Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 42
22 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jámm? Hvað hefur eiginlega orðið um snjóinn? Við höfum greinilega verið að skoða gam- alt póstkort Ó, nei. Ég gleymdi að læra undir stærðfræðiprófið ÁransKlípa, klípa, klípa Aldrei geta martraðir bara verið martraðir þegar maður þarf virkilega á því að halda. Hún Solla er bara að stríða þér, hún getur ekki fengið tölvupóst í gegn- um teikniborðið sitt. Í augnablikinu er rúllustiginn bilaður BS nám í viðskiptafræði með vinnu í Háskóla Íslands Haldinn verður kynningarfundur um námið fimmtudaginn 3. júní kl. 12-13 í stofu 102 í Gimli. Nánari upplýsingar má finna á www.bsv.hi.is VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD FÉLAGSVÍSINDASVIÐ SUMAR Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin! Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Appelsínur fóru að birtast víðs vegar um vinnustaðinn í gær. Eina ástæða þess er líklega sú að ég hafði heyrt ummæli utanríkisráðherra, sem greindi samstarfsfélaga sínum Birgittu Jónsdótt- ur víst frá því að það versta sem mögu- lega gæti gerst ef Ísland sliti stjórnmála- samstarfi við Ísrael væri að kannski fengjum við þá engar appelsínur til lands- ins. Ég get allavega svarið það að aldrei hefur nokkur maður borðað appelsínu í vinnunni í minni viðurvist, en það gerðist nú samt tvisvar í gær. Og allt í einu var líka boðið upp á appelsínur í kaffinu. RÁÐHERRANN hefur kannski ekki ætlast til þess að þessi orð hans yrðu tekin bókstaflega. En með þeim gaf hann að minnsta kosti sterklega í skyn að til aðgerða yrði gripið eftir ógeðfelldar og óréttlætanlegar árás- ir Ísraela gegn óbreyttum borgur- um á alþjóðlegu hafsvæði. Íslensk- ir ráðamenn, sem hafa ekki alltaf þorað að taka slaginn og standa gegn mannréttindabrotum, tóku flestir í sama streng í gær og fordæmdu verkn- aðinn. ÞAÐ eru aðrir ávext- ir og fleiri vörur frá Ísrael seldar hér á landi. Appelsínus- kortur, og raunar skortur á öllum þessum vörum, er lágur fórnarkostnaður fyrir það að standa með almennum borgurum sem eru beittir ótrúlegu óréttlæti. Það er nú hægt að flytja inn appelsínur frá öðrum löndum, fjandinn hafi það. Í STÓRA samhenginu snýst þetta mál nefnilega lítið sem ekkert um árásina á mánudag, eins hræðileg og hún var. Það snýst um að Ísraelsmenn hafa gengið fram af heimsbyggðinni í fjölda ára, og það er löngu kominn tími á að eitthvað sé gert. Nú eygir maður veika von um að eitthvað örlítið skref verði stigið í rétta átt. ÁRÁSIN þjónaði þeim tilgangi að beina augum Vesturlandabúa, sem hafa verið of uppteknir af eigin vandamálum upp á síðkastið, aftur að þessu svæði. Svæði þar sem fólk er líklega lítið hugsi yfir banka- kreppum heimsins, enda vandamálin þar margfalt stærri. Svæði sem hefur verið vanrækt alltof lengi. ÉG ÍHUGAÐI í stutta stund að fá mér app- elsínu í kaffinu í gær, fyrst það virtist allt í einu vera í boði. Ég tók þó fljótt sönsum og viðurkenndi fyrir sjálfri mér það sem ég hef þó lengi vitað: að appelsínur eru vondar. Og þó þær verði aldrei aftur á vegi mínum hér á landi er mér nákvæm- lega sama. Ísrael og appelsínurnar BAKÞANKAR Þórunnar Elísabetar Bogadóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.