Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 3 „Krakkarnir eru yfir sig hrifnir af Landnámsdýragarðinum, enda margt forvitnilegt og spennandi að sjá og indælt að geta klappað nýbornu ungviðinu og fylgst með því í návígi,“ segir Dagný Gísladótt- ir, kynningarstjóri Reykjanesbæjar um nýjustu viðbót bæjarins þegar kemur að afþreyingu barna- og fjöl- skyldufólks suður með sjó. Landnámsdýragarðinn er að finna við Víkingaheima á Fitjum og í honum má skoða kálfa, lömb, kan- ínur, hænsni, endur og kiðlinga, eða „geitunga“ eins og mannabörn kalla stundum afkvæmi geita. Í Víkingaheimum er einnig upp- lagt að skoða safnið og víkingaskip- ið Íslending, sem er hluti af sýningu Smithsonian-safnsins: Vikings – The North Atlantic Saga. Í Víkingaheim- um má einnig sjá sýningu frá forn- leifauppgreftri í Höfnum síðasta sumar þar sem talið er að finna megi elsta landnámsskála Íslands. „Reykjanesbær og náttúruperlan Reykjanes eru ávísun á ómótstæði- lega skemmtun fyrir fjölskylduna. Á Ljósanótt opnum við leikjagarð í Rammanum þar sem leikmunir og sviðsmyndir Latabæjar munu skipa stórt hlutverk og gestir geta sett sig í spor Íþróttaálfsins, Sollu stirðu og annarra persóna úr Latabæ. Þar verða fleiri skemmtilegar sýningar á næstunni og þar er flóamarkaður allar helgar með handverki heima- manna og veitingasölu,“ segir Dagný og gefur hugmynd að draumadegi fjölskyldunnar á Suðurnesjum. „Það er óbrigðult gaman að byrja daginn á ævintýraferð í Vatnaveröld þar sem úir og grúir af skemmtileg- um vatnsleiktækjum fyrir yngstu kynslóðina og kíkja svo á skessuna í hellinum, sem er ógleymanleg upp- lifun barna. Þá er ísinn í Reykjanes- bæ víðfrægt sælgæti og stutt í allar áttir ef fólk langar að skoða fagra náttúru Reykjaness. Með tilkomu Ósabotnavegs er nú hægt að taka stærri hring og fara út á Reykja- neshafnir með viðkomu í Sandgerði og Garðinum,“ segir Dagný og á þá við ónefnt stolt Reykjanesbæjar sem er tíu kílómetra löng strandleið sem er vinsæl til gönguferða, hjólreiða og skokks. „Þar höfum við sett upp fræðslu- skilti um sögu, fugla- og dýralíf, en staðurinn er auðvitað gamall sjó- sóknarbær þar sem sjá má gamlar bryggjur og útræði ásamt blásandi hvölum, höfrungum, hnísum og fjöl- skrúðugu fuglalífi við ströndina,“ segir Dagný um strandleiðina sem nær frá Grófinni, þar sem skessan býr, að Stapa, þar sem Stapadraug- urinn ógurlegi heldur sig eins og margir kannast við. Þess má geta að ókeypis er í Land- námsdýragarðinn sem er opinn alla daga frá klukkan 10 til 17 og frítt í sund fyrir öll börn alla daga. thordis@frettabladid.is Nýbornum kiðlingum klappað suður með sjó Reykjanesbær er á góðri leið með að verða uppáhaldsdægrastytting fjölskyldunnar, enda mikið kapp lagt á fjölbreytta afþreyingu fyrir lífsglatt barnafólk. Nýjasta gamanið er Landnámsdýragarður meðal Fátt jafnast á við umönnun krúttlegs hænuunga í grænni sumarsveit við duggandi sæinn. Fjörugur og dúnmjúkur kiðlingur í fangi frískra pilta í Landnámsdýragarðinum. MYND/HILMAR BRAGI BÁRÐARSON Skessan í Svartahelli er í senn blíð og ógnvekjandi þar sem hún situr og hrýtur svo hátt að glymur í. Í Víkingaheimum má skoða glæsilega víkingaskipið Íslending og fleira tengt víkingaöldinni. Landnámsgarðurinn hefur slegið í gegn hjá ungum Íslendingum, enda eru þar margir góðir íbúar. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna OPIÐ: 6:45 - 20:00 virka daga, 8:00 - 18:00 um helgar Frítt fyrir börn fjölskyldusundlaug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.