Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 33
H A U S MARKAÐURINN Ú T T E K T 7MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2010 Tæpur helmingur fyrirtækja er í skilum með lán sín við Íslandsbanka og tæp tíu prósent á at- hugunarlista. Rétt rúm fjörutíu prósent fyrir- tækja eru í vanskilum. Sjávarútvegsfyrirtæki eru flest í skilum við bankann en tæp áttatíu prósent eignarhaldsfélaga. Þetta kom fram í máli Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á morgun- fundi Samkeppniseftirlitsins um yfirtöku banka á atvinnufyrirtækjum fyrir rúmri viku síðan. Birna benti á að inni í eignarhaldsfélögunum væru oft á tíðum traust félög sem væru ýmist í skil- um eða í fjárhagslegri endurskipulagningu. Jafn- framt kom fram í máli hennar að bankinn hefði ekki tekið mörg fyrirtæki yfir. Þau sem lent hafi í höndum bankans fari hins vegar sem fyrst í sölu- ferli sem sé opið og gagnsætt ef því verði komið við. Birna kvaðst hins vegar hafa efasemdir um skráningu fyrirtækja í eigu bankanna á mark- að við núverandi aðstæður. Hún sagði markaðs- skráningu vera ábyrgðarhluta og að vinna verði með fyrirtækin og laga til í rekstri þeirra áður en að skráningu geti komið. Þá sagði Birna það væn- legri leið að selja fyrirtækin fyrst fjárfestum, sem síðan kynnu að innleysa hagnað þegar þau yrðu skráð síðar á hlutabréfamarkað. - jab/óká MORGUNFUNDUR Fjárhagsleg endurskipulagning þarf að fara fram áður en hægt verður að skrá fyrirtæki á markað, segir banka- stjóri Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bíða verður með skráningu Rúm fjörutíu prósent fyrirtækja eru í vanskilum við Íslandsbanka Félögum í Kauphöllinni (Nasdaq OMX Iceland) hefur fækkað veru- lega og varð náttúrulega mesta blóðtakan með falli bankanna haustið 2008. Núna eru einungis níu fyrirtæki skráð á aðallista Kauphallarinnar og þrjú eru skráð á First North-markaðinn. Af félög- um á aðallista eru fjögur færeysk: Føroya Banki, Eik Banki, Atlantic Airways og Atlantic Petroleum. Íslensku fyrirtækin eru svo Icelandair Group, Marel, Nýherji, Sláturfélag Suðurlands og Össur. Það er hins vegar ekki svo að hér á landi sé ekki að finna fyrirtæki tæk á markað. Allmargir telja raunar að hér sé að finna fjölda fyrirtækja sem bæði gætu haft af því hag að sækja fjármögnun á markað og fjárfestar kynnu að hafa áhuga á. Eitt slíkt fyrirtæki hefur þegar upplýst um fyrirætlan sína um skráningu en það er nýsköp- unarfyrirtækið Marorka, sem hannar og framleiðir orkusparandi búnað fyrir skip. Hér fer á eftir listi yfir fyrirtæki sem kynnu að koma upp í hugann þegar velt er upp kostum hér innanlands sem erindi kynnu að eiga í endurreista Kauphöll. Taka ber fram að listinn er ekki tæmandi og segir ekkert um áhuga aðstandenda þessara fyrirtækja á því að leita skráningar: 66° Norður - framleiðandi útivistar- og vinnufatnaðar. Arion Banki - banka- og fjármálaþjónusta á landsvísu. Brim - útgerðarfélag með starfsemi víða um land. CCP - hugbúnaðarfyrirtæki sem vinnur að þróun og framleiðslu tölvuleikja. Eimskip - flutningafyrirtæki með starfsemi heima og erlendis. Hagar - verslunarfyrirtæki með fjölda verslana (m.a. Bónus og Hagkaup). Icelandic Group - samstæða fyrirtækja í framleiðslu og sölu sjávarafurða. Íslandsbanki - sinnir banka- og fjármálaþjónustu á landsvísu. Jarðboranir - sérhæft fyrirtæki á sviði jarðhitanýtingar. Landsbankinn - sinnir banka- og fjármálaþjónustu á landsvísu. MP Banki - banka- og fjármálaþjónustufyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík. Promens - framleiðslufyrirtæki í plastiðnaði með starfsemi víða um heim. Fasteignafélagið Reitir - þjónustufyrirtæki sem leigir út atvinnuhúsnæði. Skeljungur - olíufélag með þjónustu- og verslunarrekstur um land allt. Vodafone - fjarskipta- og símafyrirtæki með starfsemi um land allt. Samherji - flutningafyrirtæki með starfsemi heima og erlendis. Síminn - fjarskipta- og símafyrirtæki með starfsemi um allt land. Sjóvá - Sjóvá-Almennar líftryggingar, tryggingafélag með starfsemi um land allt. TM - Tryggingamiðstöðin er tryggingafélag með starfsemi um land allt. Valitor - þjónustufyrirtæki á sviði greiðslumiðlunar. VÍS - Vátryggingafélag Íslands, stærsta tryggingafélag landsins. Þ E S S I K Y N N U A Ð E I G A E R I N D I Í K A U P H Ö L L I N A Í KAUPHÖLLINNI Magne Arge, forstjóri Atlantic Airways og Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallarinnar, við skráningu Atlantic Airways á markað hér á landi undir árslok 2007. MARKAÐURINN/VILHELM er í fínum rekstri og ágætri stöðu. Hverjum dettur til dæmis í hug að draga þá ályktun að fyrirtæki á borð við CCP sé ekki skráningarhæft. Það er bara eigendanna þar að taka ákvörðun um skráningu.“ AÐHALD KOMI VÍÐAR AÐ EN FRÁ EFTIRLITSSTOFNUNUM Forstjóri Kauphallarinnar varar við einhliða sýn á stöðu mála og óþarfa svartsýni. „Það þarf líka að horfa á jákvæðu hliðarnar. Innan um erum við með fyrirtæki í fínum rekstri sem eiga fullt erindi á markað og væri hið besta mál að skrá. Síðan er það að sjálfsögðu forsvarsmanna fyrirtækjanna að leggja í þá vegferð með svolítinn metnað að leiðar- ljósi, að gera þetta vel, vera til fyrirmyndar, vera framsækið, fylgja reglum og góðum stjórnarhátt- um og umgangast markaðinn almennt af virðingu. Jafnframt tel ég að fjárfestar og eigendur fyrirtækja hafi lært það af kreppunni að sá háttur sem var á hjá okkar fyrirtækjum sé engin leið til að byggja á til framtíðar.“ Fyrsta skrefið í að byggja upp markaðinn segir Þórður vera að skrá eitt fyrirtæki. Síðan annað og svo koll af kolli. „Það þarf ekki mikið til að fara af stað. Ég hef þá staðföstu trú að í sjálfu sér sé sjálf- sagt fyrir okkur að fara hægt, en að nauðsynlegt sé að fara af stað. Áfram er verið að byggja upp og viðhalda þekkingu í bönkunum og fjármálafyr- irtækjunum. Ekki á að sitja á höndunum. Að sitja á tækifæri er glatað tækifæri.“ Þórður segist hafa hlustað á marga þá gagnrýni sem sett hafi verið fram um umgjörð þá sem Kaup- höllinni sé búin, og einfaldlega ekki alveg sammála öllum þeim sem sett hafa hana fram. „Þótt settar séu fram góðar og gildar athugasemdir þá er verið að gera úrbætur og í það minnsta mat stjórnvalda að þar hafi tekist að gera ágæta hluti. Svo er hitt sem ég tel vera meginmál, að umhverfið núna er þannig úr garði gert að það er engin leið til að hlut- ir fari jafn aflaga. Maður þarf að vera mjög nei- kvæður og svartsýnn til að ætla að menn reyni ekki að gera betur en áður.“ Þórður segir ekki rétta leið að setja mál þannig upp að búa verði til fullkomið regluverk um markaðinn áður en af stað sé farið á ný. „Menn eiga hins vegar að vinna með laga- og reglugerðarbreytingar eins og verið er að gera núna. Ég er sannfærður um að fyrirtæki, sem ætlar að fá til sín fjárfesta, munu leggja áherslu á að um- gangast hlutaðeigandi af virðingu og virða lög og reglur sem þar um gilda. Öðruvísi eiga menn þess engan kost að ná í fjármagn á markaði.“ Þá telur Þórður að verðugt verkefni kynni að vera fyrir félag á borð við Samtök fjárfesta, með Vil- hjálm Bjarnason í fararbroddi, að setja upp kerfi hjá fagfjárfestum þar sem væri leiðbeiningaþjónusta um ábendingar vaknaði grunur um að eitthvað væri ekki í lagi. „Mér fyndist upplagt að virkja þenn- an vettvang í þá veru, ef menn hefðu til að mynda áhyggjur af því að menn ætluðu aftur í gömlu spor- in.“ Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Kynntu þér málið á mp.is eða hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · Ármúla 13a Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Gjaldeyrisreikningar Erlend viðskipti Innheimtuþjónusta Fyrirtækjaráðgjöf Netbanki & þjónustuver Kreditkort Ávöxtun innlána Veltureikningur Fjármögnun Ábyrgðir Þeir sem kunna að meta stuttar boðleiðir og skjóta ákvarðanatöku ...eru fljótastir að flytja sig til okkar. Ágústa Finnbogadóttir, viðskiptastjóri Ármúla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.