Fréttablaðið - 02.06.2010, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 3
„Krakkarnir eru yfir sig hrifnir
af Landnámsdýragarðinum, enda
margt forvitnilegt og spennandi
að sjá og indælt að geta klappað
nýbornu ungviðinu og fylgst með
því í návígi,“ segir Dagný Gísladótt-
ir, kynningarstjóri Reykjanesbæjar
um nýjustu viðbót bæjarins þegar
kemur að afþreyingu barna- og fjöl-
skyldufólks suður með sjó.
Landnámsdýragarðinn er að finna
við Víkingaheima á Fitjum og í
honum má skoða kálfa, lömb, kan-
ínur, hænsni, endur og kiðlinga, eða
„geitunga“ eins og mannabörn kalla
stundum afkvæmi geita.
Í Víkingaheimum er einnig upp-
lagt að skoða safnið og víkingaskip-
ið Íslending, sem er hluti af sýningu
Smithsonian-safnsins: Vikings – The
North Atlantic Saga. Í Víkingaheim-
um má einnig sjá sýningu frá forn-
leifauppgreftri í Höfnum síðasta
sumar þar sem talið er að finna
megi elsta landnámsskála Íslands.
„Reykjanesbær og náttúruperlan
Reykjanes eru ávísun á ómótstæði-
lega skemmtun fyrir fjölskylduna.
Á Ljósanótt opnum við leikjagarð í
Rammanum þar sem leikmunir og
sviðsmyndir Latabæjar munu skipa
stórt hlutverk og gestir geta sett sig
í spor Íþróttaálfsins, Sollu stirðu og
annarra persóna úr Latabæ. Þar
verða fleiri skemmtilegar sýningar
á næstunni og þar er flóamarkaður
allar helgar með handverki heima-
manna og veitingasölu,“ segir Dagný
og gefur hugmynd að draumadegi
fjölskyldunnar á Suðurnesjum.
„Það er óbrigðult gaman að byrja
daginn á ævintýraferð í Vatnaveröld
þar sem úir og grúir af skemmtileg-
um vatnsleiktækjum fyrir yngstu
kynslóðina og kíkja svo á skessuna
í hellinum, sem er ógleymanleg upp-
lifun barna. Þá er ísinn í Reykjanes-
bæ víðfrægt sælgæti og stutt í allar
áttir ef fólk langar að skoða fagra
náttúru Reykjaness. Með tilkomu
Ósabotnavegs er nú hægt að taka
stærri hring og fara út á Reykja-
neshafnir með viðkomu í Sandgerði
og Garðinum,“ segir Dagný og á þá
við ónefnt stolt Reykjanesbæjar sem
er tíu kílómetra löng strandleið sem
er vinsæl til gönguferða, hjólreiða
og skokks.
„Þar höfum við sett upp fræðslu-
skilti um sögu, fugla- og dýralíf, en
staðurinn er auðvitað gamall sjó-
sóknarbær þar sem sjá má gamlar
bryggjur og útræði ásamt blásandi
hvölum, höfrungum, hnísum og fjöl-
skrúðugu fuglalífi við ströndina,“
segir Dagný um strandleiðina sem
nær frá Grófinni, þar sem skessan
býr, að Stapa, þar sem Stapadraug-
urinn ógurlegi heldur sig eins og
margir kannast við.
Þess má geta að ókeypis er í Land-
námsdýragarðinn sem er opinn alla
daga frá klukkan 10 til 17 og frítt í
sund fyrir öll börn alla daga.
thordis@frettabladid.is
Nýbornum kiðlingum
klappað suður með sjó
Reykjanesbær er á góðri leið með að verða uppáhaldsdægrastytting fjölskyldunnar, enda mikið kapp
lagt á fjölbreytta afþreyingu fyrir lífsglatt barnafólk. Nýjasta gamanið er Landnámsdýragarður meðal
Fátt jafnast á við umönnun krúttlegs hænuunga í
grænni sumarsveit við duggandi sæinn.
Fjörugur og dúnmjúkur kiðlingur í fangi frískra pilta í Landnámsdýragarðinum.
MYND/HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
Skessan í Svartahelli er í senn blíð og ógnvekjandi
þar sem hún situr og hrýtur svo hátt að glymur í.
Í Víkingaheimum má skoða glæsilega víkingaskipið
Íslending og fleira tengt víkingaöldinni.
Landnámsgarðurinn hefur slegið í gegn hjá ungum
Íslendingum, enda eru þar margir góðir íbúar.
Skemmtun fyrir
alla fjölskylduna
OPIÐ: 6:45 - 20:00 virka daga, 8:00 - 18:00 um helgar
Frítt fyrir börn
fjölskyldusundlaug