Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2010 3 Ígló-fötin eru ein- föld og sniðin eftir þörfum barna fyrir hreyfingu. Stelpuflík- urnar eru skreytt- ar pífum og slaufum og strákafötin eru skreytt með ásaum- uðum fígúrum. „Þetta er önnur lína frá Ígló en þá fyrri sýndum við síðastliðið sumar. Línan er hugsuð sem sumarlína og samanstendur meðal ann- ars af bolum, kjólum, hettupeysum, buxum, blússum og leggings. Við höfum aukið vöruúrvalið og bætt til dæmis inn krúttlegum barnafötum,“ segir Helga. Litapalettan er sótt til exótískra eyja þar sem húsin eru máluð í sterkum litum og flamingóar labba um á ströndinni. Þessum sterku litum er svo blandað saman við gráa og dempaðri tóna. Sumarlínan inniheldur einnig flísfatalínu þar sem flísið er þunnt og mjúkt og hentar því vel í íslensku sumarveðri. Má þar til að mynda nefna ungbarna- galla, húfu og vettlinga. „Við notum annars jer- sey-efni í flest fötin, hvort sem það er klass- ísk jakkapeysa með gam- aldags olnbogabótum, fín blússa eða slaufu- kjóll.“ Ungbarnaföt og flís Íslenska barnafatalínan Ígló, sem Helga Ólafsdóttir hannar og á ásamt Lovísu Ólafsdóttur, hefur slegið í gegn síðustu mánuði. Ný sumarlína er væntanleg og bætast föt inn í línuna á þau allra minnstu. Helga Ólafsdóttir fatahönnuður. Jersey-efni eru í flestum fötum frá Ígló, eins og þessari skærbláu jakkapeysu. Barnafötin frá Ígló komu fyrst á markað síðasta sumar. Pífur eru saumaðar á þunna flíspeysuna. Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga hefjast 7. júní hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Skipt er í hópa eftir aldri, 6-9 ára, 10-12 ára og svo eru námskeið fyrir unglinga, 13-16 ára. „Námskeiðin eru ýmist í viku eða tvær og standa í júní og svo eina viku í ágúst. Unnið er út frá ákveðnu þema á hverju námskeiði og á öllum námskeið- unum er bæði unnið úti og inni,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, deildarstjóri barna- og unglingadeildar Myndlista- skólans í Reykjavík. Af námskeiðunum má til dæmis nefna eitt sem kallast plánetur, eldfjöll og ormagöng. Þar fá krakkarnir að skapa sinn eigin heim þar sem þau byggja eldfjöll og heilu sólkerfin úr minnstu einingum umhverfisins. Annað nám- skeiðið ber yfirskriftina kofar, skýli, býli og skjól þar sem byggingar og arki- tektúr mismunandi menningarheima eru til skoðunar og á námskeiðinu verð- ur byggður kofi. „Sumarnámskeiðin hafa notið mikilla vinsælda um árin og við fáum oft sömu krakkana til okkar sumar eftir sumar,“ segir Þorbjörg.“ - jma Eldfjöll og kofar MYNDLISTASKÓLINN Í REYKJAVÍK STENDUR FYRIR SKEMMTILEGUM NÁMSKEIÐUM Í SUMAR. VIÐFANGSEFNIN ERU MARGVÍSLEG, FRÁ ELDFJÖLLUM TIL SÓLKERFA. Krakkarnir vinna bæði úti og inni á námskeiðunum sem standa annað hvort í viku eða tvær vikur í senn. MYND/ÚR EINKASAFNI Spennandi þemu eru á sumarnám- skeiðum fyrir börn og unglinga sem hefjast 7. júní. Þorbjörg Þorvaldsdóttir er deildarstjóri barna- og unglingadeildar Myndlistaskóla Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN Aðeins það besta fyrir börnin! Því lengi býr að fyrstu gerð Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið www.barnamatur.is LEITAR AÐ KRAFTMIKLUM 4-7 ÁRA KRÖKKUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.