Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2010 19 Háskóli Íslands í vanda Forystumenn Háskóla Íslands hafa undanfarin ár reynt að gera tvennt á sama tíma: Keppa við aðra háskóla um nemendur og fjármagn eins og skólinn væri fyrirtæki á samkeppnismarkaði og færa rök fyrir því að besta og hagkvæmasta fyrirkomulag rann- sókna og háskólamenntunar sé að fela Háskóla Íslands að sjá um þetta að mestu eða öllu leyti. Deila Snjólfs Ólafssonar og Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu síðustu daga varpar hins vegar ljósi á hvers vegna það er lífsnauðsynlegt fyrir Ísland að fleiri öflugir háskólar séu í land- inu en Háskóli Íslands. Guðmund- ur Andri bendir á að í viðskipta- deild Háskóla Íslands hafi aðferðir íslensku fjármálafyrirtækjanna verið kynntar næsta gagnrýnis- laust og nemendum gert að taka próf í þeim. Nemendur sem tóku þátt í námskeiðum þar sem heim- sóknir fjármálaleiðtoganna voru hluti af námsefni hafa staðfest þetta. En í stað þess að reyna að verja sig eða jafnvel bara viður- kenna að menn hafi skort gagn- rýni á þessum árum, kýs Snjólfur að ráðast á Guðmund Andra með ásökunum um að hann segi ósatt. Það má gefa sér eitt: Háskóli Íslands mun halda sig til hlés í þessari umræðu. Innan veggja hans mun enginn setja fram opin- bera gagnrýni á viðskiptadeild eða Snjólf Ólafsson, hvorki fyrir kennslu hans eða kollega hans né rannsóknir þeirra. Snjólfur rannsakaði íslensku útrásina og þáði styrki fyrirtækja til þess. Í þeim „sýndi“ hann meðal annars að íslenska útrásin væri einstakt fyrirbæri sem líklega afsannaði fyrri kenningar um alþjóðavæð- ingu í viðskiptum! Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands þyrfti að líta í eigin barm, gagnrýna sjálfan sig og gera breytingar í ljósi atburða síðustu ára. En það mun hann ekki gera. Það er vegna þess að hann er um þessar mundir rekinn eins og stórfyrirtæki sem eigi sameig- inlegra hagsmuna að gæta og þar sem allir þurfi að standa saman. Þetta er vandi Háskóla Íslands. En það er ekki hægt að vera „þjóðarskóli“ og stórfyrirtæki á saman tíma. Í stað þess að stefna að enn meiri stækkun og útþenslu Háskóla Íslands ættu stjórnvöld að rækta fjölbreytnina með því að leggja kapp á að í landinu séu fleiri háskólastofnanir. Dæmið af því hvernig Snjólfur Ólafsson og félagar hans geta haldið sínu striki án þess að nokkur alvarleg gagnrýnisrödd heyrist frá þeirra eigin stofnun ætti að færa okkur sanninn um það. Háskólamál Jón Ólafsson prófessor í heimspeki við Háskólann á Bifröst En það er ekki hægt að vera „þjóðar- skóli“ og stórfyrirtæki á saman tíma. Ýmsar skýringar hafa komið fram í umræðunni um ástæður hruns fjármálakerfisins á Íslandi. Nefndar hafa verið utanaðkomandi veikleikar í fjármálum heimsins sem og ábyrgð íslenskra bankamanna og viðskiptamanna. Um þetta sýnist sitt hverjum. Allir sem íhugað hafa ástæður hruns- ins hér á landi, og mark er á takandi, eru þó sam- mála um að hér brást eftirlit með fjármálastofnun- um hrapalega. Ábyrgð þeirra sem stýrðu eftirlitinu er því mikil. Það er ekki svo að ekkert eftirlit hafi verið hér á landi með fjármálastofnunum. Fjórir menn báru á því mesta ábyrgð. Fyrrverandi forstjóri Fjármála- eftirlitsins, Jónas F. Jónsson, er einn þeirra. Hinir þrír eru fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson. Það var ekkert leyndarmál að ábyrgð þeirra var mikil, enda launin í samræmi við það. Seðlabankastjórarnir voru með um 1,6 milljón á mánuði og Jónas með um 1,9 milljón á mánuði. Nú er það fjármálakerfi hrunið sem þessir menn áttu að varðveita fyrir þjóðina og því sérkennileg við- brögð þeirra við þeirri staðreynd. Þeim virðist hafa verið ljós ábyrgðin þegar þeir tóku við ofurlaunum sínum en sjá hana ekki þegar afleiðingar gerða þeirra kemur í ljós. Margir hafa bent á hve ólík sýn manna er þegar kemur að því að axla ábyrgð og hefur til dæmis verið horft til Japans í því sam- bandi. Ef til vill er rétt að þessir fjórir umræddu menn velti því fyrir sér hvað seðlabankastjóri Jap- ans og forstjóri Fjármálaeftirlitsins þar myndu gera ef þeir hefðu komið seðlabankanum á hausinn og fjármálakerfi þjóðarinnar í þrot. Lauslega hefur verið áætlað að gjaldþrot Seðla- banka Íslands kosti hvert mannsbarn í landinu um eina milljón, eða tjón upp á um 300 milljarða. Tjón vegna aðgerða og aðgerðaleysis forstjóra Fjár- málaeftirlitsins liggur ekki fyrir, en líklega er það engu minna en vegna seðlabankastjóranna. Rétt er að halda því til haga að hér er eingöngu rætt um það tjón sem þegar hefur orðið, því tjónið verður umtalsvert meira þegar litið er til framtíðar. Þau lán sem íslenska þjóðin þarf að taka í útlöndum á næstu árum og áratugum verða til muna dýrari vegna þess ástands sem hér skapaðist. Þar má áætla milljarðatugi í tjón til viðbótar. Spurningin sem hvílir á mörgum er hvernig dómskerfi og lagaumhverfi landsins sé í stakk búið til að taka á þessum fjórum mönnum. Er til dæmis hægt að krefja þá um endurgreiðslu á laun- unum sem þeir fengu, því þeir voru augljóslega ekki að sinna vinnunni sinni. Er lagalega séð hægt að ganga að eignum þeirra vegna þess tjóns sem afglöp þeirra hafa valdið? Þegar litið er til dóma sem fallið hafa hér á landi vegna stuldar á brenni- víni má búast við fangelsisdómum til lífstíðar yfir þessum fjórum mönnum. En hvað með dómskerfið? Margir telja Davíð Oddson mesta skaðvald þjóðar- innar frá því land byggðist. Eitt af þeim vandamál- um sem tengjast honum er að tveir, af níu, hæsta- réttardómurum landsins eiga honum störf sín að þakka. Annar dómarinn tengist Davíð fjölskyldu- böndum en hinn er kunningi og spilafélagi Davíðs. Þegar kemur að uppgjöri vegna hrunsins er óhugs- andi að þessir tveir hæstaréttardómarar séu við störf. Því má telja brýnt að dómsmálaráðherra setj- ist nú við bréfaskriftir og krefjist þess að þeir víki þegar í stað. Um ábyrgð Efnahagshrunið Kristján Lilliendahl líffræðingur Lauslega hefur verið áætlað að gjaldþrot Seðlabanka Íslands kosti hvert manns- barn í landinu um eina milljón, eða tjón upp á um 300 milljarða. Tjón vegna aðgerða og aðgerðaleysis for- stjóra Fjármálaeftirlitsins liggur ekki fyrir, en líklega er það engu minna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.