Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 HEILBRIGÐISMÁL Vandamál vegna öskufjúks eru líkleg til að verða viðvarandi allt þetta ár og jafn- vel árum saman. Svifryksmengun vegna öskufjúks var yfir heilsu- verndarmörkum á höfuðborgar- svæðinu á mánudag. Öskufjúk hefur gert fólki lífið leitt víða á Suðurlandi undanfarna daga. Lítið hefur rignt og því hafa gosefnin fokið auðveldlega í stífum vindi. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengu einnig sinn skammt eins og sást vel á skítugum bílum í gærmorg- un og mistri sem lá yfir borginni. Víða var þeirri spurningu velt upp hversu lengi öskufjúk muni valda fólki óþægindum. Björn Oddsson, jarðeðlisfræð- ingur á Jarðvísindastofnun, segir ljóst að öskufjúk muni verða við- varandi vandamál í sumar. „Hins vegar ræðst það af veðri næstu misserin hversu lengi við getum átt von á öskufjúki í verulegum mæli. Ef sumarið verður þurrt og vinda- samt og snjór fellur síðan á ösk- una verður hún til staðar á næsta ári. Verði blautt aukast líkurnar á því að þetta fína efni hverfi. Menn þurfa hins vegar að búa sig undir þann möguleika að þetta verði við- varandi næstu árin og því meiri líkur á vandamálum sem nær dreg- ur eldstöðinni.“ Anna Birna Jensdóttir, fram- kvæmda- og hjúkrunarstjóri hjúkr- unarheimilisins Sóltúns, segir að eftir að það byrjaði að gjósa í Eyja- fjallajökli hafi einkavarnanefnd Sóltúns fundað, en slíkar nefnd- ir starfa samkvæmt tilmælum frá Almannavörnum. Þá voru viðbrögð við öskufjúki undirbúin. „Við erum með mjög viðkvæmt fólk hérna hjá okkur og þess vegna fór áætlunin í gang á mánudag.“ Anna Birna segir að slökkt hafi verið á loftræstikerfi Sóltúns og hurðum og gluggum hafi verið haldið lokuðum í gær. Hún segir mestu hættuna felast í því hversu fínt rykið er og því ósýni- legt. Þess vegna sé allur vari hafð- ur á. Frá Umhverfis- og samgöngu- sviði Reykjavíkurborgar fengust þær upplýsingar að svifryksmeng- unin hafi farið yfir heilsuverndar- mörk í Reykjavík á mánudag. Loft- gæði hafi hins vegar verið ágæt í gær, þó að skítugir bílar hafi bent til annars. Þar var öskufjúki næt- urinnar um að kenna. Svifryk í Reykjavík mældist 400 míkró- grömm á rúmmetra sem er með því mesta sem mælist. Svifryksmeng- un í Reykjavík hefur mælst yfir heilsuverndarmörkum í þrígang frá því í apríl vegna öskufjúks frá Eyjafjallajökli. svavar@frettabladid.is Öskufjúk mun verða vanda- mál allt árið Svifryksmengun hefur farið yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík vegna öskufjúks frá Eyjafjallajökli. Jarðeðlis- fræðingur telur líklegt að vandamál vegna fjúks verði viðvarandi næstu ár. Veður ræður þó miklu þar um. Við erum í skýjunum! Nokkur þúsund manns þáðu boð um að gera sér glaðan dag með okkur í tilefni 35 ára afmælis Bílabúðar Benna, í blíðskaparveðri síðastliðinn laugardag. Við erum alveg í skýjunum með þátttökuna. Þökkum kærlega fyrir samveruna og vonum að allir hafi notið dagsins jafn vel og við. Með sumarkveðju, starfsfólk Bílabúðar Benna Viltu reynslua ka Spark í sex mánuði? Þú getur unnið sex mánaða af not af Chevrole t Spark með því að taka þátt í Chevrolet bíla leiknum okkar. Þú kemst í pott inn með því að mæta í Chevrol et salinn á Tangarhöfða og reynsluaka Che vrolet gæðabíl. Sá heppni verð ur dreginn út 1 8. júní á Bylgju nni. 35 ára Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - www.benni.is - benni@benni.is Chevrolet Spark L kr. 1.990.000 LS kr. 2.290.000 REYKJAVÍK Í GÆR Fínt öskulag var greinilegt í gærmorgun eftir öskufjúk um nóttina. Í Reykjavík má búast við lítilsháttar óþægindum í sumar en viðvarandi vanda næst eldstöðinni lengi enn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STANGVEIÐI Þýski sjóstangveiði- maðurinn Frank Petzold veiddi um helgina 130 sentimetra hlýra sem vó 20 kíló. Þetta mun vera stærsti hlýri sem veiðst hefur á sjóstöng við strendur Íslands. Frank hefur ásamt hópi þýskra sjóstangveiðimanna verið við veiðar við Flateyri og Suðureyri undanfarnar vikur. „Maímánuður hefur verið með eindæmum góður fyrir þýsku sjómennina en þeir hafa raðað inn stórlúðunum síðastliðnar vikur,“ sagði Róbert Schmidt, leiðsögumaður hjá Hvíldarkletti, sem gerir út sjóstangveiðibáta á svæðinu. Hann bætti við að auk hlýrans hefðu bæði 108 og 110 kílóa stórlúður komið á land á síðustu dögum. Kunnugir hafa hingað til talið það nær ógerlegt að veiða hlýra á sjóstöng en auk þess stóra hafa 19,2 og 15 kílóa hlýrar komið á land undanfarið. Búist er við um þúsund ferða- mönnum til Flateyrar og Suður- eyrar í sumar sem koma þangað gagngert til þess að stunda sjó- stangveiði. - mþl Einstök tíð hjá veiðimönnum fyrir vestan: Langstærsti hlýri sem veiðst hefur á sjóstöng LAUN ERFIÐISINS Þýskur stangveiði- maður nýbúinn að landa risahlýra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.