Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 50
30 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is 9 DAGAR Í HM Hrafn Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari karlaliða Breiðabliks, Þórs og KFÍ, verður næsti þjálfari Íslandsmeistara kvenna í KR en Hrafn snýr nú heim í Vesturbæinn þar sem hann lék allt til loka ársins 1994. Hrafn tekur við starfi Benedikts Guðmundssonar sem gerði liðið að fjórföldum meisturum á síðasta tímabili en eini titillinn sem klikkaði var bikarinn sem liðið vann árið áður. „Við Benedikt þekkjumst vel og tölumst við nánast dag- lega. Ég fylgdist vel með þeim í fyrra og mér sýnist á öllu að þetta séu stelpur sem lifa fyrir það að bæta sig sem körfuboltaleikmenn. Þjálfari getur ekki farið fram á betri starfsvettvang en það,“ segir Hrafn. Hrafn segir að það hafi farið að kitla hann að koma aftur í KR þegar hann fór að mæta oftar á leiki KR á síðasta tímabili. „Þá fann maður það í sér að maður hafði aldrei farið alla leið í burtu. Það var svolítið yfirlýst stefna hjá þeim að fá KR-ing í starfið og það er bara notalegt,“ segir Hrafn. Hrafn býst við að halda svipuðum hóp en segist ætla sér að nýta næstu daga í að fara yfir þau mál. „Að öllu óbreyttu í leikmannamálum er ekki gert ráð fyrir að hefja leik í Vesturbænum með erlendan leikmann innan borðs” sagði Hrafn aðspurður. „Markmiðið er alltaf eins í KR sem er að vinna það sem í boði er. Á sama tíma er mjög mikilvægt að það sé ekki bara tjaldað til einnar nætur. Það eru leikmenn í leikmannahópnum sem eiga töluvert inni og það eru aðrir leikmenn, og það er mikilvægt fyrir félagið að þær geri sér ljóst hvað þær geta,“ segir Hrafn sem segir leikmenn KR-liðs- ins hafa mikinn metnað. „Þær öskra alveg á aukaæfingarnar. Þetta eru stelpur sem nenna að mæta í húsið, nenna að mæta á skotæfingar og fara í gegnum séræfingar. Það verður líka að bæta þetta lið innan frá ef það á að verja það sem vannst síðasta vetur,“ sagði Hrafn að lokum. HRAFN KRISTJÁNSSON KOMINN HEIM Í KR: TEKUR VIÐ ÍSLANDSMEISTARALIÐI KVENNA Þetta eru stelpur sem nenna að mæta í íþróttahúsið Þrír fyrirliðar hafa komist með lið sín tvisvar í úrslitaleik HM en enginn hefur náð að lyfta bikarnum tvisvar. Diego Maradona vann heimsmeistaratitilinn með Argentínu 1986 en tapaði í úrslitaleiknum fjórum árum síðar. Sömu sögu má segja af Brasilíumanninum Dunga sem tók við bikarnum 1994 en varð sætta sig silfur fjórum árum síðar. Þjóðverjinn Karl-Heinz Rummenigge tapaði hins vegar báðum úrslitaleikjum sínum sem fyrirliði, 1982 og 1986. stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi verður haldinn sunnudagskvöldið 13. júní 2010 kl. 20. Fundurinn fer fram í sal félagsheimilis Sjálfstæðismanna í Mjódd, Álfabakka 14a. Atkvæðarétt á aðalfundi hafa þeir sem greitt hafa ársgjaldið 2009 - 2010. Aðalfundur Dagskrá 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar (sjá breytingatillögur á www.manutd.is) 5. Kosning stjórnarmanna 6. Önnur mál Stjórnin Landslið Englands Markverðir: Joe Hart, David James og Robert Green. Varnarmenn: Jamie Carragher, Ashley Cole, Rio Ferdinand, Glen Johnson, Ledley King, John Terry, Matthew Upson og Stephen Warnock. Miðvallarleikmenn: Gareth Barry, Michael Carrick, Joe Cole, Steven Gerrard, Frank Lamp- ard, Aaron Lennon, James Milner og Shaun Wright-Phillips. Sóknarmenn: Peter Crouch, Jermain Defoe, Emile Heskey og Wayne Rooney. FÓTBOLTI Fabio Capello landsliðs- þjálfari Englands tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn fara á heims- meistaramótið í Suður-Afríku sem hefst í næstu viku. Helst kom á óvart að Theo Walcott, leikmaður Arsen- al, var ekki valinn í hópinn. Það kom einnig á óvart þegar Walcott var val- inn í enska landsliðs- hópinn sem fór á HM í Þýskalandi fyrir fjórum árum en þá var hann sautján ára gamall og nýkom- i nn t i l Arsenal frá South- ampton. „Það eru mér mikil vonbrigði að ég var ekki val- inn í hópinn en ég ber fulla virðingu fyrir ákvörðun Hr. Capello,“ sagði Walcott í samtali við enska fjölmiðla í gær. „Ég óska lið- inu alls hins besta og vona að því gangi vel á mótinu.“ Walcott skoraði þrennu í leik gegn Króatíu í undankeppni HM en hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og þótti valda von- brigðum í æfingaleikjum Eng- lendinga nú á síðustu vikum. Joe Cole og Gareth Barry komust báðir í hópinn en auk Walcott duttu þeir Darren Bent, Leighton Baines, Michael Dawson, Tom Huddlestone, Scott Parker og Adam Johnson úr hópn- um í gær. - esá Fabio Capello tilkynnti HM-hóp Englands: Walcott ekki valinn KÖRFUBOLTI Hreggviður Magnús- son gerði í gær tveggja ára samn- ing við KR en hann hefur verið lykilmaður ÍR undanfarin ár. Hann var samningslaus hjá ÍR og eftirsóttur af mörgum félögum. Hreggviður hefur leikið með ÍR allan sinn feril ef frá eru talin námsárin hans í Bandaríkjunum. Hann varð bikarmeistari með ÍR bæði 2001 og 2007. Hann gat þó ekki beitt sér að fullu á síðasta tímabili vegna meiðsla en átti tvö frábær tímabil þar á undan þar sem hann skoraði yfir átján stig að meðaltali í leik. Hann var til að mynda lykilmað- ur þegar að ÍR sló óvænt þáver- andi Íslandsmeistara KR úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar vorið 2008. Hann skoraði 29 stig í oddaleiknum í rimmunni. Þetta er fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir KR frá því að tímabilinu lauk í vor. - esá Leikmannamál KR: Hreggviður samdi við KR HREGGVIÐUR Klæðist búningi KR á næstu leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN THEO WALCOTT Horfir á HM í sjónvarpinu í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓTBOLTI Íslands- og bikarmeistar- ar Vals töpuðu í gær sínum fyrstu stigum í Pepsi-deild kvenna en liðið mátti þakka fyrir að hafa náð jafn- tefli gegn Stjörnunni á heimavelli. Valur er þó með þriggja stiga for- ystu á Breiðablik á toppi deildar- innar. Þá vann Fylkir góðan sigur á Þór/ KA á heimavelli sínum í Árbænum. Fjóla Dröfn Friðriksdóttir kom Fylki yfir með skalla um miðjan fyrri hálfleik. Heimamenn hresst- ust mikið við markið og náðu að tvöfalda forystu sína nokkrum mín- útum fyrir lok fyrri hálfleiks. Þar var að verki Anna Björg Björns- dóttir, aftur með skalla. Aðeins mínútu síðar skoraði Danka Podavac frábært mark beint úr aukaspyrnu fyrir Þór/KA og staðan því 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var virkilega bragðdaufur og fátt markvert gerð- ist. Eina hættulega færið var skot beint úr aukaspyrnu frá Podavac sem Björk Björnsdóttir varði vel í marki Fylkis. Sigurinn var mikilvægur fyrir Fylki sem hafa unnið tvo leiki í röð og eru komnar í þriðja sæti Pepsi- deildarinnar með níu stig. „Ég er virkilega ánægður með þau þrjú stig sem við fengum hér í kvöld. Við mættum feikilega góðu liði og ég er mjög ánægður með framgang og vinnusemi stúlknanna. Þær stóðu sig mestmegnis mjög vel þó svo að við höfum bakkað aðeins of mikið í síðari hálfleik. Þær náðu þó að halda út og landa sigrinum,” sagði Björn Kristinn Björnsson, þjálfari Fylkis, í leikslok. Dramatík á Vodafone-vellinum Leik Vals og Stjörnunar lauk á Vodafone velli með 1-1 jafntefli en bæði lið hefðu þó getað stolið sigr- inum undir lokin. Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur og lítið um færi, en það færðist meira fjör í leikana í seinni hálfleik. Inga Birna Friðjónsdóttir kom afar sterk af bekknum og skor- aði mark Stjörnustelpna með góðu skoti eftir að hafa leikið á varnar- mann Valsstúlkna. Jöfnunarmark Vals kom á 89. mínútu en þar var Dagný Brynjarsdóttir að verki með góðum skalla. Síðustu mínút- urnar voru afar spennandi og áttu bæði lið sláarskot áður en Vilhjálm- ur Þórarinsson flautaði leikinn af. Báðir þjálfara lýstu vonbrigðum sínum í leikslok. „Ég er sáttur við að hafa feng- ið eitt stig en ósáttur við að hafa tapað tveimur,” sagði Freyr Alex- andersson, þjálfari Vals. „En við förum nú í leikinn gegn KR eins og við gerum alla leiki – með það hug- arfar að næla í þrjú stig. Andrés Ellert Ólafsson, þjálf- ari Stjörnunnar, hefði viljað klára leikinn með sigri. „Við erum svekkt með að hafa fengið á okkur mark en þetta var góður leikur. Við hefðum þó gjarnan viljað ná sigurmarkinu hér undir lok leiksins.” Fleiri óvænt úrslit urðu í gær en Breiðablik gerði marka- laust jafntefli við Aftureldingu á heimavelli í gær. Þá töpuðu nýliðarnir báðum leikjum sínum – FH fyrir Grindavík á útivelli og Haukar fyrir KR á heimavelli. - esá, sp, kpt Meistararnir töpuðu fyrstu stigunum Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í gær. Valur tapaði fyrstu stigum sínum á tímabilinu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna en Fylkir vann heldur óvæntan en góðan sigur á Þór/KA á heimavelli. HÁLOFTABARÁTTA Rakel Hönnudóttir, leikmaður Þórs/KA, er hér fyrir miðri mynd í baráttu um boltann í Árbænum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Pepsi-deild kvenna Valur - Stjarnan 1-1 0-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (70.), 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (89.). Fylkir - Þór/KA 2-1 1-0 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (19.), 2-0 Anna Björg Björnsd. (38.), 2-1 Danka Podovac (40.). Breiðablik - Afturelding 0-0 Grindavík - FH 2-0 Haukar - KR 0-3 STAÐAN Valur 5 4 1 0 20-3 13 Breiðablik 5 3 1 1 7-5 10 KR 5 3 0 2 9-3 9 Fylkir 5 3 0 2 10-8 9 Stjarnan 5 2 1 2 7-4 7 Þór/KA 5 2 1 2 11-9 7 Grindavík 5 2 1 2 5-4 7 Afturelding 5 2 1 2 6-9 7 Haukar 5 1 0 4 2-14 3 FH 5 0 0 5 3-21 0 NÆSTU LEIKIR FH - Þór/KA sun. 6. júní kl. 16.00 Afturelding - Haukar þri. 8. júní kl. 19.15 KR - Valur þri. 8. júní kl. 19.15 Grindavík - Breiðablik þri. 8. júní kl. 19.15 Stjarnan - Fylkir þri. 8. júní kl. 19.15 Vináttulandsleikir Ástralía - Danmörk 1-0 1-0 Joshua Kennedy (71.). Sviss - Kosta Ríka 0-1 0-1 Winston Parks (56.). Holland - Gana 4-1 1-0 Dirk Kuyt (30.), 2-0 Rafael van der Vaard (73.), 2-1 Asamoah Gyan (78.), 3-1 Wesley Sneij- der (80.), 4-1 Robin van Persie, víti (88.). Portúgal - Kamerún 3-1 1-0 Raul Meireles (31.), 2-0 Raul Meireles (46.), 2-1 Pierre Webo (69.), 3-1 Nani (81.). ÚRSLIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.