Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 40
20 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is CHARLIE WATTS ER 69 ÁRA Í DAG. Ég hef verið að spila á tromm- ur í mörg, mörg ár og þær eru enn þá ögrandi verkefni. Mér finnst enn þá gaman að nota trommukjuða og sneril- trommu. Charlie Watts er enskur trommu- leikari og meðlimur í hljómsveit- inni The Rolling Stones. Skotfélag Reykjavíkur var stofnað fyrir 143 árum og er elsta íþróttafélag landsins. Fyrstu æfingar félagsins fóru fram við tjörnina í Reykjavík og var æfingahús þess nefnt Reykjavig Skydeforenings Pavillon en það gekk alltaf undir nafninu skothúsið. Skot- húsvegur við Tjörnina dregur nafn sitt af þessu æfingahúsi. Skothúsið var síðar notað sem íbúðarhús áður en það var rifið árið 1930. Margir helstu fyrirmenn bæjarins mættu reglulega á æfingar hjá Skotfélaginu eftir stofnun þess. Æfingarnar voru haldnar á litlum tanga sem lá út í tjörnina og var skotfélagsmönnum gert að skjóta í áttina að Skildinga- nesi. Skotstefnan var samsíða Suðurgötu í átt að Skerjafirði. Margar keppnir voru í skotfimi og verðlaun voru veitt fyrir góðan árangur. Starfsemi Skotfélags Reykjavíkur lá að mestu niðri á styrjaldarárunum og milli stríða en formleg starfsemi félagsins var endurreist árið 1950. Starf félagsins var þó ekki endurreist við Reykjavíkurtjörn heldur í Leirudal við Grafarholt en varð að víkja fyrir íbúðabyggð árið 2000. Frá árinu 2007 hefur útiskotsvæði félagsins verið á Álfsnesi. ÞETTA GERÐIST: 2. JÚNÍ 1867 Skotfélag Reykjavíkur stofnað Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Ingvarsdóttir áður til heimilis að Lokastíg 28, Reykjavík, lést á Sóltúni hjúkrunarheimili, þann 31. maí síðast- liðinn. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánu daginn 7. júní kl. 13.00. Anna Sveinsdóttir Jón Sveinsson Guðrún Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Einlægar þakkir fyrir samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Þórs Jóhannssonar húsgagnabólstrara, Efstasundi 19. Elín Rannveig Eyfells og fjölskylda. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar bróður okkar, mágs og frænda Benedikts Jóhannssonar frá Háagerði í Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Aspar- og Beykihlíð fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Aðalsteinn Jóhannsson Guðbjörg Stefánsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir Freygerður Anna Geirsdóttir Örn Hansen Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og frænka, Jónína Valgerður Sigtryggsdóttir sem lést föstudaginn 28.05.2010 á Vífilsstöðum verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 03.06.2010 kl. 13.00. Margrét Haukdal Marvinsdóttir Einar Emil Magnússon Anna Valgerður Einarsdóttir Heiða Guðrún Einarsdóttir Sigurður Arnar Ólafsson Magnús Baldvin Einarsson Fowzya Allomeda Marvin Haukdal Einarsson Sigrún Garðarsdóttir Helga Björg Hermannsdóttir barnabarnabörn. Lilja Sveinsdóttir er með augnsjúkdóm- inn RP sem lýsir sér í æ versnandi sjón og algerri blindu í myrkri. Hún hefur komist leiðar sinnar undanfarin ár með blindrastaf og þurft að stóla á aðstoð fjölskyldu og vina. Fyrir tæpum tveim- ur árum fékk hún hins vegar leiðsögu- hundinn Asítu, svarta labradortík, sem hefur breytt lífi hennar til hins betra. „Maður er ekki eins háður fjölskyldu og vinum að komast um,“ segir Lilja sem finnur einnig mikinn mun á eigin heilsu. „Ég er til dæmis í mun betri þjálfun núna. Ég geng mun meira með hundinn og geng líka hraðar og er öruggari með mig,“ segir hún glað- lega. „Þá hef ég líka alveg losnað við vöðvabólgu úr öxlunum sem ég þjáð- ist af áður því nú er ég svo slök þegar ég labba.“ En var ekki erfitt að læra að nota hundinn? „Nei, erfiðast var að læra að treysta henni,“ svarar Lilja og telur að það hafi tekið hana um viku að ná tökum á hundinum. „En eftir á að hyggja var ég ekki fullkomlega örugg með hana fyrr en eftir svona ár,“ segir hún. Asíta var ein af fjórum leiðsöguhund- um sem fluttir voru inn fyrir tveimur árum af Blindrafélaginu í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og með öfl- ugum stuðningi Lions-hreyfingarinnar á Íslandi. Þar með eru leiðsöguhundar á Íslandi fimm talsins. En var auðvelt fyrir Lilju að fá slíkan hund? „Á sínum tíma var óskað eftir þeim sem hefðu áhuga á því að fá leiðsöguhund. Sex sóttu um og við þurftum öll að fara út til Noregs í alls kyns próf,“ lýsir Lilja en þar var meðal annars athugaður gönguhraði fólksins og skapgerð þess. Að tæpum mánuði liðnum fékk Lilja að vita að hún fengi hund til umráða. Það eru því ekki aðeins hundarnir sem eru sérvaldir heldur fólkið líka. Lilja segir frá því að fjórar tegundir hunda þyki best henta til þjálfunar leiðsögu- hunda, en það eru labrador retriver, golden retriver, sjeffer og kóngapúðli. Þá eru einnig sérvaldir þeir hvolpar innan þessara tegunda sem þykja hafa skapgerðina til að verða leiðsöguhund- ar en þeir fara síðan í gegnum stranga þjálfun. Hundar hafa í gegnum tíðina ekki verið sérlega velkomnir á almennings- stöðum í Reykjavík. Því er nærtækt að spyrja Lilju hvort hún geti farið með Asítu allra sinna ferða. „Ég hef aðeins einu sinni lent í vandræðum enda eru leiðsöguhundar viðurkennd hjálpar- tæki blindra. Í Krónunni á Selfossi var mér hins vegar meinaður aðgangur og sagt að ég mætti ekki fara inn í búð- ina með gæludýr,“ segir Lilja en tekur fram að margir séu farnir að vakna til vitundar um mikilvægi leiðsögu- hunda fyrir blinda. „Hins vegar veð ég aldrei inn í verslanir án þess að fá leyfi fyrst,” tekur hún fram. En er Asíta þá ekki fjölskylduhund- ur? „Hún er bara vinnudýr þegar hún er með hvíta beislið á sér. Þegar það er tekið af er hún venjulegur hundur og ein af fjölskyldunni,“ svarar Lilja ánægð með Asítu sína. solveig@frettabladid.is LILJA SVEINSDÓTTIR: LEIÐSÖGUHUNDURINN BREYTTI LÍFINU Ekki jafn háð aðstoð annarra Í BETRI ÞJÁLFUN Lilja segir að blindrahundurinn Asíta sé eins og ein af fjölskyldunni þegar hvíta beislið er farið af henni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1707 Bólusótt berst til lands- ins með Eyrarbakkaskipi. Hún geisaði í tvö ár og þriðjungur Íslendinga lést úr henni. 1875 Alexander Graham Bell hringir í fyrsta sinn úr síma. 1953 Krýningu Elísabetar 2. sjónvarpað um Bretland. 1957 Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík, Hrafnista, tekið í notkun. 1979 Jóhannes Páll páfi annar heimsækir Pólland, fyrst- ur páfa til að heimsækja kommúnistaríki. 2004 Ólafur Ragnar Grímsson synjar fjölmiðlafrumvarp- inu staðfestingar. Sauðfjársetrið á Ströndum opnar sýninguna Sauðfé í sögu þjóðar í dag eftir vetrarfrí. Þetta er áttunda árið sem Sveitasetrið í félagsheimilinu Sævangi opnar sýninguna en setrið var opnað fyrst árið 2002. Yfir- skrift sýningarinnar er „Langafi þinn var sauðfjárbóndi, án hans værir þú ekki til“. Kaffistofa Sauðfjársetursins Kaffi kind verður með fyrsta kaffihlaðborð sumarsins á sunnudaginn og þá verður einnig farið í gönguferð um slóðir æðarfugla. Nánar má forvitnast um Sauðfjársetrið á vefsíðunni, www.strandir.is - rat Sauðfjársetrið opnað á ný ÍSLENSKA SAUÐ- KINDIN Sýningin Sauðfé í sögu þjóðar opnuð eftir vetrarfrí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.