Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 24
MARKAÐURINN 2. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T T E K T Skoðanir eru skiptar um hvaða leið-ir séu bestar í endurreisn Kauphall-arinnar og skráningu fyrirtækja á markað sem eftir hrun hafa ratað í eigu bankanna. Sumir telja að ekki verði hafist handa við endurreisn og nýskrán- ingu fyrirtækja í Kauphöllina fyrr en loku hafi verið fyrir það skotið að nokkuð geti farið aflaga á ný. Þá njóta hljómgrunns í bönkunum sjónarmið í þá veru að selja þurfi fyrirtæki til fjárfesta sem síðan hafi von um ábata þegar þau verði síðar skráð á markað. Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, Kauphallar Íslands, telur hins vegar að til að endurvekja traust á hlutabréfamarkaði við þær aðstæður sem nú ríki skipti mestu máli að koma inn á markaðinn með góð fyrirtæki og traust- vekjandi sem leggja muni áherslu á góða stjórnarhætti og að vera til fyrirmyndar á markaði. „Það er misskilningur að slík fyrirtæki séu ekki í landinu. Þau eru til og hafa þetta að leiðarljósi. Ég hef enga trú á öðru en að fjárfestar og almenningur sé nú þegar reiðubúinn til að skoða fjárfestingar í slík- um fyrirtækjum,“ segir Þórður. Þó svo að margir virðist telja að hlutabréfamarkað- ur hér á landi sé ónýtur og komi ekki til með að rétta úr kútnum fyrr en eftir ein- hver ár segist Þórður draga í efa að slík sjónarmið byggi á sterkum rökum. EKKI VAFALAUS SJÓNAR- MIÐ INNAN BANKANNA „Í fyrsta lagi er algjörlega klárt að menn hafa lært af bankahruninu og kristaltært að almenningur, fjárfestar, fjölmiðlar, greinendur, eftirlitsaðilar og aðrir verða allir á tánum og fylgjast gríðarlega vel með því sem gerist á hlutabréfamarkaði næstu misserin. Þessum aðilum er í lófa lagið að meta fyrirtækin og skoða þau frá ýmsum sjónarhornum þannig að ég hef engar áhyggjur af því að sá þáttur sem snýr að eftirliti verði eitthvað vanbúinn,“ segir Þórður. Aukinheldur bendir hann á að verið sé að gera umtalsverðar breytingar á laga- og reglugerðaumhverfi kauphallarviðskipta. „Í því sambandi má nefna frumvarp til laga um hlutafélagalög þar sem þrengt er að viðskiptum tengdra aðila, bónusar tengdir langtímahagsmunum félaga og þar fram eftir götunum. Gerðar eru heilmikl- ar bragarbætur í frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki og viðskiptalífið hefur sett ítarlegar reglur og leiðbeiningar um stjórnarhætti. Allt þetta umhverfi er því gjörbreytt og engin ástæða til að ætla að hlutirnir hrökkvi einhvern veginn í sama far og þeir voru í hér áður.“ Til viðbótar segir Þórður að hafa verði í huga að nú séu engar að- stæður til þess að búa til það óeðli sem hlaupið var í mark- aðinn. „Meginástæðan fyrir bankahruninu voru auðvit- að flókin hagsmuna- og eigna- tengsl banka, fyrirtækja og einstaklinga, þar sem bankar lánuðu í einkahlutafélög og ein- stök félög þar sem ýmsir telja að hafi verið um markaðsmis- notkun að ræða líkt og fjall- að er um í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þetta er náttúrlega eitthvað sem gerist ekki aftur því fjármálafyrirtækin eru nú allt öðruvísi upp byggð,“ segir hann og bendir á að nú séu ekki stórir eigendur að bönk- unum sem líka eigi fyrirtæki úti í bæ og geti farið að hagræða lánveitingum og öðru slíku hugsanlega með tilliti til eigin hagsmuna. „Eldsmaturinn í svona ástandi eins og var, hann er einfaldlega ekki til staðar.“ Þórði finnst því allt leggjast á sömu sveif og gera að verkum að ekki sé ástæða til annars en að ýta úr vör hluta- bréfamarkaðnum á nýjan leik. „Nú er hins vegar algengt sjónarmið innan bankanna sjálfra að selja eigi fyr- irtækin til stórra hluthafa og þeir eigi síðan að innleysa hagnað með því að skrá þau á markað. Þetta sjónarmið finnst mér alls ekki vafalaust. Hvers vegna að taka einhverja kategóríska ákvörðun um að al- menningur geti ekki verið hluti af upp- sveiflunni og hagnast í byrjun á hluta- bréfamarkaði? Það er ljóst, miðað við allar hagsveiflu- og hlutabréfamarkaðskenn- ingar að falist geta gríðarlega mikil tæki- færi fyrir almenna fjárfesta í botni hags- veiflunnar.“ Eins segir Þórður rangt að halda því fram að fyrirtækin séu ekki skráningar- hæf vegna skuldsetningar og fjárhags- legrar stöðu þeirra. „Auðvitað er hér á landi fjöldinn allur af fyrirtækjum sem Erum reynslunni ríkari eftir hrunið NASDAQ OMX ICELAND Skammt dugar að skella plástri á brostið traust. Uppi eru efasemdarraddir um að Kauphöllin nái að rétta úr kútnum eftir hrun það sem hér hefur orðið í efnahags- og viðskiptalífi. Aðrir segja Kauphöllina einmitt verkfærið sem þarf í endurreisnina, til þess séu vítin að varast þau og nú vandi menn sig betur. MARKAÐURINN/SAMSETT MYND Lagaumgjörð sem í smíðum er og tekur á kauphallarstarfsemi geng- ur ekki nógu langt til að hún fái byggt undir traust á Kauphöllinni eftir allt sem aflaga hefur farið, að mati Vilhjálms Bjarnasonar, fjárfestis og lektors við viðskipta- deild Háskóla Íslands. Vilhjálmur er jafnframt framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Það þarf að byrja á því að fara í gegn um hlutafélagalögin og athuga hvað það er sem gerir hluta- bréf vonlaus á markaði,“ segir Vilhjálm- ur um hvað til þurfi að koma til að hér fái hlutabréfamarkaður þrifist með góðu móti á ný. Hann segir að tryggja þurfi betur jafnræði hluthafa og koma í veg fyrir markaðsmisnotkun. „Og það þarf að hætta ofurskattlagningu á sparifé,“ bætir hann við. Vilhjálmur segir að frumvarp sem nú er í meðförum Alþingis og snýr að minni- hlutavernd og fleiri þáttum í lögum um hlutafélög, einkahlutafélög og um árs- reikninga gangi ekki nógu langt í að verja rétt smærri hluthafa fyrirtækja. „Svo er sú staðreynd ein að hér hafi verið stund- uð markaðsmisnotkun í fimm ár rannsóknarefni út af fyrir sig,“ segir hann og telur fásinnu að fara af stað með hlutabréfavið- skipti á ný fyrr en lokað hefur verið fyrir möguleika á slíku. „Við bætist svo að hluthafar lenda nú í veseni vegna auðlegðarskatts- ins. Og svo veit maður ekki hvar þessi tekjuskattur af arði á eftir að lenda. Ríkisstjórnin er að binda girðingar um það að menn kaupi nokkurn tímann.“ Þá þykir Vilhjálmi ekki gæfulegt að stefna að því að skrá Haga á markað með fyrrverandi eiganda, Jóhannes Jónsson, kenndan við Bónus, í stjórnarformanns- sætinu. „Það skortir enn þá allan trú- verðugleika og stjórnvöld hafa ekki byggt hann upp.“ Annað sem Vilhjálmur bendir á er að Fjármálaeftirlitið hafi hingað til ekki talið hlutverk sitt að hafa eftirlit með brotum á hlutafélagalögum í skráðum félögum. „Skráð félög eru eftirlitslaus hvað varð- ar hlutafélagalög í kauphöll. Þau lög eru á einskis manns borði hvað eftirlit varð- ar.“ - óká VILHJÁLMUR BJARNASON Koma þarf í veg fyrir markaðsmisnotkun Vilhjálmur Bjarnason telur langt í land með að byggja aftur upp traust á kauphallarviðskiptum. Forstjóri Kauphallarinnar dregur í efa að sjónarmið í þá veru að hlutabréfamarkaður sé ónýtur og verði í mörg ár að rétta úr kútnum eigi við rök að styðjast. Óli Kristján Ármannsson tók hann tali og kíkti á stöðu Kauphallarinnar. ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.