Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 8
8 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR 1. Hvaða fyrrverandi borgar- stjóri vinnur nú að ritun ævi- sögu sinnar? 2. Hvað er Einar Vilhjálmsson spjótkastari gamall? 3. Hver er nýr formaður sam- takanna SAMFOKS? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 Slow Food Slow Food samtökin voru stofnuð á Ítalíu árið 1989 og hafa gegnt stóru hlutverki í varðveislu, endur- vakningu og nýtingu staðbund- inna matvæla um heim allan. Hugmyndafræði samtakanna er að maturinn sé góður, hreinn og sanngjarn – hvaða verðmæti geta skapast á Íslandi við að fylgja þessari stefnu? Varpað verður ljósi á leiðir innan Evrópusam- starfsins og Slow Food til að viðurkenna matvæli út frá upp- runa, gæðum og hefðbundnum vinnsluaðferðum. Slow Food Reykjavík Eygló Björk Ólafsdóttir: Verkefni Slow Food til verndar og kynningar á upprunalegum, staðbundnum matvælum. Matís Þóra Valsdóttir og Guðjón Þorkelsson: Sérstaða íslenskra matvæla. Uppruni, gæði, afurðir. Eddu hótelin Friðrik V. Karlsson: Gamla skyrið í nýju eldhúsi. Fiskverkun E.G. Flateyri Guðrún Pálsdóttir: Vestfi rskur harðfi skur - saga og sérstaða. Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið, í samvinnu við Slow Food samtökin og Matís, efna til málþings um gildi staðbundinna matvæla fyrir menningu, ferðaþjónustu og samfélag. Skráning hjá Kristin@chamber.is Í dag kl. 15.00-17.00 Hús verslunarinnar, Kringlan 7, 14. hæð FÓTBOLTI Fótboltakrakkarnir á Íslandi verða í sviðsljósinu á Stöð 2 Sport næstu tvö sumur eftir að Stöð 2 og KSÍ gerðu með sér sam- komulag um samstarf þar sem markmiðið er að stórauka stuðn- ing og umfjöllun um fótboltaiðkun æskunnar. Samningurinn var undirritaður í gær og í honum felst meðal annars að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til að minnsta kosti 35 beinna útsend- inga frá leikjum í Pepsi-deild karla, fimm leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A-landsliðs karla og vináttulands- leikja þess á Íslandi. Stöð 2 Sport hefur gert vel í að sýna frá íslenska fótboltanum undanfarin ár en nú ætla menn þar á bæ að gera enn betur og þá sérstaklega að fjalla mun meira um fótboltaiðkun yngri flokka hér á landi. Stöð 2 mun fjalla ítarlegar um sumarmótin vinsælu, sem stöð- in hefur þegar gert góð skil í sér- stökum þáttum undanfarin sumur. Að auki verða framleiddir og sýndir á Stöð 2 Sport vandaðir þættir um fótboltaiðkun ungs fólks og munu sportstöðvar Stöðvar 2 einnig taka að sér framleiðslu og sýningar á kennslumyndböndum í boltatækni. „Aukin þáttagerð tengd iðkun ungmenna er liður í áherslubreyt- ingum á Sportstöðvunum þar sem meiri áhersla er lögð á fjölskyldu- efni samhliða útsendingum frá stærstu íþróttaviðburðum hér á landi og um heim allan. Okkur rennur líka blóðið til skyldunnar því að niðurstöður nýlegrar könn- unar sýna fram á að Sportstöðv- arnar höfða meira til fjölskyldna en við gerðum okkur grein fyrir. Sama könnun leiddi í ljós að það er vöntun á því efni sem við erum að leggja meiri áherslu á. Það má því segja að leiðir okkar og KSÍ liggi saman að því markmiði að bæta úr þessu,“ sagði Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, í fréttatilkynningu. - óój Krakkarnir í sviðsljós- inu næstu tvö sumur Stöð 2 Sport og KSÍ hafa gert samning sem felur í sér stóraukna umfjöllun um fótboltaiðkun yngri flokkanna. Liður í áherslubreytingum á Sportstöðvunum. SAMINGURINNN Í HÖFN Geir Þorsteinssson, formaður KSÍ, og Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MENNTUN Þrettán nemendur í 8. bekk í Egilsstaðaskóla vinna þessa dag- ana að byggingu torfbæjar. Verk- efnið er eitt margra sem nemendum býðst að taka þátt í á vordögum skól- ans. Nemendurnir sjá að mestu leyti sjálfir um verkið og þurfa meðal annars að reka niður staura, hlaða bæinn og mála hann. Framkvæmd- irnar fara fram á lóð Safnahússins á Egilsstöðum. „Ég held að flestum finnist þetta mjög gaman,“ sagði Karen Björns- dóttir, sem er nemandi í hópnum og bætti því við að krakkarnir vonuð- ust eftir því að torfbærinn stæði óhreyfður næstu árin. Nemendurnir fóru í vettvangsferð að Galtastöðum fyrir helgi og nota torfbæinn þar sem fyrirmynd. Nemendurnir hófu störf á mánu- daginn og stefndu að því að klára verkið í dag. Þeim var skipt í tvo hópa, annar sér um að reisa bæinn og hinn um kynningu á verkefninu. Verkefnið er styrkt af Barnamenn- ingarstjóði og er samstarfsverkefni Egilsstaðaskóla, Minjasafns Austur- lands, Þjóðminjasafnsins og Fljóts- dalshéráðs. - mþl Krakkarnir í Egilsstaðaskóla sinna fjölbreyttum verkefnum á vordögum skólans: Þrettán skólakrakkar reisa torfbæ UNNIÐ HÖRÐUM HÖNDUM Nemendurnir njóta sumarblíðunnar við störfin. DÓMSMÁL Þætti Ara Gísla Braga- sonar bóksala í ákæru vegna stór- fellds þjófnaðar bóka úr dánarbúi Böðvars heitins Kvaran var vísað frá dómi í gær. Böðvar Yngvi Jak- obsson játaði hins vegar sök í mál- inu fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur. Málið snýst um hundruð verð- mætra bóka og korta sem stolið var úr dánarbúinu seinni hluta árs- ins 2006 og fyrri hluta ársins 2007. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur og sonur Böðv- ars, kærði málið til lögreglunnar sumarið 2007. Ari Gísli var sakaður um að hafa tekið við fornbókum til sölu. Hann er nú laus allra mála og verjanda hans hafa verið dæmd málsvarn- arlaun úr ríkissjóði. Aðstandendur Böðvars Kvarans krefjast um 33 milljóna í skaðabæt- ur fyrir horfnu bækurnar, sem eru samkvæmt ákæru um 300 talsins. Þar á meðal var útgáfa af Snorra- Eddu og Völuspá frá 17. öld og Kon- ungasögur Snorra Sturlusonar frá árinu 1633. Verðmæti bókanna samtals er áætlað um 40 milljón- ir króna. „Þetta er bara í ferli,“ sagði Böðvar Yngvi þegar Fréttablaðið náði tali af honum vegna málsins í gær og bætti við að hann vildi ekki tjá sig um það við fjölmiðla.“ - jss Í DÓMSAL Ari Gísli Bragason og Böðvar Yngvi Jakobsson ásamt verjanda í dómsal. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fyrirtaka í máli vegna bókaþjófnaðar úr dánarbúi: Ari Gísli fornbókasali er nú laus allra mála VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.