Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 6
6 18. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Ertu ánægð(ur) með störf sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins? JÁ 94,7% NEI 5,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur eldgosið í Eyjafjallajökli haft einhver bein áhrif á þig? Segðu þína skoðun á visir.is LÖGGÆSLA Lögregluskólinn er með sérstakt námskeið þar sem verið er að þjálfa forgangsakst- ur lögreglu á höfuðborgarsvæð- inu um þessar mundir. Næstu daga geta ökumenn átt von á aukinni umferð lögreglubíla í forgangsakstri á höfuðborgar- svæðinu. Því telur Umferðar- stofa rétt að nota tækifærið og hvetja ökumenn til að aka ekki á vinstri akrein að óþörfu þar sem fleiri en ein akrein er í sömu átt. - jss Námskeið í Lögregluskóla: Lögregla æfir forgangsakstur Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is @ VIÐSKIPTI Slitastjórn Kaupþings hefur krafið um 80 fyrrverandi starfsmenn bankans um endur- greiðslu á samtals fimmtán millj- örðum sem þeir fengu að láni til að kaupa bréf í bankanum. Persónu- legar ábyrgðir starfsmanna vegna lánanna höfðu verið felldar niður en slitastjórnin hefur nú ákveðið að rifta þeirri ákvörðun. Starfsmenn- irnir fengu bréf um þetta í gær. Þeir hafa nú níu daga til að greiða skuldir sínar, annars verður þeim stefnt fyrir dómstóla. Heildarfjárhæð lánanna er 32 milljarðar. Þar af voru 15 milljarð- ar með persónulegum ábyrgðum, sem voru felldar niður á stjórnar- fundi bankans nokkrum dögum fyrir bankahrun, þegar ljóst þótti að fallandi gengi á bréfum bank- ans setti marga starfsmenn í veru- leg fjárhagsvandræði. Af þessum 80 starfsmönnum hlutu um 20 lykil- starfsmenn 90 prósent heildarupp- hæðarinnar að láni. Þeir hafa allir látið af störfum en hjá Arion banka starfar enn á fjórða tug manna sem fengu lægri upphæðir að láni. Bankinn fékk síðan lögfræði- álit þess efnis að niðurfellingin væri óriftanleg. „Við fengum álit frá tveimur hæstaréttarlögmönn- um sem voru á hinn veginn,“ segir Ólafur Garðarsson, formaður slita- stjórnarinnar. „Þegar það er svona vafi þá er ekki annað stætt en að krefjast riftunar og það er síðan dómstóla að ákveða hvort hún geng- ur í gegn eða ekki.“ Nokkrir starfsmenn fluttu skuld- ir sínar yfir í einkahlutafélög til að koma sér í var og stendur einnig til að reyna að rifta þeim flutningum. Ólafur segir þó að það verði erfitt hafi færslan átt sér stað meira en hálfu ári fyrir frestdag, sem var 15. nóvember 2008. Þannig kann Kristján Arason að vera laus allra mála, enda flutti hann skuld sína í félagið 7 hægri í febrúar það ár. Ólafur segir að slitastjórnin muni leita allra leiða til að endur- heimta sem mest fé, en erfitt sé að áætla hversu mikið kunni að fást upp í kröfurnar. Ef starfsfólkið er ekki borgunarmenn fyrir kröfun- um er hugsanlegt að gert verði hjá því árangurslaust fjárnám og síðan krafist gjaldþrots yfir starfsmönn- unum. „En það er langur vegur þar til taka þarf slíkar ákvarðan- ir,“ segir Ólafur. stigur@frettabladid.is Krefst 15 milljarða frá fyrrverandi starfsfólki Slitastjórn Kaupþings hefur ákveðið að rifta niðurfellingu persónulegra ábyrgða á lánum til 80 fyrrverandi starfsmanna. Á fjórða tug þeirra starfar enn hjá Arion banka. Einnig verður reynt að rifta flutningi skulda yfir í eignarhaldsfélög. Lán Kaupþings til starfsmanna sinna Lán tekin í eigin nafni: Sigurður Einarsson, stjórnarformaður 7,8 miljarðar Ingólfur Helgason, forstjóri á Íslandi 3,5 millarðar Steingrímur P. Kárason, yfirmaður áhættustýringar 2,3 milljarðar Guðný Arna Sveinsdóttir, yfirmaður fjármála- og rekstrarsviðs 1,5 milljarðar Þorlákur Runólfsson, yfirmaður einkabankaþjónustu 1,5 milljarðar Frosti Reyr Rúnarsson, yfirmaður verðbréfamiðlunar 1,4 milljarðar Bjarki H. Diego, yfirmaður fyrirtækjasviðs 1,1 milljarður Svali Björgvinsson starfsmannastjóri 772 milljónir Stefán Ákason, yfirmaður skuldabréfamiðlunar 707 milljónir Vilhjálmur Vilhjálmsson, yfirmaður eignastýringarsviðs 558 milljónir Helgi Sigurðsson yfirlögfræðingur 549 milljónir Lán flutt í einkahlutafélög eða tekin í nafni félaganna: Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri 5,9 milljarðar Ingvar Vilhjálmsson, yfirmaður markaðsviðskipta 5,7 milljarðar Hannes Frímann Hrólfsson aðstoðarframkvæmdastjóri 2,4 milljarðar Kristján Arason, yfirmaður einkabankaþjónustu 1,8 milljarðar Guðni Níels Aðalsteinsson, yfirmaður fjárstýringar 1,3 milljarðar Þórarinn Sveinsson, yfirmaður eignastýringar 907 milljónir STARFSMENN FUNDA Fyrrverandi lykilstarfsmenn fá flestir reikning. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR STYRKIRNIR AFHENTIR Vigdís Finnboga- dóttir afhenti fulltrúum þriggja verkefna á sviði votlendisverndunar styrki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UMHVERFISMÁL Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands, afhenti Fuglavernd, Sigurkarli Stefánssyni og Nor- ræna húsinu fyrstu styrkina úr Auðlind-Náttúrusjóði við athöfn í Þjóðminjasafni Íslands í gær. Styrkirnir runnu allir til verk- efna á sviði verndunar og endur- heimtar votlendis. Fuglavernd hlaut styrk fyrir verkefnið Votlendisendurheimt – Friðlandið í Flóa, Sigurkarl fyrir endurheimt votlendis í landi Setbergs í Litla-Langadal á Skógar-strönd og Norræna húsið fyrir Friðlandið í Vatnsmýri. Vigdís Finnbogadóttir er verndari Auðlindar. Þröstur Ólafsson er stjórnarformaður sjóðsins og fjallaði um starf- semi hans og stefnumörkun við athöfnina í gær. - bs Fyrstu styrkir Auðlindar veittir: Þrjú verkefni hlutu styrki TÆKNI Microsoft hefur gefið fyrirtækjum aðgang að nýjustu útgáfu Office-skrifstofuhugbún- aðarins, Microsoft Office 2010. Office-pakkinn kemur í versl- anir í næsta mánuði. Á sama tíma er gert ráð fyrir að Office Web Apps, sem er vefútgáfa af öllum helstu Office-forritun- um sem nota má án endurgjalds, verði í boði fyrir almenning. Á meðal þekktustu forrita í Office-pakkanum eru ritvinnslu- forritið Word og töflureiknirinn Excel. Umfangsmiklar breyting- ar hafa verið gerðar á Office- pakkanum frá þeim sem kom út árið 2007. - jab Office 2010 kemur á markað: Kerfið verður án endurgjalds OFFICE Á LEIÐINNI Indverjar kynntu nýjustu afurðir Microsoft í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP BÚFJÁRHALD Fyrstu kindurnar verða fluttar af öskufallssvæðunum undir Austur-Eyjafjöll- um á beitarsvæði innan varnarlínu í dag. Að sögn Hermanns Árnasonar, starfsmanns hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, verða á annað hundrað lambær fluttar á jörðina Þverá í Skaftárhreppi. „Sauðfjárbændur ætla að reyna að þrauka eins lengi og þeir geta,“ segir Hermann. „Óvissan er hins vegar mjög mikil. Þó er ljóst að á svæðunum undir Eyjafjöllum sem verst hafa orðið úti af völdum öskufallsins er fátt annað í stöðunni en að flytja féð. Það er búið með haglendið þar í sumar. Það er því alveg ljóst að það mun koma til frek- ari fjárflutninga, þótt einhverjir treysti sér til að hafa féð í heimahögum. Spurningin er bara hversu mörg þúsund þarf að flytja. Hins vegar fjara möguleikar manna til að hafa féð heima við út með hverri öskugus- unni sem ríður yfir svæðið, þannig að það er nær útilokað að spá um framhaldið. Þetta er svo fljótt að gerast. Fljótt á litið tel ég að fjöldi fullorðins fjár á öskfallssvæðunum sé 6 - 7000.“ Hermann segir æ fleiri bjóða fram land til beitar innan varnarlínu. Framboðið sé orðið meira en hann hafi átt von á. Hjálpsemi fólks sé alveg ótrúleg þegar á reyni. - jss Sauðfjárflutningar af öskusvæðunum undir Austur-Eyjafjöllum hefjast í dag: Flytja þarf mörg þúsund fjár af öskusvæðum ÖSKUFALL Öskufallið hefur valdið bændum undir Austur- Eyjafjöllum ómældum skaða. 1000 flug féllu niður Eitt þúsund flug í Evrópu féllu niður í gær vegna eldgossins í Eyjafjallajökli samkvæmt evrópsku flugmálastofn- uninni, EUROCONTROL. Töluverð röskun varð á flugi til og frá Íslandi en Icelandair felldi öll síðdegisflug niður. 450 flug féllu niður í fyrradag í Evrópu. SAMGÖNGUR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.