Fréttablaðið - 02.06.2010, Síða 47
MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 27
Hómer Simpson er vinsælasta
sjónvarps- og kvikmyndapersóna
síðustu tuttugu ára, samkvæmt
könnun bandaríska tímaritsins
Entertainment Weekly. Í öðru sæti
í könnuninni lenti galdrastrákur-
inn Harry Potter og Buffy The
Vampire Slayer varð í því þriðja.
Að sögn Matts Groening, höf-
undar The Simpsons-þáttanna,
er Hómer svona vinsæll „vegna
þess að öll erum við knúin áfram
af löngunum sem við viljum ekki
viðurkenna að við höfum“. Í fjórða
sæti í könnuninni lenti Tony Sopr-
ano úr þáttunum The Sopranos
og Jókerinn úr Batman varð í því
fimmta.
Hómer er
vinsælastur
HÓMER SIMPSON Hómer er vinsæl-
asta sjónvarps- og kvikmyndapersóna
síðustu tuttugu ára.
ENDLESS DARK Rokkararnir í Endless
Dark spila á Sódómu Reykjavík um
helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Um næstu helgi verður hin árlega
tattúhátíð haldin á Sódómu Reykja-
vík.
Þetta er í fimmta sinn sem hátíð-
in er haldin og munu fjölmarg-
ir listamenn, bæði innlendir og
erlendir húðflúrarar sýna listir
sínar á daginn meðan á hátíðinni
stendur.
Á kvöldin mun rokkið aftur á
móti ráða ríkjum. Á meðal þeirra
sem koma fram á föstudags- og
laugardagskvöldið eru Cliff Cla-
vin, Ultra Mega Technobandið
Stefán, Endless Dark og Hoffman.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega
á miðnætti og miðaverð er 500
krónur við hurð.
Rokkað á tattúhátíð
Rúmlega tuttugu hljómsveitir
hafa verið bókaðar á tónlistar-
hátíðina Villta vestrið sem verð-
ur haldin á Akranesi 12. júní. Á
meðal þeirra eru Cliff Clavin,
Leaves, Berndsen, Bróðir Svart-
úlfs, Ólafur Arnalds, Sykur og
Útidúr. „Mér datt aldrei í hug að
við myndum fá svona margar frá-
bærar hljómsveitir. Þeim leist
öllum mjög vel á framtakið og
fannst einnig spennandi að koma
á Akranes,“ segir skipuleggjand-
inn Sigurmon Sigurðsson.
Með hverjum seldum miða
fylgir frítt niðurhal á geisladiski
sem verður gefinn út á síðunni
Gogoyoko.com. Á disknum er eitt
lag með hverri hljómsveit sem
kemur fram á hátíðinni. Miðasala
fer fram á Midi.is og á Akranesi
og kostar 2.000 krónur inn. Ein-
ungis þrjú hundruð miðar eru í
boði. Upphitunartónleikar verða
haldnir á Sódómu Reykjavík 11.
júní þar sem Bolywool, Cosmic
Call, BOB og Tamarin Gunsling-
er spila.
Tuttugu hljómsveitir
í villta vestrinu
BERNDSEN Berndsen spilar á hátíðinni
Villta vestrið á Akranesi 12. júní.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Idol-stjarnan Adam Lambert
hefur hvatt aðdáendur sína til
að láta fé af hendi rakna til góð-
gerðarmála í stað þess að senda
sér gjafir á komandi tónleika-
ferð sinni, Glam Nation Tour. Í
síðustu tónleikaferð fékk hann
fjölda gjafa sem hann vissi ekk-
ert hvað hann átti að gera við.
„Í stað þess að gefa mér gjafir
getið þið sent pening til Donors-
choose.org eða til annars
góðgerðafélags,“ sagði
söngvarinn á Twitter-
síðu sinni. Lambert er
að kynna sína fyrstu
plötu, For Your Ent-
ertainment, sem
kom út í fyrra
við góðar und-
irtektir.
Vill ekki
fleiri gjafir
ADAM LAMBERT
Lambert vill
að aðdáendur
sínir styrki gott
málefni.
Rapparinn 50 Cent grennti sig
um 25 kíló fyrir hlutverk sitt í
kvikmyndinni
Things Fall
Apart. Þar leik-
ur hann banda-
rískan ruðn-
ingsspilara
sem greinist
með krabba-
mein. Myndir
af gjörbreytt-
um rapparan-
um birtust nýlega og vöktu þær
mikla athygli. „Mér leið eins og
ég hefði kannski gengið of langt
en ég var í mjög góðu líkamlegu
ásigkomulagi áður en ég ákvað
að missa öll þessi kíló,“ sagði 50
Cent.
25 kíló fokin
Í matargerðarlínunni GOTT Í MATINN teflum við fram
góðum grunnhráefnum sem tilheyra mörgum ólíkum
áherslum í matargerð.
Í sumarblaðinu í ár leggjum við áherslu á grillmat sem
hægt er að töfra fram við margvísleg tækifæri, ýmist sem
nesti inni á hálendinu, í sumarbústaðnum, á skjólgóðum
svölum eða í gróskumiklum garði á mildum sumardegi.
Uppskriftirnar í nýja grillblaðinu eru í flestum tilvikum
fljótlegar og einfaldar og síðast en ekki síst einstaklega
góðar. Verði ykkur að góðu.
MEÐAL EFNIS
Í GRILLBLAÐINU:
·Góðir og girnilegir hamborgarar
við öll hugsanleg tækifæri
·Einfaldar og fljótlegar uppskriftir
fyrir fólk á ferðinni
·Sósur og meðlæti
·Gott í matinn - gott á grillið
·Með grillveislu í farangrinum
·Kryddsmjör með grillsteikinni
GOTT Í MATINN - grillbl
aðið
-frá MS, berst til þín í dag eð
a næstu daga.
Njótið vel og verði ykkur að
góðu!
Nýja grillblaðið er stútful
lt af góðum uppskriftum
og hugmyndum.
Hægt er að skoða blaðið
inni á vefnum: www.gott
imatinn.is
www.gottimatinn.is
FA
B
R
IK
A
N