Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 12
12 11. júní 2010 FÖSTUDAGUR HOLLAND „Hið ómögulega gerðist,“ sagði Geert Wilders, leiðtogi þjóðernissinna í Hollandi. „Við unnum stærsta sigur kosning- anna. Við viljum í stjórn.“ Wilders hefur boðað harða stefnu gegn innflytjendum, einkum þó múslímum, og hefur hvað eftir annað lýst trúarritum múslíma sem fasískum. Ljóst er að aðrir flokkar vilja helst ekki hafa hann með sér í stjórn. Stærsti flokkur þingsins eftir kosningarnar er Þjóðarflokkur frjálslyndra íhaldsmanna. Mark Rutte, leiðtogi flokksins, lýsti því yfir í gær að hann fengi umboð til stjórnarmyndunar. Verkefnið verður þó ekki auð- velt. Þriggja flokka hægristjórn næði til dæmis ekki meirihluta á þingi, auk þess sem stefna Wild- ers er of umdeild til að slík stjórn stæði sterk að vígi. Líklegasta niðurstaðan virðist sem stendur vera sú, að stærstu flokkarnir tveir, Kristilegir demókratar og Verkamanna- flokkurinn, reyni að mynda breiða miðjustjórn með þátttöku Vinstri grænna og Demókrata 66. Samtals hefði sú stjórn 81 þing- mann. Leiðtogi Kristilega demókrata- flokksins, Jan Peter Balkanende forsætisráðherra, sagði af sér strax á miðvikudagskvöld þegar ljóst var orðið að flokkurinn hefði beðið afhroð í kosningun- um. Í gær tók síðan Maxime Ver- hagen við leiðtogaembættinu af honum. gudsteinn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Mælingar Mat- vælastofnunar og Hafrannsókna- stofnunar á eitruðum þörungum í sjó sýna að talsverð hætta er á þörungaeitrun við neyslu á skel- fiski úr Hvalfirði. Á svæðum þar sem eiturþör- ungar greinast í sjó er ávallt hætta á að skelfiskur innihaldi þörungaeitur. Fólki er því ráð- lagt að forðast neyslu á skelfiski, til dæmis kræklingi, frá þeim svæðum þar sem mælingar sýna að eiturþörungar eru yfir viðmiðunarmörkum. - jss Hætta á þörungaeitrun: Vara við neyslu á skelfiski GERÐUR ÚR HERÐATRJÁM Þessi ófrýnilega vera ku vera gerð úr herðatrjám eingöngu, en er partur af sumarsýningu Konunglega listaháskól- ans í London. NORDICPHOTOS/AFP VERSLUN Nærri lætur að ein íslensk plata hafi verið seld á hvert manns- barn hér á landi í fyrra, samkvæmt tölum frá Félagi hljómplötufram- leiðanda. Er það litlu minna en árið áður og hljómplötusala virðist halda velli, þrátt fyrir árferðið. Alls seldust 310 þúsund íslensk- ar hljómplötur 2009, en árið 2008 voru þær um 317 þúsund. Sam- dráttur milli ára nemur um 2 pró- sentum, hvað eintök varðar, en 5 prósentum í verðmæti. Einka- neysla hefur dregist saman í kjöl- far bankahrunsins, um 7,8 pró- sent árið 2008 og 14,6 prósent í fyrra. Það virðist hins vegar ekki hafa haft áhrif á hljómplötukaup landans. Heildarsöluverðmæti íslenskra hljómplatna árið 2009 var um 407 milljónir, en var 428 milljónir árið áður. Í tilkynningu frá Félagi hljóm- plötuframleiðenda segir Ásmund- ur Jónsson, formaður félagsins, að þetta séu mjög jákvæð tíðindi fyrir íslenskt tónlistarlíf og gefi vonandi fyrirheit um gott íslenskt tónlistar- sumar. Það sé nú þegar hafið með útgáfu fjölda hljómplatna. Ólíkt er á komið hvað varðar sölu á erlendum plötum, en hún hefur dregist verulega saman síðastliðin ár. - kóp Efnahagshrun og ólöglegt niðurhal hafa ekki áhrif á plötusölu hérlendis: Ein plata á hvert mannsbarn PLÖTUBÚÐ Um það bil ein íslensk plata var seld á hvert mannsbarn hér á landi á árinu 2009. Wilders vill í stjórn en mætir andstöðu Stjórnarmyndun verður erfið í Hollandi eftir kosningarnar í gær. Stærstu tíðind- in eru stórsigur þjóðernisflokks Geerts Wilders, sem vill ólmur í stjórn landsins þótt aðrir flokkar vilji helst ekki hafa hann með. Rutte er með umboðið. MARK RUTTE Líklega næsti forsætisráð- herra. NORDICPHOTOS/AFP GEERT WILDERS Leiðtogi þjóðernissinna fagnar sigri og vill ólmur í stjórn. NORDICPHOTOS/AFP Óvíst er hvaða áhrif kosningaúrslitin hafa á Icesave-málið, sem hefur að mestu verið í biðstöðu frá því að Íslendingar höfnuðu samningnum við Breta og Hollendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars. Ný stjórn gæti haft aðra stefnu í málinu en sú fyrri sem vildi ljúka málinu á svipuðum nótum og gert var í samningnum sem Íslendingar felldu. Afgreiðsla ráðs Evrópusambandsins á aðildarumsókn Íslands hefur einnig dregist, meðal annars vegna þingkosninganna í Bretlandi í síðasta mánuði og síðan Hollandi í gær. Eftir helgi kemur í ljós hvort afgreiðsla umsóknar- innar verður sett á dagskrá fundar leiðtogaráðs ESB næstkomandi fimmtu- dag, sem er 17. júní. Þótt ný stjórn verði hugsanlega ekki tekin til starfa í Hollandi fyrir 17. júní er almennt reiknað með að málið verði afgreitt á fundi ráðsins þann dag. Næsti fundur leiðtogaráðsins verður ekki fyrr en í haust. Áhrif á Ísland Úrslit þingkosninganna í Hollandi Flokkur Stefna Leiðtogi Þingsæti Fylgi Þjóðarflokkur Frjálslyndur íhaldsflokkur Mark Rutte 31 20,4 Verkamannaflokkurinn Sósíaldemókratar Job Cohen 30 19,6 Frelsisflokkurinn Þjóðernisflokkur Geert Wilders 24 15,5 Kristilegir demókratar Kristilegir demókratar Maxime Verhagen 21 13,7 Sósíalistaflokkur Lýðræðislegur sósíalismi Emile Roemer 15 9,9 Demókratar 66 Frjálslynd félagshyggja Alexander Pechtold 10 6,9 Vinstri-græn Umhverfisstefna Femke Halsema 10 6,6 Kristilegt bandalag Kristilegir demókratar André Rouvoet 5 3,2 Endurbætti flokkurinn Flokkur kalvinista Kees van der Staaij 2 1,8 Flokkur í þágu dýra Dýravernd Marianne Thieme 2 1,3 Það er algjör óþarfi að missa af einni einustu mínútu á HM. Með áskrift að Stöð 2 sport 2 tryggir þú þér alla leiki keppninnar, kvölds og morgna, á þremur rásum samtímis. Fjörleg og fróðleg umfjöllun bestu sparkspekinga þjóðarinnar tryggir þér hámarks ánægju af þessari einstöku keppni. leikir í beinni allir 64 leikirnir á hliðar- rásum allan sólarhringinn alvöru u p p lifu n VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 allt að fjórum sinnum meiri myndgæðidýpri litir aukin skerpa ALLIR LEIKIR Í HD VEISLAN HEFST Í KVÖLD hm 442 með rögnu lóu og loga bergmann alla leikdaga kl: 21:00 reynslumestu mennirnir lýsa leikjunum MENNING Eistar ætla að halda Íslandsdag hátíðlegan 21. ágúst 2011. Þetta kom fram í máli Toomas Ilves, forseta Eistlands, á Bessastöðum í gær en hann er í opinberri heimsókn á Íslandi. Á næsta ári verða liðin tuttugu ár síðan Eistar endurheimtu sjálf- stæði sitt. Af því tilefni verða mikil hátíðahöld í landinu sem ná hámarki 20. ágúst, daginn sem Eistar lýstu formlega yfir sjálf- stæði. Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði landsins strax daginn eftir, fyrstir þjóða. Þetta tilefni og sú staðreynd að Tallinn, höfuðborg Eistlands, verður ein af menningarborgum Evrópu á næstu ári, verður hald- inn Íslandsdagur í borginni. Íslenskri tónlist, list og menningu verður gert hátt undir höfði. - mþl Tuttugu ár frá sjálfstæði: Íslandsdagur í Eistlandi Banna reykingar Borgarstjórnin í Alexandríu ætlar að banna reykingar í opinberum bygg- ingum og á opnum svæðum í borg- inni. Þetta er í fyrsta sinn sem Egyptar setja reykingabann. Egyptar reykja mest arabaþjóða eða um 19 milljarða af sígarettum á degi hverjum. EGYPTALAND Framlengja varðhald Óskað verður eftir framlengingu gæsluvarðhalds yfir Ellert Sævarssyni sem grunaður er um að hafa banað karlmanni á sextugsaldri í maí. Gæslu- varðhald yfir Ellert rennur út 14. júní. LÖGREGLUFRÉTTIR Arnarungi kemst á legg Útungun í arnarhreiðri sem Arnarset- ur Íslands fylgist með tókst í ár. Fylgst hefur verið með hreiðrum í Reykhóla- hreppi með vefmyndavél í tvö ár, en í fyrra misheppnaðist útungunin. VESTFIRÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.