Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2010 17 AF NETINU Umræða um fjárlög næsta árs er nú þegar á villigötum. Alls staðar heyrir maður sama sönginn um nauðsyn niðurskurðar á sviðum sem varða þjóðina miklu, í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Talað er um allt að 40 milljarða króna niðurskurð sem augljóslega mun hafa geigvæn- leg áhrif mjög víða og getur jafn- vel lamað starf víða á spítölum og í skólum. Því miður virðist ríkisstjórn- in vera undir áhrifum frá þeim rétttrúnaði að aldrei megi hækka skatta. Þetta er sami rétttrúnaður- inn og leiddi af sér afdrifaríkustu hagstjórnarmistök seinasta ára- tugar að mati þáverandi forsætis- ráðherra. Þessi áróður styðst hins vegar ekki við staðreyndir. Því fer fjarri að skattbyrði sé há á Íslandi. Að minnsta er hún ekki svo há að við ættum að eyðileggja okkar góða heil- brigðiskerfi eða stefna sókn þjóðar- innar í menntamálum í voða vegna þess að ekki sé til fé til að standa undir því. Það verður á endanum mun dýrara heldur en skattahækk- un til að brúa fjárlagagatið. Skattar á Íslandi eru ekki háir og ríkisstjórnin sem nú situr hefur lækkað skatta hjá stórum hópi launa- fólks. Ef litið er til gagna frá Hag- stofu Íslands voru meðallaun á Íslandi 334 þúsund krónur á mánuði á árinu 2009. Í frétt Hagstofunn- ar kom einnig fram miðgildi launa og einnig var gefið upp algengasta gildi sem ákveðið launabil. Skemmst er frá að segja að miðgildið er 282 þúsund á mánuði. Algengasta gildið er svo 175-225 þúsund. Helmingur vinnandi fólks hefur sem sagt lægri laun en 282 þúsund á mánuði, en stærsti hópurinn er mun verr laun- aður, hefur 175-225 þúsund krónur. Ríflega fimmti hver launamaður fell- ur í þennan hóp og sé þeim bætt við sem hafa minna en 175 þúsund, sést að hátt í 30% launafólks fær minna en 225 þúsund í mánaðarlaun. Sein- asta fjárlagafrumvarp létti skatt- byrði þessa hóps en samkvæmt því lækka skattar einstaklinga sem eru með 270 þúsund eða minna á mán- uði og hjóna sem eru með 540 þús- und eða minna. Stór hluti íslenskra launamanna hefur því fengið skatta- lækkun nýlega. Þeir sem hafa minnst á milli handanna. Nýútgefnar upplýsingar um orku- verð segja okkur að stóriðjufyrir- tæki borgi minna fyrir orkuna á Íslandi en annars staðar í veröld- inni, auk þess sem að samið hefur verið um rífleg skattfríðindi orku- fyrirtækjum til handa. Það er auður sem hægt er að endurheimta, ef ríkis-stjórnin hefur kjark til þess að endurvekja tímabærar hug- myndir um auðlindaskatt. Harður áróður Samtaka atvinnulífsins kom því miður í veg fyrir að það tækist á seinasta ári, en það er varla ástæða fyrir stjórnvöld að taka endalaust tillit til þessa þrýstihóps eftir að Samtök atvinnulífsins sögðu sig frá stöðugleikasáttmálanum. Auðlinda- skattur gæti dregið verulega úr þörf fyrir niðurskurð. Samkvæmt mjög hófsömum tillögum stjórnvalda í fyrra hefði hóflegur auðlindaskatt- ur skilað 16 milljarða tekjum eða næstum helmingi niðurskurðar- ins sem er boðaður núna. Er okkur virkilega stætt á því að láta þrýsti- hópa koma í veg fyrir að sú leið verði könnuð til hlítar? Eru tekjur álfyrir- tækjanna svo heilagar að sjúklingar eigi að fá verri þjónustu frekar en að litið sé af alvöru á þennan tekju- stofn? Svo ekki sé minnst á þá stað- reynd að þessi fyrirtæki ganga nú á takmarkaðar orkulindir Íslendinga án þess að mikill innlendur virðis- auki verði til af þeirri starfsemi. Einnig þarf að meta skuld íslenskra fyrirtækja við samfélag- ið sem þau hafa brugðist. Skattar á fyrirtæki eru lægri á Íslandi en víða annars staðar, en sá skortur á aðhaldi hafði sitt að segja um hegð- un þeirra í aðdraganda hrunsins. Við höfum fylgst með því að undanförnu hvernig stjórnendur íslenskra fyrir- tækja tóku milljarða út úr rekstri þeirra skömmu fyrir hrun. Því fer fjarri að íslenskir stóreignamenn hafi endurgreitt þjóðinni fórnar- kostnaðinn af glæfraskap sínum í viðskiptum. Ein leið til þess væri í formi hærri skatts á allra hæstu tekjur. Það er staðreynd að hámarks- tekjuskattsprósentan á Íslandi, 47%, er ekki há miðað við það sem þekk- ist erlendis. Hún var enn hærri víða um lönd hér áður fyrr. Á mesta hag- sældarskeiði Bandaríkjanna, 1950- 1960, var skattur á hæstu tekjur t.d. yfir 90%. Eigi að síður stóð atvinnu- líf þar traustum fótum, ólíkt því sem var á Íslandi fyrir hrunið. Nauðsyn niðurskurðar Sverrir Jakobsson Sagnfræðingur Í DAG Er okkur virkilega stætt á því að láta þrýstihópa koma í veg fyrir að sú leið verði könnuð til hlítar? Eru tekjur ál- fyrirtækjanna svo heilagar að sjúkling- ar eigi að fá verri þjónustu frekar en að litið sé af alvöru á þennan tekjustofn? www.xd.is/reykjavik Reykjavík 1.0 var mjög góð. Á undanförnum árum hefur hins vegar verið unnið að uppfærslu með meira samráði við íbúa, beinu lýðræði og aukinni notkun netsins. Einnig hafa verið viðraðar hugmyndir um að kosið verði í hverfaráð borgarinnar beint af íbúunum. En hvað meira? Hvað ber framtíðin í skauti sér? Hvernig getur Reykjavík 2.0 litið út? Opinn hádegisfundur í Þjóðminjasafninu við Hringbraut, miðvikudaginn 19. maí milli kl. 12:00 og 13:00. Allir velkomnir. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri Guðjón Már Guðjónsson, frá Hugmyndaráðuneytinu og Agora Hildur Sverrisdóttir lögfræðingur Fundarstjóri: Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur Guðjón Már Guðjónsson Júlíus Vífill Ingvarsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Hildur Sverrisdóttir Fyrirlestraröðin Reykjavík 2.0 7. maí: Menning er málið! 11. maí: Græna Reykjavík 19. maí: Reykjavík 2.0 Reykjavík 2.0 Hvernig færum við fólkinu völdin? ÓDÝR VINNUFATNAÐUR Knarrarvogi 4 | 104 Reykjavík | 533 6030 | thjarkur.isOpið alla virka daga 8–17 Sæbraut Knarrarvogur Dugguvogur 9616 KW408 SMÍÐAVESTI Litur: Khaki Stærðir: S - XXXL Verð 4.549 kr. 9623 0210 SAMFESTINGUR Litir: Blár/svartur eða grár/svartur Stærðir: 48 - 66 Verð 5.648 kr. 9616 KW301 MARGVASABUXUR Litur: Khaki Stærðir: 46 - 64 Verð 4.534 kr. 9628 2250 SLOPPUR Litur: Blár Stærðir: XS - XXXL Verð 2.442 kr. Hundruð sitja um heimili bankamanna Ekki á Íslandi, heldur í Washington DC. [...] Og auðvitað heyrast sömu kvartan- irnar í Bandaríkjunum og hér á landi - svona mótmæli gangi nú “of langt“, því þau valdi fjölskyldu bankamanna óþægindum, troði á friðhelgi einkalífsins og bitni á börnum. Hávaðinn var þó að stórum hluta til kominn vegna þess að mótmælendurnir voru að deila sorgarsögum af gjaldþrotum og því hvernig bankinn hafði hirt hús og íbúðir þeirra upp í veðköll eftir að hafa ekki verið til viðtals um breytingar á lánakjörum eða endurgreiðslum. Auðvitað veldur það mönnum óþæg- indum að þurfa að hlusta á svoleiðis sögur. blog.eyjan.is/freedomfries Magnús Sveinn Helgason Vald spillir Eftir hrun voru þingmenn Vinstri grænna einu óspjölluðu meyjar íslenskra stjórn- mála, en nú sjáum við hvernig ráðherrar flokksins sökkva bókstaflega á bólakaf ofan í dúnmjúka valdastólana – alveg eins og allir hinir. Ekkert mál var að semja um fækkun ráðuneyta áður en í þá var komist en eftir að menn fengu bergt á sykursætu valdinu láta þeir stólana ekki svo glatt af hendi. http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Eirik_ Bergmann/vald-spillir--lika-radherrum-vinstri-gra- enna Eiríkur Bergman

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.