Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2010 23 Fjölskyldusöngleikurinn Sarínó-sirkusinn verður frumsýndur á litla sviði Borgarleikhússins í kvöld klukkan 19. Önnur sýning verður á morgun og er upp- selt á þær báðar. Söngleikurinn er hluti af listahátíð- inni List án landamæra sem hefur verið í fullum gangi frá mánaðamótum víða um land. Uppsetning Sarínó-sirkussins kemur til af sam- starfi Listar án landamæra, Hins hússins, Leynileik- hússins og Borgarleikhússins. Leikritið er eftir þá Agnar Jón Egilsson og Hall Ingólfsson en fjölmargir listamenn, leikir og lærðir, koma að verkinu. Þátttakendur í listahátíðinni List án landamæra gefa góða mynd af því fjölbreytta listalífi sem hér þrífst. Hæfileikafólk er á hverju strái en stundum skortir það tækifæri til að koma sér á framfæri. List án landamæra stuðlar að því að breyta því og sam- starf og opnun á milli hópa og ólíkra einstaklinga leikur þar stórt hlutverk. Sarínó-sirkusinn er frábært dæmi um slíkt samstarf. Dr. Annette Kreutziger-Herr, prófessor í tónlistarfræði við tónlistarháskólann í Köln, flyt- ur erindið „Af hverju konur í (tónlistar-) sögunni skipta máli“. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 17.00 í dag í Sölvhóli, sal Listahá- skóla Íslands við Sölvhólsgötu. Í fyrirlestri sínum fjallar Kreutz- iger-Herr um mikilvægi kvenna í vestrænni tónlistarsögu og skoðar dæmi um áhrif þeirra á strauma og stefnur í tónlistar- menningu allt frá tímum Hilde- gard von Bingen og fram á okkar daga. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og að honum loknum verð- ur boðið upp á veitingar. Kvenfólk í tónlistarsögu SARÍNÓ-SIRKUSINN Söngleikurinn Sarínó-sirkusinn verður frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld. Sarínó-sirkusinn frumsýndur Leikkonan Naomi Watts ætlar að leika þokkagyðjuna Marilyn Monroe í nýrri kvikmynd um leikkonuna. Myndin nefnist Blonde, eða Ljóska, og hefjast tökur í janúar. Þetta var tilkynnt á Cannes-kvikmyndahátíðinni sem er haldin þessa dagana í Frakklandi. Myndin verður byggð á samnefndri bók eftir bandaríska rithöfundinn Joyce Carol Oates. Hin 41 árs Watts þykir hafa rétta útlitið til að leika goðsögnina Marilyn enda báðar ljóshærðar og snoppufríðar. Watts leikur Marilyn NAOMI WATTS Watts leikur þokkagyðj- una Marilyn Monroe í nýrri kvikmynd sem nefnist Blonde. Píanóleikarinn Tinna Þorsteins- dóttir frumflytur verkið Sonorities II á raflistahátíðinni Raflost á mið- vikudagskvöld. Verkið, sem er eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, er frá árinu 1968 og er því um merkisflutn- ing að ræða. Tinna leikur píanóverk Magnúsar, Sonorities I, II og III, á tónleikunum en þau eru samin á árunum 1963-1972. Magnús fæddist árið 1925 og hefði því orðið 85 ára á þessu ári en hann lést 2005. Í kjöl- far tónleikanna verður heimildar- mynd um Surtseyjargosið, Surtur fer sunnan, sýnd en Magnús samdi tónlistina við myndina. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í Sölv- hóli, sal Listaháskóla Íslands og er aðgangur ókeypis. Tinna frumflytur TINNA ÞORSTEINSDÓTTIR Frumflytur verkið Sonorities II á tónleikunum á morgun. VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ Meistaradagur verkfræðinga og tölvunarfræðinga 2010 fimmtudaginn 20. maí kl. 12.00–18.00 í VR-II Sameiginlegur fundur í stofu V-158 Setning: Ólafur Pétur Pálsson, prófessor og deildarforseti IV&T deildar HÍ Öskugos og flugsamgöngur Stjórnun flugumferðar í öskugosi: Reynir Sigurðsson, framkvæmdastjóri flugleiðsögu- og flugvallasviðs Flugmálastjórnar Áhrif gosösku á þotuhreyfla: Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri ITS Áhrif eldgosa á flugrekstur og flugumferð: Matthías Sveinbjörnsson, deildarstjóri rekstrarstýringar Icelandair Meistaravarnir og kynningar (V-158) Ólína Kristín Sigurgeirsdóttir Stagbrú yfir Ölfusá (Meistarakynning) Jón Guðni Guðmundsson Jarðskjálftagreining á samverkandi stálbitabrú (Meistarakynning) Mario Alejandro Rodas Talbott Preliminary environmental impact assessment for the Chachimbiro geothermal field, Ecuador, a case comparison with Icelandic experience (Meistarakynning) Lárus Rúnar Ástvaldsson Blý í neysluvatni (Meistarakynning) Guðbjörg Esther G. Vollertsen Removal of heavy metals in a wet detention pond in Reykjavik (Meistaravörn) Óskar Gísli Sveinsson Implementation of the earned value and earned schedule methods for project cost and schedule control in the Icelandic construction industry (Meistarakynning) Meistaravarnir og kynningar (V-157) Hinrik Ingi Hinriksson Bestun MIMO PID stýringa (Meistarakynning) Erna Sigurgeirsdóttir Analysis of claim frequency and claim size using the Bayesian approach (Meistaravörn) Einar Máni Friðriksson Interactive exploration and analysis of Icelandic health care data using OLAP (Meistaravörn) Marta Rós Karlsdóttir og Snjólaug Ólafsdóttir World Geothermal Congress 2010 Bali Samantekt 13.15 14.15 15.15 16.15 Dagskrá: 12.00 12.05–13.00 13.00–16.45 16.45–18.00 Léttar veitingar og spjall Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.