Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 36
MARKAÐURINN 2. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR10 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Tekinn var til kostanna KIA Sor- ento BL jeppi. Í sem skemmstu máli má segja að þar sé á ferðinni allra snotrasti bíll, áferðarfalleg- ur og fínn í flesta staði, en þó tæp- ast í flokki forstjórabíla. Þó er það svo sem ekki ytra byrðið sem truflar heldur skortur á ákveðnum lúxus inni í bílnum. Á sætum er plussáklæði þegar betur hefði farið á því að vera með leður og aukinheldur eru allar stillingar í höndunum, þegar maður hefði ef til vill fremur búist við rafmagni í sætum. Sömu sögu er að segja úr mæla- borði. Sjálfvirkur hitastillir er ekki í bílnum og þótt mælir fyrir ofan framrúðu sýni hitastig úti, áttavita, hversu langt er hægt að keyra á því eldsneyti sem er í bíln- um og í hversu langan tíma, þá er þar ekki að finna eyðslumæli. Ef til vill hefur framleiðend- um bílsins ekki þótt taka því, þar sem hann er afar eyðslugrannur af jeppa að vera. Vélin er enda ekki mjög stór, tveir og hálfur lítri og bíllinn gengur fyrir dísilolíu. Bíllinn er sjálfskiptur og hægt er með einföldum hætti að velja á milli þess hvort ekið er eingöngu í afturhjóladrifi, fjórhjóladrifi og lágu fjórhjóladrifi. Þegar ekið er með afl á tveimur eingöngu þá virðist eyðslan jafnvel undir því sem maður myndi búast við af litlum japönskum bíl á borð við Toyota Corolla. En það er þó ekki nema tilfinning prufuökumanns sem ræður því mati, lengri tíma hefði þurft til að mæla eyðsluna. Í skráningarskírteini er hins vegar gefin upp meðaleyðsla í blönduð- um akstri upp á 8,6 lítra. Hlýtur það að vera vel sloppið. Ekkert er þó undan kraftinum í bílnum að kvarta og hrósa ber Kór- eubúunum fyrir sjálfskiptinguna, sem virðist eitthvað skyld því sem Volvo notar í sína bíla. Hægt er að smella til skiptistönginni og með því að hnika henni upp eða niður ráða því sjálfur í hvaða gír bíllinn heldur sig. Þetta kemur sér einkar vel vilji maður láta vélina halda við niður langa brekku á við Kambana, eða mótorbremsa þar sem maður er á ferðinni. Með þessu má draga enn frekar úr eldsneytisnotkun. Upplifunin af akstrinum er jeppaleg, bíllinn er fremur hastur og maður finnur vel fyrir misfell- um í veginum þegar hægar er ekið. Á malarvegi er bíllinn þó stöð- ugur og góður í fjórhjóladrifinu og finnst minna fyrir misfellum þegar hart er ekið yfir þær. Skrið- stilli (e. cruise-control) er hagan- lega fyrir komið í stýri bílsins og er þægilegur við að eiga. Hins vegar lætur nokkuð hátt í vélinni í bílnum og vildi maður til dæmis panta sér skyndibita á stöð- um þar sem lagt er fyrir framan hljóðnema áður en ekið er í lúgu til að sækja bitann þá þyrfti öku- maður að hækka nokkuð róminn til að panta. Heildarupplifunin af bílnum er sú að hér sé jeppi sem hafi margt að bjóða þótt íburður sé ekki mik- ill. Líklegt að maður fá ágæt- is gildi fyrir aurinn, en uppsett verð er tæpar 3,7 milljónir króna. Forstjórar í leit að bíl munu þó kannski vilja svipast um eftir lúx- usgerð jeppans, með leðursætum og auknum búnaði, eða jafnvel hin- kra og sjá hvernig nýjasta útgáfa Sorento-jeppans, sem væntanleg er til landsins í þessum mánuði gerir sig. Grunnverð þess bíls er sagt munu verða innan við sex millj- ónir króna, en jeppinn hefur verið endurhannaður, er bæði lengri og rennilegri, auk þess sem sporvídd hefur verið aukin. Þá er líka mun meira lagt í innrými nýju gerðar- innar og aukin þægindi. Framleið- andinn segir áherslu lagða á auk- inn kraft og aukna sparneytni. Er þar væntanlega kominn bíll sem verðskuldar nánari skoðun. Vonandi bara að titringur ríkja á Kóreuskaga tefji ekki að nýja línan berist hingað. KIA SORENTO BL 2007 Ekki er annað að sjá en að jeppinn kunni vel við sig á malar- slóða á Hellisheiði. Framleiðandinn hefur látið til sín taka í samkeppni og var stigið stórt skref hjá KIA þegar árið 2006 var ráðinn þangað einn áhrifamesti bílahönnuður heimsins, Peter Schreyer, sem áður var hjá Volkswagen AG. MARKAÐURINN/ÓKÁ YFIR HEIÐINA MEÐ ÓLA KRISTJÁNI Snotur en ekki forstjórabíll Óli Kristján Ármannsson blaðamaður tekur til kostanna notaða bíla og metur hvort þeir fái staðið undir því að kallast forstjórabílar. KIA Sorento BL, árgerð 2007 Ásett verð: 3.690.000 krónur Ekinn: 60.200 km Lengd: 459,0 cm Breidd: 186,5 cm Litur: Svartur Sætafjöldi: 5 Þyngd: 2.063 kg Burðargeta: 607 kg Slagrými: 2.497 cm3 Afl: 125,0 kW Eldsneyti: Dísil H E L S T U S T A Ð R E Y N D I R Athygli ráðstefnur heitir nýtt fyrirtæki sem um þessar mundir haslar sér völl á sviði ráðstefnu- halds. Að fyrirtækinu standa Birna Björg Berndsen og Þórunn Dögg Árnadóttir, sem báðar hafa mikla reynslu á því sviði. Fyrirtækið eiga þær til hálfs á móti almanna- tengslafyrirtækinu Athygli. Birna segir langt því frá að ráð- stefnuhald hafi fallið niður þó svo að hér hafi orðið hrun í efnahags- lífinu. Þá sé Eyjafjallajökull hætt- ur að gjósa og býst hún ekki við nema tímabundnum áhrifum goss- ins á ferðamennskuna. Hún segir engan bilbug á þeim Þórunni að finna. „Fagstéttir hætta ekkert að hittast og tala saman. Svo er að vissu leyti möguleiki á fleiri fund- um og ráðstefnum í kreppu,“ segir hún, enda þurfi fólk þá enn fremur en áður að hittast til að tala saman. „Það þarf jú að sjá hvað gerðist og hvað er hægt að gera betur.“ Um leið telur Birna vandséð að í heiminum sé annar staður betur til þess fallinn að ræða efnahags- kreppuna en hér á landi. Aukin athygli tengd hruni og eldgosi telur Birna að hjálpi frem- ur til við að kynna landið og ýta undir ráðstefnugeirann þegar fram í sækir. Þá stefni í að að- staða til funda og ráðstefnuhalds batni enn með því að hér verður á næsta ári opnað sérstakt ráð- stefnuhús, Harpa við Reykjavíkur- höfn. „Húsið kemur enda til með að vekja mikla athygli.“ Birna segir þær stöllur bjartsýn- ar á að hér fari allt upp aftur þrátt fyrir tímabundna niðursveiflu. Aukinheldur hjálpi lágt gengi krónunnar til við að laða hingað til lands ferðafólk. Birna segir að þær Þórunn hafi starfað saman í þessum geira í um tólf ár. „Við sáum svo þennan möguleika með Athygli þar sem hægt er að samnýta ýmsa hluti,“ segir hún og nefnir sem dæmi al- þjóðleg tengsl Athygli og svo verk- efni á borð við útgáfu, umbrot, hönnun og auglýsingasöfnun þar sem samstarfið komi sér vel. Um leið áréttar Birna að Athygli ráðstefnur sé sérstakt fyrirtæki sem þjónað geti hverjum sem er. Frekari upplýsingar um fyrirtæk- ið er að finna á slóðinni www.at- hygliradstefnur.is. - óká F Y R I R T Æ K I Ð ALVANAR Í RÁÐSTEFNUGEIRA Þórunn Dögg Árnadóttir og Birna Björg Berndsen eru í forsvari fyrir Athygli Ráðstefnur, nýtt fyrirtæki sem nú haslar sér völl í utanumhaldi og skipulagningu ráðstefna. Fréttablaðið/GVA Í kreppu þarf enn frekar að ræðast við Ú R F O R T Í Ð I N N I Fátt er hvimleiðara en að húka inni fastur við vinnu þær fáu stundir sem sólin glennir sig á Íslandi. Villi Þór rakari lét það ekki stöðva sig í júlí 1974. Hann dró rakarastólinn út á stétt og lét sólina sleikja sig og viðskipta- vininn um leið og hann mund- aði skærin. Í klippingu í sólinni „Það er gaman að sjá íslenskt hugvit fara út fyrir landsteinana og farsíma öðlast framhaldslíf,“ segir Bjartmar Alexandersson, framkvæmdastjóri Grænnar framtíðar. Fyrirtækið innsiglaði í gærmorgun samning við færeysku fjarskiptafyrirtækin Føroya Tele og Voda- fone ásamt verslunum á eyjunum um endurvinnslu á farsímum. Íbúar Færeyja eru rúmlega fimmtíu þús- und og telur Bjartmar að þeir eigi nær allir farsíma. Þá eru ótaldir þeir gagnslausu símar sem liggja ofan í skúffum landsmanna en þeir ekki komið frá sér þar sem ekki bjóðast margir möguleikar til að koma græjunum í lóg. Farsímarnir sem Færeyingar skila framvegis í endurvinnslukassa Grænnar framtíðar eru send- ir til fyrirtækja í Evrópu sem nýta íhluti úr þeim til að búa til nýja síma. Þeir eru síðan seldir á lágu verði til íbúa þróunarlandanna. Mikill áhugi er á framtakinu ytra, að sögn Bjart- mars en Annika Olsen, innanríkis- og umhverfis- ráðherra Færeyja, var viðstödd þegar Bjartmar kynnti samninginn í húsakynnum Føroya Tele í gærmorgun. Hann færði henni ösku úr Eyjafjalla- jökli að gjöf. Græn framtíð hefur gert sambærilega samninga um endurvinnslu farsíma og annarra smáraftækja hér og standa samningaviðræður yfir við Grænlend- inga. - jab Græn framtíð í færeyskum farsímum FYRSTI FARSÍMINN Annika Olsen, innanríkis- og umhverfisráðherra Færeyja, sýnir endurvinnslu á farsímum mikinn áhuga. Hún setti fyrsta farsímann í endurvinnslu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.