Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 28
2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR4
REYKJANESBÆR
Keflavíkurkirkja 1915 er yfirskrift
gamaldags guðsþjónustu sem
haldin verður í Keflavíkurkirkju
sunnudaginn 6. júní.
Gamaldags guðsþjónusta verður
haldin í Keflavíkurkirkju klukkan
19.15 næsta sunnudag. Yfirskrift
guðsþjónustunnar er Keflavíkur-
kirkja 1915 og verður saga kirkj-
unnar rifjuð upp auk þess sem
gamlir en þekktir sálmar verða
sungnir.
Prestur er séra Skúli S. Ólafs-
son, organisti Arnór Vilbergsson
og Jóhann Smári Sævarsson syng-
ur einsöng. - eö
Gamaldags
guðsþjónusta
Gamaldags guðsþjónusta verður haldin
í Keflavíkurkirkju á sunnudaginn og
gamlir sálmar sungnir.
750 ungmenni fá sumarstörf hjá
Reykjanesbæ í sumar. Ungmenn-
in hefja störf í þessari viku og
þeirri næstu.
Um 500 ungmenni sóttu um störf
hjá Vinnuskólanum í Reykjanesbæ
sem byrjar í næstu viku. Auk þess
ákvað bæjarfélagið að bjóða skóla-
fólki á aldrinum 17 til 20 ára störf
við ýmis verkefni í sumar og sóttu
um 200 ungmenni á þeim aldri um
vinnu.
Allir sem sóttu um fengu vinnu
og ef taldir eru með þeir sem
voru ráðnir sem flokksstjórar við
vinnuskólann og í sumarátak eða
afleysingar hjá stofnunum bæj-
arins hefja alls um 750 ungmenni
störf í þessari viku og þeirri næstu
hjá bæjarfélaginu. - eö
Sumarstörf
fyrir 750
Um 500 ungmenni hefja störf hjá
vinnuskólanum í næstu viku.
„Við sinnum bæði rannsóknum
og fræðslumálum,“ útskýrir dr.
Sveinn Kári Valdimarsson, for-
stöðumaður Náttúrustofu Reykja-
ness. Auk hans eru þar þrír starfs-
menn en að jafnaði starfa tíu til
fimmtán manns í húsinu við rann-
sóknir, bæði Íslendingar og erlend-
ir vísindamenn.
„Við erum í töluverðu samstarfi
við ýmsa aðila en á síðustu fimm
árum hafa gistinætur erlendra
vísindamanna á vegum stofunn-
ar verið um 260 á ári og hér geta
verið allt upp undir fimmtán þjóð-
erni í einu að vinna. Núna eru hér
Hollendingar og Ameríkumenn
að rannsaka strandfugla,“ segir
Sveinn Kári en undanfarin sex ár
hafa fuglarannsóknir verið stór
hluti af vinnu stofunnar.
Nýlega fékk Náttúrustofan verð-
laun fyrir ritgerð um B-vítamín-
skort í fuglum sem kom út á síð-
asta ári en sú ritgerð var unnin í
samvinnu við Háskólann í Stokk-
hólmi. „Verðlaunin heita Cozzarelli
og eru veitt af The National Acad-
emy of Science. Þau eru gríðarleg
viðurkenning.“
Sveinn Kári segir verkefni Nátt-
úrustofunnar flest unnin að frum-
kvæði stofunnar en tengjast einn-
ig mastersverkefnum, til dæmis við
Háskóla Íslands. Meðal yfirstand-
andi verkefna stofunnar er kort-
lagning fjörunnar á Reykjanes-
skaganum og mastersverkefni við
HÍ, Eldfjallagarður á Reykjanes-
skaga, þar sem sjálfbærni í ferða-
mennsku er meðal rannsóknar-
efna. „Það verkefni miðar að því að
kynna og sýna það sem ferðamenn
eru komnir hingað til að sjá, á sem
sjálfbærastan og náttúruvænstan
hátt. Við eigum gríðarlegan fjársjóð
í náttúrunni og þar leynast sóknar-
færi sem verður hægt að byggja á
þessari rannsóknarvinnu.“
Friðun hafsvæða og möguleg-
ir þjóðgarðar í sjó er annað viða-
mikið verkefni sem Náttúrustofan
hefur nýlokið. Þar rannsökuðu vís-
indamenn stofunnar þá möguleika
sem friðun hafsvæða gæti haft á
fiskveiðar og fiskveiðistjórnun og
verndun líffræðilegs fjölbreyti-
leika í sjónum. Niðurstöður rann-
sóknarinnar segir Sveinn Kári geta
nýst stjórnvöldum, meðal annars
til að uppfylla þá alþjóðasamninga
sem gerðir hafa verið um líffræði-
legan fjölbreytileika og fiskveiði-
stjórn. Hann segir hafið lítið hafa
verið rannsakað og næg verkefni
fram undan.
„Það kom í ljós við þessa vinnu
hvað vantar mikið af upplýsingum
og hvað við vitum alltof lítið um þá
fiskistofna sem í kringum okkur
eru. Því er mikilvægt að sinna
rannsóknum og safna upplýsing-
um í gagnagrunna.“
Nánar má kynna sér starfsemi
Náttúrustofu Reykjaness á heima-
síðunni, nr.is heida@frettabladid.is
Rannsóknir á Reykjanesskaga
Náttúrustofa Reykjaness er ein af sex náttúrustofum landsins. Umdæmi hennar er allur Reykjanesskaginn og hefur stofan nú starfað í tíu ár að
rannsóknum á fuglalífi, lífríki hafsins og náttúrufari Reykjanesskagans.
Sýni tekið til greiningar á fuglaflensu.
MYND/NÁTTÚRUSTOFA REYKJANESS
Gunnar Þór Hallgrímsson, Ellen Magnúsdóttir og Bob Dusek við veiðar á sanderlum við Garðskaga en rannsóknir
á fuglum eru viðamikill hluti starfsemi Náttúrustofu Reykjaness. MYND/JEROEN RENEERKENS
Ásbrú er samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs sem hefur verið að byggjast upp í
Reykjanesbæ á undanförnum þremur árum. Hér er stærsti háskólagarður íslands, metnaðarfullt
nám hjá Keili, eitt stærsta frumkvöðlasetur landsins, auk fjölda annarra spennandi verkefna á
borð við orkurannsóknarsetur, heilsuþorp og alþjóðlegt gagnaver.
Ertu með viðskiptahugmynd? Í frumkvöðlasetrinu
Eldey býður Kadeco í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð
Íslands upp á frábæra aðstöðu fyrir frumkvöðlafyrirtæki.
Bæði skrifstofuaðstaða og smiðjurými eru laus.
Eldvörp er glæsilegt, nýuppgert skrifstofuhótel
byggt á hugmyndafræði norrænna vísindagarða þar sem
þekkingarfyrirtæki eru í návist hvort við annað og deila
fundarherbergjum og ráðstefnusal. Í boði eru skrifstofur
fyrir smáfyrirtæki eða jafnvel einstaklinga í verkefnavinnu
jafnt sem stærri skrifstofur.
Samfélag
frumkvöðla,
fræða og
atvinnulífs
hefur risið á Ásbrú
Í REYKJANESBÆ
www.eldvorp.is
Til að sækja um aðstöðu í Eldey eða Eldvörpum hafið samband við Kadeco í síma: 425-2100 eða fyrirspurnir@kadeco.is
www.asbru.is