Fréttablaðið - 13.04.2010, Page 22

Fréttablaðið - 13.04.2010, Page 22
 2 DÝR Sómalí og abyssiníu Abyssiníu- og sómalíkettir eru í grunninn af sömu tegund, nema sómalíkettir eru síðhærð- ir. Hár þeirra eru röndótt, með tvær til þrjár litarendur í hverju hári abyssiníukatta en tíu til ell- efu í feldi sómalíkatta. Skapgerð þeirra þykir einstök í kattaheimin- um, þar sem kettirnir sjálfir virð- ast oft sjálfir telja sig til mann- kyns. Þannig eru þeir með nefið ofan í öllu sem gerist á heimilinu og fylgja eigendum hvert sem er eins og skugginn, enda einstak- lega forvitnir. Ekki er mælt með því að fólk sem er mikið að heim- an fái sér sómalíketti þar sem þeir þurfa mikla athygli og vilja láta leika við sig. Þannig henta þeir barnafjöl- skyldum afar vel. Kynið þykir einnig bera af hvað gáfna- far snertir. Kyn norskra skógarkatta er stórt og sterklegt þótt það sé fremur seinþroska. Fressin verða full- vaxin um fjögurra ára og læðurn- ar þriggja ára. Feldur þeirra er mikill og þykkur en þynnist allur þegar hlýna fer. Kynið var upp- haflega villt en kettirnir er samt ákaflega góðir innikettir og hafa fjöruga en þó blíða skapgerð og lyndir vel við börn og önnur dýr. Leiti fólk að einkavini er þekkt að norskir skógarkettir bindast jafn- an einhverri einni manneskju í fjöl- skyldunni sérstökum böndum sem kötturinn velur sjálfur. Bengalkettir Þrátt fyrir að bengalkettir geti litið vígalega út, með sína bletti á feldinum, eru þeir einstaklega ást- ríkir og blíðlyndir. Ólíkt því sem oftar á við um ketti, eru þeir síður vatnshræddir en önnur kattakyn. Margir njóta þess að sulla með vatn og sumir vilja jafnvel fara ofan í baðið með eigendum sínum. Auðvelt er að venja bengalkött á ól og kenna þeim ýmis brögð. Eitt er þó einkennandi fyrir ketti af bengalkyni, að engir tveir þeirra eru eins og þannig geta þeir ýmist verið gefnir fyrir rólegheit og næði eða viljað mikið fjör. Alls kyns persónuleikar Þekkt kattakyn og viðurkennd teljast vera milli 30 og 40 í dag. Persónuleikar og líkamlegt atgervi hverrar tegundar er mismunandi. Fréttablaðið valdi af handahófi þrjú kattakyn og skoðaði hvað einkennir þau. Bengalkettir líta vígalega út en eru í reynd algerir bangsar í viðmóti. Sómalíkettir hafa notið mikilla vinsælda hér- lendis. Þeir eru bráðgáf- aðir og vilja ekki missa af neinu sem gerist í kringum þá. Norski skógarkötturinn er upprunalega villtur en er mjög heimaelskur ef hann kynnist aldrei öðru. NORDICPHOTOS/GETTY SJÚKRASJÓÐURINN NÓTT var stofnaður árið 2006. Honum er ætlað að standa straum af kostnaði við læknisaðgerðir á slösuðum kisum sem finnast á götum borgarinnar. www.kattholt.is „Stærsta minnsta búð landsins!“ Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Norskir skógarkettir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.