Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 27 Hómer Simpson er vinsælasta sjónvarps- og kvikmyndapersóna síðustu tuttugu ára, samkvæmt könnun bandaríska tímaritsins Entertainment Weekly. Í öðru sæti í könnuninni lenti galdrastrákur- inn Harry Potter og Buffy The Vampire Slayer varð í því þriðja. Að sögn Matts Groening, höf- undar The Simpsons-þáttanna, er Hómer svona vinsæll „vegna þess að öll erum við knúin áfram af löngunum sem við viljum ekki viðurkenna að við höfum“. Í fjórða sæti í könnuninni lenti Tony Sopr- ano úr þáttunum The Sopranos og Jókerinn úr Batman varð í því fimmta. Hómer er vinsælastur HÓMER SIMPSON Hómer er vinsæl- asta sjónvarps- og kvikmyndapersóna síðustu tuttugu ára. ENDLESS DARK Rokkararnir í Endless Dark spila á Sódómu Reykjavík um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Um næstu helgi verður hin árlega tattúhátíð haldin á Sódómu Reykja- vík. Þetta er í fimmta sinn sem hátíð- in er haldin og munu fjölmarg- ir listamenn, bæði innlendir og erlendir húðflúrarar sýna listir sínar á daginn meðan á hátíðinni stendur. Á kvöldin mun rokkið aftur á móti ráða ríkjum. Á meðal þeirra sem koma fram á föstudags- og laugardagskvöldið eru Cliff Cla- vin, Ultra Mega Technobandið Stefán, Endless Dark og Hoffman. Tónleikarnir hefjast stundvíslega á miðnætti og miðaverð er 500 krónur við hurð. Rokkað á tattúhátíð Rúmlega tuttugu hljómsveitir hafa verið bókaðar á tónlistar- hátíðina Villta vestrið sem verð- ur haldin á Akranesi 12. júní. Á meðal þeirra eru Cliff Clavin, Leaves, Berndsen, Bróðir Svart- úlfs, Ólafur Arnalds, Sykur og Útidúr. „Mér datt aldrei í hug að við myndum fá svona margar frá- bærar hljómsveitir. Þeim leist öllum mjög vel á framtakið og fannst einnig spennandi að koma á Akranes,“ segir skipuleggjand- inn Sigurmon Sigurðsson. Með hverjum seldum miða fylgir frítt niðurhal á geisladiski sem verður gefinn út á síðunni Gogoyoko.com. Á disknum er eitt lag með hverri hljómsveit sem kemur fram á hátíðinni. Miðasala fer fram á Midi.is og á Akranesi og kostar 2.000 krónur inn. Ein- ungis þrjú hundruð miðar eru í boði. Upphitunartónleikar verða haldnir á Sódómu Reykjavík 11. júní þar sem Bolywool, Cosmic Call, BOB og Tamarin Gunsling- er spila. Tuttugu hljómsveitir í villta vestrinu BERNDSEN Berndsen spilar á hátíðinni Villta vestrið á Akranesi 12. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Idol-stjarnan Adam Lambert hefur hvatt aðdáendur sína til að láta fé af hendi rakna til góð- gerðarmála í stað þess að senda sér gjafir á komandi tónleika- ferð sinni, Glam Nation Tour. Í síðustu tónleikaferð fékk hann fjölda gjafa sem hann vissi ekk- ert hvað hann átti að gera við. „Í stað þess að gefa mér gjafir getið þið sent pening til Donors- choose.org eða til annars góðgerðafélags,“ sagði söngvarinn á Twitter- síðu sinni. Lambert er að kynna sína fyrstu plötu, For Your Ent- ertainment, sem kom út í fyrra við góðar und- irtektir. Vill ekki fleiri gjafir ADAM LAMBERT Lambert vill að aðdáendur sínir styrki gott málefni. Rapparinn 50 Cent grennti sig um 25 kíló fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Things Fall Apart. Þar leik- ur hann banda- rískan ruðn- ingsspilara sem greinist með krabba- mein. Myndir af gjörbreytt- um rapparan- um birtust nýlega og vöktu þær mikla athygli. „Mér leið eins og ég hefði kannski gengið of langt en ég var í mjög góðu líkamlegu ásigkomulagi áður en ég ákvað að missa öll þessi kíló,“ sagði 50 Cent. 25 kíló fokin Í matargerðarlínunni GOTT Í MATINN teflum við fram góðum grunnhráefnum sem tilheyra mörgum ólíkum áherslum í matargerð. Í sumarblaðinu í ár leggjum við áherslu á grillmat sem hægt er að töfra fram við margvísleg tækifæri, ýmist sem nesti inni á hálendinu, í sumarbústaðnum, á skjólgóðum svölum eða í gróskumiklum garði á mildum sumardegi. Uppskriftirnar í nýja grillblaðinu eru í flestum tilvikum fljótlegar og einfaldar og síðast en ekki síst einstaklega góðar. Verði ykkur að góðu. MEÐAL EFNIS Í GRILLBLAÐINU: ·Góðir og girnilegir hamborgarar við öll hugsanleg tækifæri ·Einfaldar og fljótlegar uppskriftir fyrir fólk á ferðinni ·Sósur og meðlæti ·Gott í matinn - gott á grillið ·Með grillveislu í farangrinum ·Kryddsmjör með grillsteikinni GOTT Í MATINN - grillbl aðið -frá MS, berst til þín í dag eð a næstu daga. Njótið vel og verði ykkur að góðu! Nýja grillblaðið er stútful lt af góðum uppskriftum og hugmyndum. Hægt er að skoða blaðið inni á vefnum: www.gott imatinn.is www.gottimatinn.is FA B R IK A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.