Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 44
24 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af Af ástum manns og hræri- vélar eftir Ilmi Stefánsdóttur, Kristján Ingimarsson, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Val Frey Einarsson sem sýnt er í Kassa Þjóðleikhússins fimmtudag, föstudag og laugardag. Verkið er hjartnæmur heimilis- tækjasirkus með Kristjáni Ingimarssyni og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Sýningin er sam- starfsverkefni Þjóðleikhússins, CommonNonsense og Lista- hátíðar í Reykjavík. Kl. 10 í Árbæjarsafni Í gær var opnuð í Kornhúsinu í Árbæjar- safni sýning um stríðsárin og áhrif styrjaldarinnar á mannlíf og menn- ingu í Reykjavík. Um þessar mundir eru liðin 70 ár frá því að breskur her steig á land í Reykjavík og Ísland dróst inn í hringiðu heimsviðburða. Í kjölfar- ið urðu gífurlegar breytingar á íslensku samfélagi. Sýningin er gerð í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands. Sýningin er opin daglega á opnunartíma safnsins. Ísland á stefnumót við megin- landið í efnisskrá kammerhóps- ins Nordic Affect á tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld kl. 20. Á tónleikunum verður tón- listararfi Evrópu á 18. öld fléttað saman við bókmenntir frá Íslandi á sama tíma. Spennandi veisla í tónum og tali þar sem tónasnilld 18. aldar, matarupp- skriftir, ljóð og fjallgöngur koma við sögu. Kammerhópurinn Nordic Affect var stofnaður árið 2005 með það að markmiði að miðla ríkidæmi tónlistar 17. og 18. aldar og flytja samtímatónlist. Meðlimir hópsins eiga allir að baki nám í sagnfræðilegum hljóð- færaflutningi og koma reglulega fram víða um Evrópu. Nordic Affect hefur með tónleikum sínum á Íslandi og víðs vegar um Evrópu flutt allt frá danstónlist 17. aldar til hinnar spennandi raftónsköpunar nútímans og hlotið fyrir afbragðs dóma. Listrænn stjórnandi hópsins er Halla Steinunn Stefánsdóttir. Auk Höllu sem leikur á barokk- fiðlu skipa hópinn þær Georgia Browne barokkþverflauta, Hanna Loftsdóttir barokkselló, Guðrún Hrund Harðardóttir barokkvíóla og Guðrún Óskarsdóttir semball. Um upplestur sér útvarpsmaðurinn og sagnfræðingurinn, Guðni Tómasson. Textar og tónmál barokktímans TÓNLIST Nordic Affect spilar barokk í bland við íslenska texta þessa vankannaða tíma- bils í íslenskum bókmenntum en listrænn stjórnandi hópsins er Halla Steinunn Stefánsdóttir. Söngvarinn og New York- búinn Miles Griffith verð- ur heiðursgestur á árlegri Jazz- og blúshátíð Kópavogs sem fram fer dagana 3. til 6. júní og hefst á morgun með eftirmiðdagstónleikum Heru Bjarkar í Gullsmáran- um kl. 14. Tónlistaratriðum á Jazz- og blús- hátíð Kópavogs er dreift víðar um Kópavog; Salurinn, Ung- mennahúsið og Lindakirkja hýsa þau atriði sem í boði verða. Þegar hefur verið greint frá að á föstudagskvöld verða blústón- leikar í Salnum og hefjast þeir kl. 21. Aðalgestur kvöldsins verður bassaleikarinn, söngvarinn, tón- skáldið og myndlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson. Jói fer yfir blúsferil sinn sem upphófst í kjölfar keflvísks popps með til- hneigingu þeirra þremenninga í Óðmönnum að laga sig að nokkru eftir bandi þeirra Bakers, Bruce og Claptons, Cream, sem sótti óspart í bandaríska blúsasafnið. Jóhann mum því staldra líka við kunna Cream-standarda og verð- ur Björn Thoroddsen nú að þenja strengina a la Clapton. Þá mun Jói skjóta inn nokkrum af sínum vin- sælu lögum á borð við „Don‘t Try to Fool Me.“ Söngvararnir Thor Kristinsson og Dagur Gunnars- son taka einnig nokkur lög. Ungir blúsarar frá Kópavogi etja svo kappi við eldri og reynd- ari blússkrímsli laugardaginn 5. júní kl. 14 í ungmennahúsinu Molanum. Á laugardag flytur Miles Griff- ith m.a. þekkta ameríska stand- arda á djasstónleikum í Salnum í Kópavogi og hefjast þeir kl. 21. Griffith hefur sungið með stórstjörnum á borð við Wynt- on Marsalis og er söngstíll hans mjög sérstakur. Mörg af hljóðun- um sem út úr barka hans koma virðast óraunveruleg. Auk þess að syngja út um allan heim held- ur hann fjölda námskeiða í söng- tækni. Hátíðinni lýkur á sunnudaginn kl. 14 með djassmessu í Linda- kirkju þar sem kanadíski tromp- etleikarinn Richard Gillis leiðir hljómsveit í sunnudagsmessu. Hægt er að tryggja sér miða í Salnum, á www.salurinn.is eða á www.midi.is. pbb@frettabladid.is Blús í Kópavogi TÓNLIST Miles Griffith er skattari af Guðs náð segja menn en hann er einn af heiðursgestum blús- og djasshátíðar í Kópavogi um komandi helgi. MYND BLÚSHÁTÍÐ KÓPAVOGS. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Miele sér um þvottinn alla leið Miele hefur rannsakað og þróað þvottaefni sem skilar betri árangri en áður hefur þekkst. Um er að ræða þvottaefni fyrir hvítan þvott og litaðan, fyrir íþróttafatnað sem og fyrir útivistarfatnað, einnig fyrir sængur og dúnúlpur. Miele mýkingarefnið skilar þvottinum einstaklega ferskum og mjúkum. Miele er eini þvottavélaframleiðandinn sem býður nú heildarlausn fyrir þvottinn, þar sem hugað er að hverju smáatriði frá upphafi til enda. Miele er ódýrust kr. 17,79 pr. vinnustund Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast í 10.000 vinnustundir sem jafngildir 20 ára endingu á venjulegu heimili. Sparaðu með Miele Verð frá kr. 177,950 Rockwood Premier 2317G 12 fet. Verð: 2.998.000kr Verð: 2.798.000kr Rockwood 191XR OFF ROAD 10 fet. Verð: 2.698.000kr Rockwood Premier 1904 10 fet. Ríkulegur staðalbúnaður í Rockwood fellihýsum Opnunartími: Mán - Föst. kl: 10-18 Laug - Sun. kl: 12-16 • Galvaníseruð grind • Evrópskar þrýstibremsur • Upphitaðar 12 cm springdýnur • Tjakkar með sandskeifum á öllum hornum • Góð fjöðrun, fjaðrir sem henta vel á íslenskum vegum • Útdraganleg trappa við inngang • Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) • Handbremsa og varadekk m/hlíf • 50 mm kúlutengi • 220v tengill (blár skv. reglugerð) • Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti • Radial dekk / 13” álfelgur • Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými • Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic • SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti • 2 gaskútar • Gasviðvörunarkerfi • Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni • Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu • Skyggni (markísa) • Skyggðir gluggar • Flugnanet f. gluggum og hurð • Gardínur f. gluggum og svefnrými • 2ja feta geymsluhólf • Stórt farangurshólf • Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald • 3 x 12 volta loftljós og 1 x útiljós • 1 x færanlegt lesljós með viftu • 110 amp rafgeymir • Heitt og kalt vatn, tengt • Rafmagnsvatnsdæla • 86 lítra vatnstankur • Klósett með hengi Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 utilegumadurinn.is Rockwood fellihýsi fyrir Íslenskar aðstæður Torfæru útgáfan frá Rockwood fyrir þá sem vilja komast lengra. m/ útdraganlegri hlið. • upphækkað á 15” dekkjum • sér styrkt grind og sterkari hjólabúnaður. A ug lý si ng as ím i Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.