Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 14
14 18. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR OPIÐ Í DAG FRÁ 9-17 - Komdu og reynsluaktu Volkswagen Polo kostar aðeins frá 2.650.000 kr. Volkswagen Polo Golf kostar aðeins frá 3.720.000 kr. Enn einn tímamótabíllinn af einni vinsælustu bílategund allra tíma er með 1,4TSI vél sem skilar 122 hö. Útblástur aðeins 144 CO2 g/km Volkswagen Golf Passat EcoFuel® kostar aðeins frá 4.230.000 kr. Eitt best geymda leyndarmálið í íslenskri umferð. Lúxusbíll sem gengur fyrir innlendu metan- eldsneyti og leggur frítt í stæði í Reykjavík. Útblástur aðeins 119 CO2 g/km Volkswagen Passat Nýr og glæsilegur Alheimsbíll ársins 2010 og Bíll ársins í Evrópu er spar- neytinn, umhverfisvænn og þægilegur. Útblástur aðeins 128 CO2 g/km SVEITARSTJÓRNIR „Af því að það vill enginn axla ábyrgð ætla ég að gera það því ég er náttúrulega ábyrgur sem kjósandi,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson rafvirkjameistari sem sendi borgarstjóra bréf með ósk um að verða vinsamlegast tekinn af kjörskrá fyrir komandi kosningar. „Ég kaus vitlausan flokk í síðustu kosning- um. Nú vildi ég bara axla ábyrgð og segja af mér kosningarétti. Þá getur enginn flokkur röflað neitt í mér og beðið mig um að kjósa sig því ég get bara sagt að ég sé ekki á kjör- skrá,“ útskýrir Kristján. Máli Kristjáns var vísað til umsagnar hjá skrifstofustjóra borgarstjóra, Ólafi K. Hjör- leifssyni, sem lagði til að beiðni Kristjáns yrði synjað. Vitnaði Ólafur til laga um kosn- ingar til sveitarstjórna þar sem kveðið sé á um að sveitarstjórnum beri að gera kjör- skrár á grundvelli upplýsinga úr þjóðskrá. Óheimilt sé að taka einstakling af kjörskrá sem uppfylli skilyrði til þess að vera þar. Þessa niðurstöðu hefur borgarráð staðfest. Kristján segist ósammála túlkun borgar- yfirvalda og að hann íhugi nú hvort hann fari lengra með mál sitt, til dæmis fyrir hér- aðsdóm. „Þetta er aðeins þeirra skoðun og ég tel þessa túlkun borgarinnar ekki byggða á lögum. Ég vil meina að ég geti sagt mig af kjörskrá eins og fólk getur sagt sig úr þjóð- kirkjunni og öðru,“ segir hann og ítrekar að hann sjái það sem varúðarráðstöfun af sinni hálfu að vera tekinn af kjörskránni. „Ég vil gera þetta til að standast þrýsting. Það er aldrei að vita hvað maður gerir, maður gæti fengið borgað eða fengið vinnu eða eitthvað slíkt og þá er maður veikur fyrir. Ég hef greitt þessum hrunflokkum atkvæði og vil bara axla ábyrgð á því. Ef sú brjálæðislega hugmynd skyldi koma upp hjá mér að kjósa aftur þessa flokka þá yrði mér hafnað. Ég gæti farið niður eftir og beðið um kjörseðil en þá yrði bara sagt nei; þú ert ekki á kjörskrá. Þannig að þetta er ein- faldlega öryggisatriði,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson. gar@frettabladid.is Kristján Sig. Kristjánsson segist vera ábyrgur kjósandi sem hafi kosið vitlausan flokk í síðustu kosnginum: Óttast að hann kjósi sé nafnið á kjörskrá KRISTJÁN SIG. KRISTJÁNSSON Vill afsala sér kosninga- rétti til að axla sína ábyrgð og hindra að hann geti kosið í næstu borgarstjórnarkosningum ef sú „brjálæð- islega hugmynd“ skyldi ná tökum á honum, til dæmis ef honum yrði boðin borgun eða vinna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli íslenskra skipa nam alls 79.680 tonnum í apríl 2010 samanborið við 99.267 tonn í sama mánuði árið áður. Botnfiskafli dróst saman um tæp 6.000 tonn frá apríl 2009 og nam 34.900 tonnum. Þar af nam þorskaflinn tæpum 12.900 tonnum, sem er samdráttur um 4.000 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam tæpum 5.200 tonnum, sem er um 2.100 tonn- um minni afli en í apríl 2009. Afli uppsjávartegunda nam tæpum 40.700 tonnum, sem er um 14.700 tonnum minni afli en í apríl 2009. Nær eingöngu kolmunni veiddist í mánuðinum, líkt og undanfarin ár. - shá Heildarafli í apríl: Töluvert minni afli en í fyrra EFNAHAGSMÁL Efnahagsvandi Grikkja, Portú- gals og Spánar mun ganga af evrunni dauðri. Þetta segir breski hagsöguprófess- orinn Niall Ferguson í grein í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek. Ferguson, sem síðustu vikur hefur boðað dauða myntsamstarfsins, líkir Grikklandi við bandaríska fjárfestingarbankann Leh- mans Brothers, en fall hans um miðjan sept- ember 2008 hratt fjármálakreppunni af stað af fullum þunga. Ferguson bendir á að margir evrópskir viðskiptavinir bankans hafi lánað þeim grísku um 160 milljarða evra, jafnvirði rúmra 25 þúsund milljarða króna, auk þess sem bankar í Búlgaríu og Rúmeníu reiði sig á endurfjármögnun frá Grikklandi. Þrátt fyrir 110 milljarða evra lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evr- ópusambandinu mun snarpur og sársauka- fullur niðurskurður á fjárlögum gríska rík- isins verða hinu opinbera ofviða og landið lenda í óumflýjanlegu greiðsluþroti, að sögn Fergusons. Greiðslufall Grikkja mun svo hafa alvar- legar keðjuverkandi afleiðingar í för með sér, svo sem á Ítalíu og í Belgíu, að sögn Fergusons, sem bendir á að áhrifanna gæti nú þegar. Gengi evrunnar hafði í gær ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fjög- ur ár. „Ef þetta heldur áfram er aðeins ein leið í boði fyrir evruna, niður,“ segir hann. - jab Efnahagsvandi Grikkja snara um háls evrunnar: Prófessor líkir Grikklandi við Lehman RÆTT UM SKULDAVANDA Snarpur niðurskurður á fjárlagahalla gríska ríkisins verður stjórnvöldum ofviða, segir Niall Ferguson, sem hér situr lengst til vinstri. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Á HÁHESTI Íbúi í bænum Szendro í Ungverjalandi ber dóttur sínum á herðum sér yfir vatnsflauminn úr ánni Bodva sem streymdi yfir bakka sína. Borgin er um 200 kílómetra frá Búda- pest. NORDICPHOTO/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.