Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 18
18 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR Neyðaraðstoð Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands Aðstæðum á jarðskjálftasvæð-inu á Haítí verður vart með orðum lýst og þær eiga bara eftir að versna. Rigningatímabilið hófst sem betur fer með seinna móti þetta árið en nú er farið að rigna fyrir alvöru. Fólk sem missti heimili sín í jarðskjálftanum 12. janúar veður elginn á daginn og sefur í bleytunni á nóttunni. Sendifulltrúar Rauða kross Íslands starfa nú á þrennum víg- stöðvum í baráttunni við yfirstand- andi neyð – við umönnun sjúkra, gerð hreinlætisaðstöðu og dreifingu hjálpargagna. Alls hafa 20 sendi- fulltrúar Rauða krossins farið til starfa á Haítí, flestir í 4-6 vikur í senn og allt bendir til að fleiri fari á næstu vikum og mánuðum. Nú eru þar fjórir íslenskir sendifulltrúar – þrír hjúkrunarfræðingar og sér- fræðingur um vatn og frárennslis- mál. Hjálparstarfið fer fram við hrika- legar aðstæður og þarfir þeirra sem búa við nístandi neyð virðast stundum yfirgnæfa getuna til að aðstoða. Þéttbýl og fjölmenn höfuð- borg fátæks lands er rústir einar. Ef húsarústunum yrði safnað saman og þær settar í haug sem væri 33 x 33 metrar að flatarmáli myndi haugur- inn ná upp í 21 kílómetra hæð. Full- trúi Sameinuðu þjóðanna segir að það tæki 1.000 vörubíla 1.000 daga að flytja þetta allt í burtu. Milljónir á vergangi Allt að 300 þúsund manns létu lífið í skjálftanum fyrir fjórum mán- uðum. Hundruð þúsunda slösuð- ust og margir þeirra þurfa enn á læknisaðstoð að halda. Á þriðju milljón manna er komin á vergang. Í yfirfullum flóttamannabúðum búa konur og börn við ógnvekjandi öryggisleysi sem lýsir sér meðal annars í óþolandi ofbeldisverkum, sem erfitt hefur reynst að stemma stigu við. Gífurleg þrengsli eru á þeim svæðum þar sem eftirlifendur haf- ast við, bæði í höfuðborginni Port- au-Prince og í stærri bæjum sem urðu illa úti. Fjöldi manna lætur fyrir berast undir plastrenningum við húsarústir sem eitt sinn voru heimili þeirra. Víða er ekki hægt að dreifa tjöldum því það er einfald- lega ekki pláss fyrir þau. Við þessar kringumstæður hefur hjálparstarf Rauða krossins í raun gengið ótrúlega vel. Ríflega 80 þús- und fjölskyldur hafa fengið plast- ábreiður, verkfæri og annað sem þarf til að koma sér upp bráða- birgðaskýli. Fjórir spítalar og 41 færanleg sjúkrastöð á vegum Rauða krossins hafa sinnt 100 þúsund sjúk- lingum. Rauði krossinn hefur dreift 230 þúsund teppum, 130 þúsund mosk- ítónetum, 60 þúsund pökkum með eldunaráhöldum og 90 þúsund hreinlætispökkum. Samtals 120 þúsund rúmmetrum af vatni hefur verið veitt til rúmlega 300 þúsund manna. Um 185 þúsund plastábreið- um hefur verið dreift og tæplega sjö þúsund tjöldum. Allt þetta leggst við það sem önnur hjálparsamtök hafa gert, bæði stofnanir Samein- uðu þjóðanna og frjáls félagasam- tök, lítil og stór. Í heild væri hægt að leggja plast- renningana saman, sem búið er að dreifa á Haítí, og þá næðu þeir frá Reykjavík til Moskvu. Hjálparsam- tök hafa gert áætlanir um að reisa 125.000 traust fellibylja- og jarð- skjálftaheld skýli fyrir 625.000 manns – tvöfalt fleiri en búa á Íslandi – á næstu 18 mánuðum. Ef við viljum einfalda dæmið getum við hugsað okkur að það þurfi að byggja einföld hús fyrir hverja ein- ustu íslenska fjölskyldu – og verk- inu þurfi að ljúka fyrir apríl á næsta ári. Enn mikið óunnið Framundan eru óþrjótandi verk- efni við að mæta grunnþörf- um allra þeirra sem enn búa við ömurlegar aðstæður og nagandi óvissu um framtíðina á Haítí. Fellibyljatímabilið hefst um mitt sumar og varir fram á haust, ef að líkum lætur. Ljóst er að fáir verða komnir í þolanlegt bráða- birgðahúsnæði fyrir þann tíma. Stórhætta er á að farsóttir blossi upp, sérstaklega ef ekki tekst að koma upp fleiri kömrum í yfir- fullum flóttamannabúðum, forða því að skolp og rusl dreifist um allt með flóðvatninu og útvega vatn til drykkjar og hreinlætis. Rauði kross Íslands hefur ein- sett sér að styðja áfram hjálp- arstarfið á Haítí næstu mánuði, á meðan hættuástandið vegna rigninganna varir. Áhersla okkar verður á að koma upp hreinlætis- aðstöðu í flóttamannabúðum – í þeim tilgangi að minnka sótt- hættu – og áframhaldandi heil- brigðisaðstoð, sem gífurleg þörf er fyrir hvort sem tekst að koma í veg fyrir farsóttir eða ekki. Í þessu skyni munu íslenskir hjálparstarfsmenn áfram fara til starfa á Haítí næstu vikur og mánuði. Að auki mun Rauði kross Íslands leggja sig sérstaklega fram um að styðja hreinlætis- starf Alþjóða Rauða krossins í yfirfullum flóttamannabúðun- um. Framundan er tímabil mikilla þrenginga fyrir fólk sem hefur mátt þola hrikalegar hamfarir. Ljóst er að á stundum mun okkur þykja framlagið frá Íslandi van- máttugt í ljósi hinna gífurlegu þarfa sem til staðar eru. En við gerum það sem við getum til að lina þjáningar þeirra sem við náum til og getum verið stolt af því sem þegar hefur áunnist. Hugum að Haítí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.