Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 6
6 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Kristinn Þór Jakobsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ, náði kjöri sem bæjarfulltrúi í sveitarstjórnar- kosningunum síðasta laugardag. Krist- inn Þór var nýr í framboði og hefur því þátttöku í stjórnmálum á sama tíma og systir hans, Sigrún Björk Jakobsdótt- ir, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, kveður þau. Sem kunnugt er sagði Sig- rún Björk af sér sem oddviti Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri og bæjarfulltrúi í kjölfar kosninganna. „Við erum fimm systkini og erum öll alin upp við mikla pólitíska umræðu,“ sagði Kristinn Þór og bætti því við að skoðanir systkinanna skiptust nokkuð jafnt eftir hinu pólitíska litrófi. Kristinn Þór segist hafa verið virkur í Framsóknarflokknum frá árinu 2004 en var nú í fyrsta skipti á lista. Aðspurður hvort hann hefði fengið góð ráð hjá Sigrúnu Björk svaraði hann „Við höfum ólíkar nálganir á málunum og ólíkar skoð- anir en við leitum mikið í reynslubanka hvors annars.“ Sigrún Björk sagðist viss um að Kristinn Þór myndi standa sig vel í stjórn- málum en var óviss um hvað tæki við hjá henni sjálfri. Hún ætlaði þó að taka sér frí og ganga á fjöll. - mþl DÓMSMÁL Málshöfðun á hendur fyrrverandi fyrirsvarsmönnum Baugs vegna meintra skattalaga- brota var í einhverjum tilvik- um andstæð mannréttindasátt- mála Evrópu. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur, sem vísaði í gær frá dómi ákæru á hendur Baugsmönnum. Telur dómurinn að vísa verði málinu frá að hluta þar sem skatta- yfirvöld hafi þegar refsað ákærðu að hluta með því að leggja álag á skattgreiðslur þeirra. Dómarinn hefur þar með skipt um skoðun frá fyrri úrskurði, þar sem hann hafn- aði því að vísa bæri málinu frá. Hann rökstyður niðurstöðu sína með tilvísun í nýlegan dóm Mann- réttindadómstóls Evrópu. Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota hjá ríkislög- reglustjóra, segir nauðsynlegt að fá endanlega niðurstöðu fyrir mál af þessu tagi, og því verði úrskurð- inum skotið til Hæstaréttar. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms gæti það kallað á umtalsverðar breytingar á skatta- lögum, segir Helgi Magnús. Þá verði að meta hvort málum verði vísað til lögreglu áður en ákvörð- un um álag á skatta verði tekin, svo mönnum sé ekki gerð refsing tvisvar vegna sama máls. Ákærð í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnar- formaður Baugs, Kristín Jóhannes- dóttir, framkvæmdastjóri Gaums, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs. Þá er fyr- irtækið Gaumur einnig ákært. Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir vegna eigin skattskila. Þeir eru báðir ákærðir fyrir meint brot Baugs á skattalögum. Jón Ásgeir og Kristín eru svo ákærð sem fyrirsvarsmenn Gaums fyrir brot félagsins á skattalögum. Eftir frávísun héraðsdóms í gær standa aðeins eftir ákærur á þre- menningana sem fyrirsvarsmenn Baugs og Gaums. Ákærum á hend- ur Jóni Ásgeiri og Tryggva vegna persónulegra skattskila, sem og Gaumi vegna skattskila fyrirtæk- isins, var vísað frá. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segir að verjendur hafi túlkað niðurstöðu mannréttinda- dómstólsins öðruvísi en dómarinn kjósi að gera. Verjendur vilja þannig meina að lög verndi menn fyrir tvöfaldri málsmeðferð vegna eins og sama málsins. Dómarinn telur hins vegar að ekki megi sækja menn til saka tvisvar vegna sama máls- ins. Það þýðir að þó fyrirsvarsmenn Baugs og Gaums hafi verið kall- aðir fyrir við meðferð skattamála félaganna hafi þeir ekki verið sótt- ir sjálfir til saka, og ekki þolað viðurlög vegna þeirra mála sjálfir. Því er ákærum vegna þeirra mála ekki vísað frá. Búist er við að Hæstiréttur fjalli um málið í júní. Málsmeðferð í því sem eftir stendur eftir niðurstöðu Hæstaréttar fer þó varla fyrir héraðsdóm fyrr en í haust. brjann@frettabladid.is Jón Ásgeir Jóhannesson X Ákærður fyrir brot á skattalögum vegna eigin skatta. V Ákærður vegna brota Baugs á skattalögum. V Ákærður vegna brota Baugs á skattalögum. Ákærur vegna brota í starfi standa Kristín Jóhannesdóttir V Ákærð vegna brota Gaums á skattalögum. Tryggvi Jónsson X Ákærður fyrir brot á skattalögum vegna eigin skatta. V Ákærður vegna brota Baugs og Gaums á skattalögum. Gaumur X Félagið ákært fyrir brot á skatta- lögum. X Félagið ákært fyrir brot á skatta- lögum. Fallið var frá ákæru eftir að félagið varð gjaldþrota. X Vísað frá V Stendur eftir Gæti kallað á breyt- ingar á skattalögum Héraðsdómur vísaði í gær frá ákæru vegna meintra skattsvika Baugsmanna. Ákæra á hendur þeim sem fyrirsvarsmanna Baugs og Gaums stendur óhögguð. Dómarinn skipti um skoðun vegna nýlegs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Geggjuð tilboð á veiðivörum í júní Daiwa kaststangir afsl Daiwa einhendur afsl Daiwa rennslisstangir afsl Daiwa Tvíhendur afsl Daiwa Spinnhjól afsl Daiwa fluguhjól afsl Daiwa veiðitöskur afsl Frábær tilboð á Guideline veiðivörum 50% 30% 30% 30% 30% 50% 50% HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG DÖKKT HÁR Sérhönnuð hárvörulína fyrir Lengir tímann sem liturinn endist í hárinu Á Ísland að slíta stjórnmála- sambandi við Ísrael? Já 76,8% Nei 23,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er krónan komin yfir það versta? Segðu skoðun þína á visir.is STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra sækir nú leið- togafund Eystrasaltsráðsins sem hófst í gær og lýkur í kvöld. Fund- urinn er haldinn í Vilníus í Litháen en til umræðu er styrking svæðis- bundins samstarfs, meðal annars á sviði efnahags- og orkumála. Einn- ig verður rætt um baráttu ráðsins gegn skipulagðri glæpastarfsemi og mansali. Sæti í ráðinu eiga Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin þrjú, Rússland, Pólland og Þýskaland auk fram- kvæmdastjórnar ESB. - mþl Jóhanna á leiðtogafundi: Forsætisráð- herra í Litháen HESTAMENNSKA Mótshaldarar Lands- móts hestamanna á Vindheimamel- um, sem nú hefur verið frestað um ár, þurfa að endurgreiða um 40 milljónir króna óski fólk eftir því. Búið var að selja hátt í 4.000 miða í forsölu, sem þarf að endurgreiða. Þá er um að ræða endurgreiðsl- ur á stúkum og hjólhýsastæðum sem keypt hafa verið vegna lands- mótsins. Þetta segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna ehf. „Við biðjum fólk að senda okkur tölvupóst til að fá endurgreiðslu. Við munum næstu daga ganga skipu- lega til verks við að endurgreiða, en bendum á að þar sem viðskiptin fóru að mestu leyti fram sem kredit- kortaviðskipti í gegnum netmiða- sölukerfi okkar, getur liðið einhver tími frá því að Landsmót kreditfær- ir og þar til eiginleg endurgreiðsla berst inn á reikning viðskiptavinar,“ segir hún. „Við biðjum viðskiptavini Landsmóts að hafa þetta í huga og búa sig undir að greiðslur í gegnum kreditkortafyrirtæki berist ekki strax og gætu jafnvel borist í fleiri en einni greiðslu.“ - jss Mótshaldarar Landsmóts hestamanna á Vindheimamelum: Munu endurgreiða 40 milljónir LEIÐBEININGAR Leiðbeiningar hafa verið sendar út er varða endurgreiðslur vegna Landsmóts. Sigrún Björk Jakobsdóttir yfirgefur stjórnmálin en bróðir hennar hefur þátttöku: Systkini skipta um hlutverk SIGRÚN BJÖRK JAKOBSDÓTTIRKRISTINN ÞÓR JAKOBSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.