Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 22
„Víkingasagan drýpur af hverju strái í Hafnarfirði því hér var þeirra fyrsti viðkomustaður til forna og hér hafði Hrafna-Flóki vetursetu. Íslendingum er svo mikilvægt að rækta víkingaupp- runann því víkinganafnið hefur borið skaða af tilvísun sinni til útrásarvíkinga og það þarf að leiðrétta,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason eigandi Fjörukráar- innar sem í fjórtánda sinn kall- ar víkinga til sín á Sólstöðuhátíð sem hefst í dag og stendur næstu níu daga. „Víkingar voru engin lömb að leika við en þeir voru líka bissness- menn þeirra tíma og landkönnuð- ir sem sigldu sem víðast til að sjá heiminn. Víkingar voru færustu siglingamenn heimsins og fáir sem stóðu þeim framar í bardagalist- inni. Það sem stendur þó upp úr er hversu miklir listamenn þeir voru og það viljum við draga fram á Sólstöðuhátíðinni sem er fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem gnótt er af skemmtun og fræðslu fyrir börnin, meðal annars barna- víkingaskóli,“ segir Jóhannes, en á hátíðinni verða einnig víkinga- markaðir, bardagavíkingar, leik- hópar, handverksvíkingar, dans- leikir, víkingaveislur og fleira. „Fyrstu árin urðum við að flytja inn víkinga, en hátíðin hefur vakið upp samfélag íslenskra víkinga sem nú telur á annað hundrað manns í Hringhorni og Rimmu- gýgi, sem báðir verða á hátíðinni,“ segir Jóhannes um hátíðina sem nýtur mikillar virðingar. „Vík- ingar á heimsvísu skipta tugþús- undum, en Ísland er mekka vík- ingaheimsins og sagan öll hér. Því langar alla að koma, og á þessum fjórtán árum hafa orðið til bestu sendiherrar Íslands sem dásama landið og hvetja aðra til að heim- sækja þetta helsta vígi víkinga. Íslendingar eru svo allir komnir af víkingum og hver sem geymir góðan mann getur orðið virkur í samfélagi víkinga.“ thordis@frettabladid.is Ísland er mekka víkinga Sólstöðuhátíð víkinga hefst í víkingaþorpinu við Fjörukrána í dag. Þar koma saman víkingar til að höggva í steina, berja glóandi járn, berjast með sverðum og skemmta landslýð í sönnum víkingaanda. Jóhannes Viðar Bjarnason hefur slegið upp tjaldborg í kringum Fjörukrána og er þar sannkallað víkingaþorp. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fjölskyldan getur gert sér glaðan dag á morgun með léttri göngu um slóðir Jóns Sveinssonar. Minjasafnið á Akureyri stend- ur fyrir göngu á morgun þar sem fetað verður í fótspor rithöfund- arins Jóns Sveinssonar eða Nonna eins og hann er betur þekktur. Þetta er létt og þægileg ganga sem hentar allri fjölskyldunni. Stuttlega verður farið yfir lífs- hlaup Nonna, lesið upp úr bókum hans og staðir skoðaðir sem tengj- ast lífi hans og stöðum. Harald- ur Þór Egilsson, safnstjóri Minja- safnsins á Akureyri, leiðir gönguna sem hefst á morgun klukkan 14 og tekur rúmlega klukkustund. Gang- an er þátttakendum að kostnaðar- lausu. - rve Fetað í fót- spor Nonna Lagt verður af stað í létta fjölskyldugöngu frá Nonnahúsi frá klukkan 14. MYND/ÚR EINKASAFNI ÞINGVELLIR Í FÓKUS er yfirskrift ljósmyndasýningar sem verður opnuð í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík í dag. Þar gefur að líta ljós- myndir eftir áhugaljósmyndara sem eru flestar teknar í þjóðgarðinum. Skokkar Áður 16.990 Nú 9.990 Margar gerðir, st. 36-48 Geggjaðar sumar peysur Áður 6.990 Nú 5.490 Skokkar Áður 9.990 Nú 4.990 20% afsl. af öðrum vörum Flash 18 ára Brjáluð afmælistilboð Opið frá kl. 11–19 í Smáralind Full búð af nýjum vörum Buxur 3990 kr., Bolur 2990 kr. Sumarið er tíminn! Víkingar munu skemmta landslýð í sönnum víkingaanda á Sólstöðuhátíð Víkinga sem hefst við Fjörukrána í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ATNON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.