Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 4
4 11. júní 2010 FÖSTUDAGUR FANGELSISMÁL Ísland kemur mjög vel út í samanburði við aðrar Norð- urlandaþjóðir hvað varðar endur- komur brotamanna í fangelsi. Lang- algengast er, að ungir þjófar komi aftur. Þetta sýnir ný norræn saman- burðarrannsókn sem Fangelsis- málastofnun kynnti í gær. Þá sýna niðurstöður rannsóknarinnar að því er ekki þannig farið, eins og marg- ir telja, að mikill meiri hluti þeirra sem afplána refsingu í fangelsum brjóti af sér á ný og komi fljótlega inn til afplánunar aftur. Á Íslandi eru um 50 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en um 70 á hinum Norðurlöndunum, að því er fram kom í máli Erlends S. Baldurs- sonar, afbrotafræðings hjá Fangels- ismálastofnun, sem kynnti skýrsl- una. Kostnaður við hvern fanga á ári er 8.8 milljónir króna. Rannsóknin fór fram með þeim hætti að mælt var hversu margir af þeim sem látnir voru lausir árið 2005, eftir afplánun fangelsisrefs- ingar, höfðu fengið nýjan refsidóm innan tveggja ára. Sama athugun var gerð á þeim sem hófu samfé- lagsþjónustu 2005 eða sættu öðrum úrræðum utan fangelsa eins og raf- rænu eftirliti. Noregur reyndist hafa fæstar endurkomur þeirra sem luku afplán- un fangelsisrefsinga. Ísland var þar í öðru sæti. Enn fremur sýndu nið- urstöðurnar að fæstir Íslendingar sem afplánuðu refsingu utan fang- elsis hlutu dóm innan tveggja ára. Noregur og Ísland komu best út úr þessum samanburði en Svíþjóð og Finnland verst. Í máli Erlends kom fram að hluti skýringar á þeim mikla mun sem er á endurkomum þeirra sem afplánað hafa fangelsisrefsingu sé væntan- lega sá að fangahóparnir á Norður- löndum séu misjafnlega samsettir. Erlendur nefndi sem dæmi að um átta prósent fanga í Finnlandi sitji til dæmis inni fyrir hraðakstur. Stærð og gerð fangelsa, framkvæmd refs- inga, starfsfólk, meðferðarmögu- leikar og fleira hafi einnig áhrif á endurkomu. Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem dæmdir eru fyrir ofbeldisbrot, kynferðisbrot og fíkni- efnabrot koma sjaldnar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. Brota- menn sem koma aftur koma yfirleitt ekki fyrir brot af sama tagi og fyrr. Kynferðisbrotamenn eru ólíklegast- ir til þess að vera dæmdir að nýju fyrir kynferðisbrot. jss@frettabladid.is Í frétt um styrkjamál Sigurðar Kára Kristjánssonar í gær sagði á einum stað að kostnaður við prófkjör hans hefði verið 6,7 milljónir króna. Þar átti að standa að Sigurður hefði þegið styrki fyrir 4,7 milljónir, eins og kom fram á öðrum stöðum í fréttinni. LEIÐRÉTTING Algengast að ungir þjófar komi aftur Ísland kemur mjög vel út í samanburðarrannsókn á endurkomum brotamanna í fangelsi, sem gerð var á öllum Norðurlöndunum. Í heildina er það með bestu útkomuna ásamt Noregi. Langalgengast er að ungir þjófar komi aftur. KJARAMÁL Kjaramálanefnd Sjúkraliðafélagsins krefst þess að frystingu launa sjúkraliða verði aflétt. Launin hafi staðið í stað síðan samningar urðu lausir fyrir 14 mánuðum síðan. Í yfirlýsingu nefndarinnar frá því í gær segir meðal annars að félagsmálaráð- herra lýsi opinberum kvennastétt- um stríði á hendur með launafryst- ingu. Gagnrýnt er að ráðherra skapi hefðbundin karlastörf með bygg- ingu húsa eins og nýs sjúkrahúss og greiði þau störf með frystingu launa og kjaraskerðingu sjúkraliða og annarra láglaunastétta. - sv Sjúkraliðar krefjast aðgerða: Vilja aflétta launafrystingu DÓMSMÁL Ungur maður hefur verið dæmdur í tveggja ára fang- elsi fyrir nauðgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambinu 800 þúsund krón- ur í miskabætur. Umræddir einstaklingar höfðu verið ásamt fleirum í gleðskap í heimahúsi. Stúlkan, sem nauðg- að var, varð ölvuð og sofnaði inni í herbergi. Hún vaknaði við að maðurinn var í rúminu hjá henni og var að koma fram vilja sínum. Stúlkan hrinti honum þá ofan af sér. Hún fór á neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana. Maðurinn og stúlkan þekktust ekki. -jss Nær milljón í bætur: Tvö ár fyrir að nauðga stúlku DÓMSMÁL „Úrskurðurinn er mikil vonbrigði fyrir Landsvirkjun,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir, yfir- maður samskiptasviðs. Verktakafélagið Glaumur ehf. og Árni Helgason ehf. voru saman lægstbjóðendur í upphafsverk Búðarhálsvirkjunar en var synj- að af Landsvirkjun sökum þess að fyrirtækin uppfylltu ekki skilyrði útboðsgagna um hæfni. Lægstbjóð- endur lögðu fram kæru á hendur Landsvirkjun á þeim grundvelli að bjóða hefði átt verkið út á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Kæru- nefnd útboðsmála féllst á kröfuna sem Ragna Sara segir orsaka enn frekari tafir í framkvæmdum, en fyrst var áritaður samningur um byrjun framkvæmda í Búð- arhálsvirkjun árið 2001. „Ferlið sem fylg- ir því að bjóða út verk á Evrópska efnahagssvæðinu er tímafrekt og mun seinka fram- kvæmdaferlinu á þann hátt að það verður í fyrsta lagi hægt að byrja við Búðarhálsvirkjun á haustmán- uðum þessa árs,“ segir hún. Ekki er vitað um fjárhagslegt tjón Landsvirkjunar vegna málsins að svo stöddu, en öll verk sem uppfylla kröfur verða nú fram- vegis boðin út til EES. - sv Kærunefnd úrskurðar Landsvirkjun brotlega í útboði á Búðarhálsvirkjun: Gert að bjóða út verk á EES LANDSVIRKJUN Dæmt í útboðsmáli á Búðarháls- virkjun og Landsvirkjun þarf að fresta fram- kvæmdum. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 30° 31° 16° 29° 27° 18° 18° 21° 18° 25° 23° 36° 18° 25° 22° 15°Á MORGUN 8-13 m/s SV-til, annars hægari. SUNNUDAGUR 3-8 m/s. 14 12 12 5 13 10 10 8 8 11 6 8 4 3 3 3 4 8 15 3 7 5 18 12 12 18 16 10 12 12 12 16 18 HELGARVEÐRIÐ Frábært veður á Norður- og Austur- landi þessa helgina en þar verður bjart og allt að 18°C. Annars verður ekki hægt að kvarta mikið yfi r veðrinu í öðrum landshlut- um nema hugsan- lega á suðvestur- horninu um tíma á morgun en veður batnar til muna annað kvöld. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður HEILBRIGÐISMÁL Fimm hjálpar- starfsmenn á vegum Rauða krossins eru nú að störfum á Haítí. Alls hefur 21 Íslendingur starfað fyrir Rauða krossinn þar frá því að jarðskjálfti reið yfir fyrir nokkrum mánuðum. Gunnar Helgason hjúkrunar- fræðingur bættist í gær í hóp hjálparstarfsmannanna. Þeir starfa allir á sjúkrahúsi á vegum finnska og þýska Rauða krossins. Fyrir í Port-au-Prince eru Mar- grét Rögn Hafsteinsdóttir, Odd- fríður Ragnheiður Þórisdóttir og Elín Jakobína Oddsdóttir hjúkr- unarfræðingar, og Kristjón Þor- kelsson sendifulltrúi. - þeb Rauði kross Íslands: Fimm starfs- menn á Haítí HAÍTÍ Mikil neyð er enn á Haítí eftir að jarðskjálftinn reið þar yfir fyrir fimm mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hjón voru í gær dæmd til að borga sekt fyrir að hafa notað litaða díselolíu í stað venju- legrar díselolíu. Þau voru dæmd í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa gerst brotleg við lög um olíu- gjald og kílómetragjald. Hjónin voru stöðvuð af lög- reglu á Hrísmýri á Selfossi í janúar síðastliðnum. Hjónin voru bæði tvö dæmd til þess að greiða 200 þúsund krón- ur í sekt eða samanlagt fjögur hundruð þúsund. - þeb Brutu lög um olíugjald: Dæmd fyrir litaða dísilolíu UMHVERFISMÁL Norðurlandaráð veitti nýverið þremur bönkum náttúru- og umhverfisverðlaunin 2010. Merkur Andelskasse, Ekob- anken og Cultura Bank fengu verðlaunin fyrir græna og sjálf- bæra stefnumótun. Afhenda á verðlaunin á Norð- urlandaráðsþinginu sem haldið verður í Reykjavík í byrjun nóv- ember, að því er segir í tilkynn- ingu ráðsins. Í fyrra fékk sænska verkefnið „Í öllu veðri“ verðlaun- in og íslenska fyrirtækið Marorka árið 2008. - óká Bankar fá umhverfisverðlaun: Sagðir grænir og sjálfbærir SAMANBURÐARSKÝRSLA KYNNT Þau kynntu niðurstöður samnorrænu rannsókn- arinnar, frá vinstri: Hafdís Guðmundsdóttir skrifstofustjóri, Erlendur S. Baldursson afbrotafræðingur og Páll E. Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar. Norðmenn standa sig best Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð Hlutfall fanga sem fengu dóm innan 2 ára eftir lausn 29% 36% 27% 20% 43% Fengu dóm innan 2 ára eftir að samfélagsþjónusta hófst 22% 25% 16% 21% 20% Endurkomur alls 26% 31% 24% 20% 30% AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 10.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,077 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,89 130,51 189,98 190,90 156,54 157,42 21,039 21,163 19,836 19,952 16,343 16,439 1,4223 1,4307 189,53 190,65 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR  Uppskriftin að föstudagspizzunni er á gottimatinn.is grilluð föstudagspizza! VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.