Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 19
Fjárhagslegri endurskipulagningu Latabæjar er að ljúka og stefnir í að Landsbankinn og Íslandsbanki, lánardrottnar félagsins, verði meðal stærstu eigenda. Breska dagblaðið Telegraph segir Magnús Scheving hafa þurft að láta höfundarréttargreiðslur í skiptum fyrir rúman 40 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Þá er óvíst um örlög ann- arra hlutahafa í Latabæ en Telegraph hermir að eignarhluti Gaums hafi orðið að engu. Ekki náð- ist í neinn hjá Latabæ vegna málsins þegar eftir því var leitað í gær. - jab Sögurnar... tölurnar... fólkið... Jeffrey Sachs Fimm leiðir í þróunaraðstoð 8 Menntun Fleiri þurfa tæknimenntun 2 Kauphöllin Reynslunni ríkari eftir hrunið 6-7 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 2. júní 2010 – 6. tölublað – 6. árgangur Sjóðsstýringarfyrirtækið Fidel- ity á nú sex prósenta hlut í stoð- tækjafyrirtækinu Össuri og er það þriðji stærsti hluthafinn, sam- kvæmt flöggun í gærmorgun. Er- lendir fjárfestar eru skráðir fyrir 64 prósentum hlutafjár. Kaup fyrirtækisins staðfest- ir þann áhuga sem erlendir fag- fjárfestar hafa sýnt Össuri eftir að félagið var skráð á hlutabréfa- markað í Kaupmannahöfn síðasta haust, að því er segir í umfjöllun IFS Greiningar. Þar er jafnframt bent á að kaupáhugi þar hafi verið meiri en hér á sama tíma. - jab Erlendir eiga mest í Össuri Uppstokkun í Latabæ Ármúla 30 • 108 Reykjavík Sími 560 1600 • www.borgun.is AUÐVELDAR VIÐSKIPTI Borgun hefur sérhæft sig í öruggri greiðslumiðlun í 30 ár Þekking okkar og reynsla nýtist viðskiptavinum á hverjum degi, allan sólarhringinn. Borgun býður: Allar gerðir posa á hagstæðum kjörum Öruggar lausnir fyrir vefverslanir Skilvirka leið við innheimtu boðgreiðslna Notendavæna þjónustuvefi Hafðu samband í 560 1600 eða borgun@borgun.is og fáðu tilboð í færsluhirðingu. Óli Kristján Ármannsson skrifar Uppi eru ráðagerðir um að skyr, hangikjöt og önnur séríslensk matvæli fái lögverndun þannig að ekki megi kalla hvaða framleiðslu sem er þeim nöfnum. Er það svipuð leið og farin hefur verið á Ítalíu til að vernda vöruheitið parmaskinka og sömuleiðis hafa Frakkar búið svo um hnúta að þau vín ein má kalla kampavín, sem búin eru til eftir kúnstarinnar regl- um í Champagne í Frakklandi. „Hvaða verðmæti felast í matarhefðum Íslend- inga?“ er yfirskrift málþings sem Ítalsk-íslenska við- skiptaráðið, Slow Food samtökin og Matís, standa fyrir síðdegis í dag. Þar kynnir Eygló Björk Ólafs- dóttir, fyrir hönd Slow Food Reykjavík, verkefni til kynningar á upprunalegum staðbundnum matvæl- um. Slow Food samtökin starfa víða um heim, en eru í grunninn ítölsk. Eygló segir að verið sé að opna á ákveðnar leiðir innan Evrópusamstarfsins til þess að vernda vöru- heiti á borð við skyr eða hangikjöt. „Til eru bæði formlegar og óformlegar leiðir í þessa átt og hægt að slá ákveðna skjaldborg utan um þessar vörur,“ segir hún, en hluti af því sem unnið er að innan Slow Food er að skilgreina hvað skyr þurfi að hafa til þess að mega kallast skyr. „Til eru ýmsar fljótvirkar aðferð- ir sem notaðar eru í ýmsa framleiðslu í dag. Skyr.is á til dæmis lítið skylt við upprunalega mynd skyrs- ins,“ segir hún og kveður Slow Food nú vinna að því að skrásetja vinnsluaðferðir og gerð skyrs eins og það var áður fyrr og í upprunalegri mynd. Vinna á borð við þá sem ráðist hefur verið í í tengsl- um við skyrið segir hún að geti svo komið að gagni þegar að því kemur að fá alþjóðlega vernd á vöruna, en þar þurfi að koma til opinber afskipti, svo sem fyrir tilstilli Matís. „Það þarf bara að hrinda þessu í framkvæmd og kemur út úr úr þessu ákveðinn stimp- ill sem menn geta notað.“ Vottun á vinnsluaðferðir séríslenskra matvæla og uppruna segir Eygló svo geta bæði hjálpað til við útflutning vörunnar og við að laða ferðamenn til landsins. Þóra Valsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, segir vinnu við að vernda vöruheiti á borð við skyr til- tölulega skammt á veg komna. „Við erum í grunn- pælingum enn þá. Fólk þarf að vera sammála um hvað er verið að fara fram á að fái vottun. En það er kominn saman hópur sem er að skoða þessi mál og vonandi hægt að ganga í þetta fljótlega,“ segir hún, en kveðst þó ekki treysta sér til að giska á hversu langan tíma þetta muni taka. Þóra segir vinnuferlið í Evrópuvottun matvæla byggja að hluta á að krafa um vottun „komi frá grasrótinni“ en síðan geti stofnanir á borð við Matís komið að málum. „En vonandi er þetta skref í þá átt að auka umræðu um málið og fá fyrirtæki og ein- staklinga til að skoða hvort þetta sé eitthvað sem þeir vilja fara í,“ segir hún. Skyrið gæti orðið okkar parmaskinka Unnið er að því að skilgreina eiginleika matvæla á borð við skyr og hangikjöt. Það er fyrsta skrefið í að vernda vöru- heitin, líkt og gert hefur verið fyrir ýmsa erlenda matvöru. Evran nær nýjum lægðum Evran náði nýjum lægðum gagn- vart Bandaríkjadal í gær og hefur ekki mælst verðminni í fjögur ár. Hún taldist í gær jafnvirði 1,2112 dala um tíma, en skreið áður en degi lauk upp í 1,2169. Í apríl árið 2006 komst hún niður í 1,2029. Bréf í BP falla Hlutabréf í breska olíufélaginu BP féllu um 15 prósent á mörkuðum í London í gær eftir að nýjasta tilraunin til að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa mistókst. Fyrirtækið upplýsti að glíman við olíulekann hafi til þessa kost- að sem svarar um 126 milljörðum króna. Hlutabréfin hafa lækkað um þriðjung síðan slysið á olíubor- pallinum á Mexíkóflóa varð upp úr miðjum apríl. Ryanair græðir Írska lággjalda- flugfélagið Ryanair er í blússandi gangi þrátt fyrir efnahagskreppu og eldgosaraunir undanfarið, sem hafa gert flestum öðrum flugfélög- um í Evrópu lífið leitt. Hagnaður félagsins frá apríl 2009 til mars- loka í ár nemur 305,3 milljónum evra. Þetta er mikill viðsnúning- ur frá 169 milljón evra tapi síðasta árs, þegar flugfélagið þurfti að af- skrifa 222 milljónir evra af 30 pró- senta hlut sínum í írska flugfélag- inu Aer Lingus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.