæðan hátt. Fyrir utan vanrækslu banka- stjóranna telur rannsóknarnefndin ýmsa annmarka hafa verið á starf- semi bankans sem iðulega hafi verið skrefi á eftir markaðnum og of seinn að hækka vexti sína. Þeir hafi lýst alvarlegri stöðu fyrir ráðherrum á árinu 2008 án þess að með fylgdu greinargerðir eða tillögur um aðgerðir. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort eða hvernig ég tjái mig um skýrsluna,“ segir Eiríkur Guðna- son. Davíð Oddsson og Ingimund- ur Friðriksson segja sömuleiðis báðir að þeir ætli ekki að tjá sig um niðurstöður rannsóknarnefnd- arinnar að svo stöddu. Klúður í Glitnismáli Að áliti rannsóknarnefndarinn- ar sýndi bankastjórn Seðlabank- ans af sér vanrækslu með því að hafa ekki farið að reglum stjórn- sýslulaga varðandi tilkynningu á þeirri niðurstöðu að verða að neita ósk Glitnis um 500- 600 milljóna evra lán í september 2008. Bankastjórnin taldi lánið ekki mundu bjarga Glitni og að veðin sem boðin voru hafi ekki verið nógu trygg. „Að fenginni þeirri niðurstöðu bar bankastjórn Seðlabankans að afgreiða erindi Glitnis með skriflegri ákvörðun, áritaðri af bankastjórninni,“ segir rannsóknarnefndin. Seðlabankinn hugðist yfirtaka 75 prósent hlutafjár Glitnis og leggja bankanum til jafnvirði 85 milljarða króna. Daginn eftir kom í ljós að skuldir fyrirtækja Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eins eigenda Glitn- is, við bankann voru ekki 170 millj- arðar króna eins og Seðlabankinn taldi heldur yfir 300 milljarðar. „Ég varð nú eiginlega fyrir sjokki,“ sagði Davíð Oddsson um þetta atriði í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni sem hafnaði þeirri skýringu Davíðs að Seðla- bankanum hafi ekki verið heimilt að gera kröfu um aðgang að upp- lýsingum og gögnum hjá Glitni. „Að mati rannsóknarnefndar Alþingis verður því að álykta svo að það geti ekki talist annað en veruleg vanræksla af hálfu banka- stjórnar Seðlabankans að stofnun- in hafi ekki aflað sjálf milliliða- laust nánari upplýsinga um stöðu bankans og lánabók hans svo og upplýsinga um önnur þau atriði sem haft gátu þýðingu fyrir mat á því hvort forsvaranlegt væri að veita bankanum þrautavaralán,“ segir rannsóknarnefndin. Skorti viðbrögð við Icesave Í ágúst 2008 óskaði Landsbankinn eftir 390 milljarða króna trygg- ingu frá Seðlabankanum til að hægt væri að flytja innistæður á Icesave-reikningum í Bretlandi yfir í dótturfélag Landsbankans þar í landi. Þannig átti að tryggja að ábyrgðin á þessum innistæð- um heyrði undir Bretland en ekki Ísland. Áætlunin þótti algerlega óraunhæf. Rannsóknarnefnd Alþingis segir ekki ástæðu til athugasemda við þá afstöðu Seðlabankans að verða ekki við ósk Landsbankans enda hefði hún verið mjög áhættu- söm. Hins vegar hafi, í ljósi upp- lýsinga um alvarlega stöðu Lands- bankans og með tilliti til afstöðu breska fjármálaeftirlitsins í mál- efnum bankans, verið nauðsynlegt af hálfu Seðlabankans að gera við- hlítandi ráðstafanir til að ganga úr skugga um hver væri í reynd staða Landsbankans með tilliti til áhrifa hennar á fjármálastöðug- leika í landinu. „Það er niðurstaða rannsókn- arnefndar Alþingis að meta verði framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnason- ar og Ingimundar Friðriksson- ar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu,“ segir rannsóknarnefndin um þetta. Seðlabankinn skrefi á eftir „Frá hausti 2005 þar til í byrjun október 2008 hækkaði staða lána gegn veði hjá Seðlabankanum úr um 30 milljörðum króna í rúm- lega 500 milljarða króna. Ann- aðhvort mátti því vera ljóst að vextir voru allt of lágir eða að einhverjir bankar voru í reynd að sækja sér neyðarlán í Seðla- bankann í sívaxandi mæli um ára- bil. Ef Seðlabankinn hefði viljað draga úr þenslu hefði mátt ætla að hann hefði haft áhuga á að draga úr lausafé í kerfinu,“ segir meðal annars um peningamálastefnu bankans í rannsóknarskýrslunni. „Bankastjórn Seðlabankans kaus oft minna aðhald en aðal- hagfræðingur bankans lagði til. Tekið er fram að fundargerðir bankastjórnarinnar varpa ekki ljósi á það hvort og þá á hvaða gögnum eða upplýsingum banka- stjórnin byggði ákvarðanir sínar um aðra stefnumörkun en þá sem aðalhagfræðingurinn lagði til. Rannsóknarnefndin telur að stýrivextir hafi verið of lágir í uppsveiflunni,“ segir rannsóknar- nefndin, sem kveður bankastjórn- ina hafa grafið undan eigin trú- verðugleika. „Seðlabanka Íslands gekk því illa að skapa traust á peningastefnunni.“ Of lítið aðhald Að sögn rannsóknarnefndar- innar var stefna Seðlabankans ekki nægjanlega aðhaldssöm og aðgerðir of takmarkaðar til þess að skila árangri í baráttunni við vaxandi skuldsetningu og undir- liggjandi verðbólgu. „Vaxtahækkanir komu jafnan of seint og voru of litlar og fram- an af virðist það meðal annars hafa stafað af óskhyggju bank- ans um að ríkisvaldið myndi taka þátt í því að draga úr þenslunni. Það gerðist ekki. Á sama tíma var nánast óheft aðgengi að lausafé í Seðlabankanum og virtist pen- ingamagn afgreitt án takmörkun- ar og í reynd var bönkunum lánað lausafé út á skuldaviðurkenningar seinustu árin,“ segir í skýrslunni þar sem Seðlabankinn er einnig gagnrýndur fyrir að veita bönk- unum lán gegn veðum þótt hann teldi sjálfur að þeir væru veikir. Stjórnmálamenn rýra tiltrú Nokkuð er vikið í skýrslunni að afar stirðum samskiptum milli Davíðs Oddssonar og sumra ráð- herra Samfylkingarinnar og tor- tryggni þeirra í garð Davíðs. Áhersla er lögð á sjálfstæði Seðlabankans. „Verður það ekki talin æski- leg skipan mála að í starf seðla- bankastjóra veljist fyrrverandi stjórnmálamenn líkt og tíðkast hefur um árabil í Seðlabanka Íslands. Það er til þess fallið að vekja upp efasemdir um einurð þeirra við að vinna að lögbundnu markmiði bankans, einkum ef slíkt er í andstöðu við efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar eða framkvæmd tiltekinna kosninga- loforða. Þá er hætt við að tillögur slíks seðlabankastjóra verði, með réttu eða röngu, settar í ákveðið pólitískt samhengi sem þarf ekki á neinn hátt að endurspegla for- sendur slíkra tillagna sem settar eru fram á grundvelli lögbundins hlutverks Seðlabanka Íslands. Síð- ast en ekki síst er slík aðstaða til þess fallin að rýra trúverðugleika Seðlabankans,“ segir rannsóknar- nefnd Alþingis. gar@frettabladid.is Vanræksla hjá seðlabankastjórum BANKASTJÓRAR SEÐLABANKANS Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddson kynna ákvarðanir Seðlabankans í vaxtamálum í apríl 2008. Þá þegar var vandi íslenska bankakerfisins orðinn risavaxinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.