Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 18
 18. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Fram hefur komið í fjölmiðl-um að nokkrir starfsmenn Arion banka hafi stöðu sakborn- ings við rannsókn sérstaks sak- sóknara á málum sem tengjast Kaupþingi. Ekki var að sökum að spyrja að hávær krafa varð uppi um að viðkomandi starfs- mönnum yrði sagt upp eða þeir leystir frá störfum meðan rannsókn færi fram. Gjarnan er vísað til siðferðissjónarmiða til rökstuðnings þeirri kröfu- gerð. Því er tilefni til að benda á nokkur mikilvæg atriði um réttarstöðu manna við rannsókn mála af þessu tagi, þar sem uppi er grunur um refsiverða hátt- semi. Kaupþing var stór banki á evrópskan mælikvarða þegar hann hrundi haustið 2008. Við- skipti voru margslungin og flók- in og margir starfsmenn gátu komið að þeim með einum eða öðrum hætti. Má því gera ráð fyrir að fjölmargir starfsmenn kunni að búa yfir upplýsingum sem varða rannsókn sérstaks saksóknara. Þegar svo stendur á, þarf sérstakur saksóknari að ákveða hvort viðkomandi starfs- maður hafi réttarstöðu sakborn- ings eða vitnis, en réttindi og skyldur eru mismunandi eftir því hvora réttarstöðuna menn fá við rannsókn mála. Sérstakur saksóknari hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðl- um, að þeim sem kunna að hafa komið að viðskiptum, sem til rannsóknar eru, sé frek- ar gefin réttarstaða sakborn- ings við upphaf rannsóknar, þar sem það gefur þeim aukin réttindi samkvæmt lögum. Sér- stakur saksóknari hefur því talið að þegar vafi er uppi, sé rétt að gefa viðkomandi frekar stöðu sakbornings en vitnis. Að baki þessu liggja einnig varúð- arsjónarmið, því hætta getur verið á að vitni, sem skylt er að svara spurningum að viðlagðri refsiábyrg, varpi ómeðvitandi á sig sök. Óvarkárni saksóknara að þessu leyti kann því að skaða rannsóknina. Það er alþekkt við upphaf rannsóknar sakamála að ýmsir, sem ekki liggja undir sérstökum grun, fái réttarstöðu sakborn- ings. Við getum því öll fengið réttarstöðu sakbornings vegna hugsanlegrar vitneskju okkar um mál, sem til rannsóknar eru hverju sinni. Harkaleg við- brögð, eins og krafa um brott- rekstur og útilokun frá þátttöku í atvinnulífi, eru því í mörgum tilvikum fráleit. Rétt er því að leyfa forsvarsmönnum Arion banka og annarra banka að meta hvert tilvik fyrir sig hvað varðar þá starfsmenn sem þar starfa og hafa réttarstöðu sak- bornings. Krafan um brottrekstur starfsmanna sem hafa réttar- stöðu sakborninga er hvorki réttmæt né eðlileg. Réttlát reiði, sem sumir vísa til, er engin afsökun fyrir kröfum af þess- um toga. Þetta fólk og aðstand- endur þeirra á nógu erfitt þó að það sé ekki svipt möguleikum á að afla sér lífsviðurværis. Það verður að teljast einkennilegt að veita fólki réttarstöðu sakborn- ings í þeim tilgangi að tryggja réttindi þess við rannsókn máls, ef það á síðan að leiða til þess að svipta eigi þetta sama fólk mikilvægum mannréttindum á öðrum sviðum. Slík siðferðis- viðmið verða vonandi ekki höfð til hliðsjónar í íslensku samfé- lagi. Ef svo á að vera er kannski betur heima setið en af stað farið í þeirri viðleitni að búa til nýtt og betra samfélag. Það verður að teljast einkennilegt að veita fólki réttarstöðu sakbornings í þeim tilgangi að tryggja réttindi þess við rannsókn máls, ef það á síðan að leiða til þess að svipta eigi þetta sama fólk mikilvægum mann- réttindum á öðrum sviðum. Að vera sakborningur Dómsmál Brynjar Níelsson lögfræðingur Yfirtaka banka á atvinnu- fyrirtækjum Áhrif á samkeppni og endurreisn atvinnulífsins Dagskrá // Fundarstjóri er Rögnvaldur J. Sæmundsson, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ Borgartúni 26, 125 Reykjavík, www.samkeppni.is MORGUNFUNDUR // Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa tekið yfir ýmis atvinnufyrirtæki á undanförnum misserum. Þessi ítök bankanna í atvinnulífinu, samhliða almennri fjármálaþjónustu þeirra, geta augljóslega haft óheppileg áhrif á samkeppni á viðkomandi sviðum atvinnulífsins. Samkeppniseftirlitið hefur brugðist við þessu með ýmsum hætti. Í umræðuskjali nr. 2/2009, Bankar og endurskipulagning fyrirtækja, var fjallað ítarlega um þau sjónarmið sem hafa þarf í huga við endurskipulagningu banka á atvinnufyrirtækjum. Þá hefur Samkeppniseftirlitið í nýlegum ákvörðunum leitast við að setja bönkunum leikreglur sem miða að því að takmarka óæskileg áhrif á samkeppni. Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 18/2009 hefur mikla þýðingu í þessu samhengi. Fræðast má nánar um þetta á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins, www.samkeppni.is. Á morgunfundinum verða þessi mál rædd frá sjónarhóli stjórnvalda, atvinnufyrirtækja, fjárfesta og fjármálafyrirtækja. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN Vinsamlegast skráið þátttöku á samkeppni@samkeppni.is, fyrir kl. 12, miðvikudaginn 19. maí nk. Fimmtudagur 20. maí kl. 8:30 Hilton Reykjavík Nordica, salur H&I, Suðurlandsbraut 2 PO R T hö nn un Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins Vilmundur Jósefsson forstjóri Gæðafæðis og formaður Samtaka atvinnulífsins Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital Þórður Friðjónsson forstjóri NASDAQ OMX Iceland Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka Umræður Fundarlok 8:30 8:45 9:00 9:10 9:20 9:30 9:40 9:50 DAGUR UPPLÝSINGATÆKNINNAR 2010 Hvernig má standa að nýsköpun í opinberum rekstri og hverju getur hún skilað? Reynsla annarra þjóða, íslensk dæmi um nýja afurð, ný vinnubrögð og nýja mælikvarða Að ráðstefnunni standa Stofnun stjórnsýslufræða og Félag forstöðumanna ríkisstofnana ERINDI FLYTJA: Su Maddock, forstöðumaður The Whitehall Innovation Hub Ómar H. Kristmundsson, dósent í stjórnsýslufræðum við H.Í. Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell Sóley Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Vestfjarða um málefni fatlaðra Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK Starfsendurhæfi ngarsjóðs Guðmundur Hannesson, forstöðumaður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfi sstofnunar SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SKY.IS SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SKY.IS HORFT TIL FRAMTÍÐAR Ráðstefna UT-dagsins 20. maí kl. 12:00 – 17:00 í Salnum Kópavogi Að ráðstefnunni standa forsætisráðuneytið, Skýrslutæknifélag Íslands, Samtök upplýsinga-tæknifyrirtækja, Stofnun stjórnsýslufræða og Félag forstöðumanna ríkisstofnana 12:00 13:00 13:15 13:35 13:55 14:15 14:30 14:50 15:10 16:00 17:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna Létt hádegissnarl frá kl. 12:00 - 13:00 Spjall með sérfræðingum – umræðuefni eru eftirfarandi: ÁVARP: KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR, iðnaðarráðherra ÚTFLUTNINGUR Á HUGBÚNAÐI Andri Marteinsson, verkefnisstjóri, Björn H. Reynisson, verkefnisstjóri og Hermann Ottósson, forstöðumaður hjá Útfl utningsráði SKATTALEGT UMHVERFI OG SJÓÐIR FYRIR UPPLÝSINGATÆKNI- OG NÝSKÖPUNARFYRIRTÆKI Jón Ásgeir Tryggvason, skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra, Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs, Elísabet Andrésdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs og Aðalheiður Jónsdóttir, kynningarstjóri hjá Rannís RAFRÆNIR REIKNINGAR- STAÐLAR OG INNLEIÐING Ragnar T. Jónasson, formaður tækninefndar FUT um grunngerð rafrænna viðskipta og Baldur M. Bragason, sérfræðingur hjá Fjársýslu ríkisins RAFRÆN AUÐKENNING OG RAFRÆN EYÐUBLÖÐ Á ÍSLAND.IS Rebekka Rán Samper, verkefnisstjóri Ísland.is og Halla Björg Baldursdóttir, verkefnisstjóri í rafrænni stjórnsýslu í forsætisráðuneyti RAFRÆN SKILRÍKI – ÚTGÁFA OG NOTKUN Haraldur A. Bjarnason, sérfræðingur í fjármálaráðuneyti, Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans Helgi Helgason, rekstrarstjóri gagnavers Verne Global Magnús Ingi Óskarsson, Strategic Architect, Sabre Airline Solutions Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor Jón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Manna og músa Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri Betware BREYTINGAR Á SKIPULAGI UPPLÝSINGATÆKNI- OG UMBÓTAMÁLA HJÁ RÍKINU Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti SÓKNARÁÆTLUN 20/20 – FRAMTÍÐARSÝN UM TÆKNILEGA INNVIÐI SAMFÉLAGSINS Dagur B. Eggertsson, formaður stýrihóps 20/20 ÁRANGURSRÍKT SAMSTARF OPINBERRA AÐILA OG EINKAAÐILA - VIDENTIFIER FORENSICS Steinarr Kr. Ómarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu NETUMSÓKNARKERFI FYRIR ATVINNULEYSISBÆTUR - HVAÐA HINDRANIR ÞURFTI AÐ YFIRSTÍGA OG HVER VAR ÁVINNINGURINN? Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar KAFFI OG SPJALL MEÐ SÉRFRÆÐINGUM HVERNIG ER HÆGT AÐ BÚA Í HAGINN FYRIR VAXANDI UT-IÐNAÐ? Hilmar Pétursson, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og framkvæmdastjóri CCP VERÐMÆTASKÖPUN, ÚTFLUTNINGUR OG NÝ ATVINNUTÆKIFÆRI UPPLÝSINGATÆKNIVERÐLAUN SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGS ÍSLANDS ÁVARP OG VERÐLAUNAAFHENDING: GYLFI MAGNÚSSON, efnahags- og viðskiptaráðherra LÉTTAR VEITINGAR RÁÐSTEFNUSLIT RÁÐSTEFNUSTJÓRI: Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti 20. MAÍ KL. 10:30 - 12:15 Í SALNUM KÓPAVOGI 20. MAÍ KL. 12:00 - 17:00 Í SALNUM KÓPAVOGI PO R T hö nn un

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.