Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 24
 18. MAÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið SNYRTISKÓLI - naglaskóli - förðunarskóli - fótaaðgerðaskóli S N Y R T I -AKADEMÍAN www.snyrtiakademian.is • Hjallabrekka 1 • sími 553-7900 Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín Allt stefndi í að myndlistarneminn Halla Þórlaug Óskarsdóttir færi í strembið raungreinanám fyrir nokkrum árum en hún tók hins vegar nýja stefnu og nemur mynd- list við Listaháskóla Íslands. „Ég útskrifaðist af stærðfræði- braut frá MR og var búin að skrá mig í stærðfræði í Háskóla Ís- lands. Ég hef hins vegar alltaf haft gaman af því að teikna og ákvað að skella mér í myndlistar- fornám til að vita hvernig mér lík- aði. Mér líkaði stórvel og ákvað að elta draumana,“ segir Halla sem er að ljúka fyrsta ári af þremur og bætir við: „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að ég gæti lært eitt- hvað sem mér þætti svona hrika- lega skemmtilegt.“ Halla er stödd á sex daga nám- skeiði í Tallin eins og er en það fjallar um samspil hljóðs og mynd- listar. „Listaháskólinn er í sam- starfi við skóla á Norðurlöndun- um og í Eystrasaltslöndunum og er nokkrum nemendum boðið að sækja námskeið á hverju ári,“ út- skýrir Halla. Hún lenti reyndar í smávegis hremmingum á leiðinni vegna gossins í Eyjafjallajökli og um tíma var ekki víst að hún kæm- ist á leiðarenda. „Ég missti af flug- inu og þurfti að kaupa nýjan miða en þetta hafðist þó allt saman fyrir rest,“ segir hún glöð í bragði. Halla stefnir síðan á að fara í skiptinám eftir næstu jól enda segir hún litið vel til þess að mynd- listanemar víkki sjóndeildarhring- inn. Hana langar mest til París- ar og hefur augastað á École de Communication Visuel. - ve Úr stærðfræði í myndlist Halla lét drauminn rætast og fór í myndlist. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur síðastliðna þrjá vetur boðið upp á námið Mótun, leir og tengd efni. Námskeiðinu Tilraunastofan postulín var að ljúka en það gat af sér sam- vinnu við postulínsverksmiðj- una Kahla. „Hluti annarinnar fer í að heim- sækja postulínsverksmiðjur í Þýskalandi og í ár heimsóttum við meðal annars Nymphenburg, Ros- enthal og Kahla,“ útskýrir Bryn- hildur. „Á lokaönn munu nemend- ur síðan hanna hluti fyrir Kahla og verða tveir nemendur valdir til að dvelja á módelverkstæði verk- smiðjunnar og vinna prótótýpur.“ Brynhildur segir íslenskum nemendum hollt að kynnast breidd postulínsverksmiðja í Þýskalandi en hópurinn skoðaði allt frá verk- smiðjum, sem knúðar eru af vatns- myllum, til hátæknivæddra iðn- verkstæða. „Markmið annarinnar var að nemendur kynntust efninu post- ulíni gegnum tilraunir en postul- ínsiðnaður á sér enga sögu hér á landi. Við fengum þeim klassísk- an postulínshlut, vasann, sem við- fangsefni út önnina og prófuðum síðan ýmsar óhefðbundnar leiðir með efnið. Útkoman varð því bæði óvænt og spennandi. Í ferðinni keyptu nemendurnir einnig minja- grip sem þeir bættu við vasann og eftir að hafa unnið rannsókn á stútum og handföngum breyttu þau vasanum í könnu. Önnin var ein samfelld tilraun og niðurstöð- urnar endurspegla vinnuferlið.“ Brynhildur og Hildur Ýr eru sammála um að verkefnið hafi tekist vel. Tilraunastofan postulín verður aftur á námsskrá skólans að ári og rennur umsóknarfrestur út 30. maí. Nánar á heimasíðu skól- ans, www.myndlistaskolinn.is - rat Munu hanna fyrir Kahla Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður og Hildur Ýr Jónsdóttir skartgripahönnuður kenndu vel heppnað námskeið í mótun við Myndlistaskólann í Reykjavík í samvinnu við Ólöfu Erlu Bjarnadóttur deildarstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á námskeiðinu kynntust nemendur eig- inleikum postulíns og unnu rannsókn á stútum og handföngum sem þeir bættu á vasann svo úr varð kanna. Hlutirnir sem stóðu eftir vinnuferlið frá vasa til könnu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.