Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 16
16 11. júní 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Kæra Ragna Árnadóttir dómsmálaráð-herra Síðastliðið haust átti ég frumburð minn í tvennum skilningi. Fyrst gaf ég út mína fyrstu bók, um ofbeldi á Íslandi. Hálfum öðrum sólarhring síðar fæddist sonur minn. Fyrsti dagurinn í lífi mínu sem móðir, 18. september 2009, hófst á kaffibolla og Frétta- blaðinu á fæðingardeild Landspítalans. Þar las ég viðtal við þig vegna gagnrýni sem birtist í bók minni. Haft var eftir þér að vel kæmi til greina að endurskoða lög um kyn- ferðisbrot gegn börnum. Því fylgdi góð til- finning að horfa á annað barnið sofa vært í vöggu og lesa um leið að hitt afkvæmið væri byrjað að velta við steinum. Meðbyr frá dómsmálaráðherra spillti ekki fyrir. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar. Áherslur í íslenskum stjórnmálum hafa tekið nær jafn hröðum breytingum og sonur minn á undanförnum níu mánuðum. Hjá báðum hafa átt sér stað merkir áfangar og fýlusprengjur. Einmitt þess vegna er mikil- vægt að gleyma sér ekki í glundroðanum og standa vörð um þá sem minnst mega sín. Í nýlegu viðtali sagðir þú um mansal: „Við erum fámenn þjóð og við eigum að ráða við þetta. Við þurfum bara að gera upp við okkur hvaða aðferðum við ætlum að beita og við þurfum að gæta mannréttinda. Það er alveg skýrt.“ Mansal er vissulega alvarlegt ofbeldi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er þó mun útbreiddari vandi á Íslandi og snertir langtum fleiri. Hvað mannréttindi varðar er umhugsunarvert misræmi að finna í lögum, eins og fram kemur í bók minni. Faðir sem misnotaði 17 ára dóttur sína kynferðislega, ætti t.d. yfir höfði sér tvöfalt þyngri refs- ingu en fyrir að misnota 14 ára gamla systur hennar, þótt báðar séu þær börn í lagalegum skilningi. Þetta er aðeins eitt af mörgum atriðum sem mætti endurskoða. Eftir útgáfu bókarinnar fannst mér að ég hlyti að geta lagt meira af mörkum til bar- áttunnar. Ég stofnaði fræðslu- og fjáröflun- arátakið Öðlinginn 2010 (www.odlingurinn. is) og fer allur ágóði af sölu bókarinnar í baráttuna gegn kynbundnu og kynferðis- legu ofbeldi. Þannig nær annað afkvæmið mitt vonandi að skapa örlítið betra samfélag fyrir hitt. Mig langar til að forvitnast um meðbyrinn. Hafa orðið breytingar sem snúa að kynferðisbrotamálum? Hefur endur- skoðun á lögum komið aftur til tals frá því ég fletti blaðinu á fæðingardeildinni? Tím- inn sem liðið hefur síðan þá blasir við mér á hverjum degi í formi barns sem öðlast sífellt meira sjálfstæði. Á það raunar við um bæði afkvæmi mín. Vonandi vex meðbyrinn með þeim. Opið bréf til dómsmálaráðherra Lög um kyn- ferðisofbeldi Þórdís Elva Þorvaldsdóttir höfundur Ofbeldi á Íslandi: Á mannamáli E ngin leið hefur verið að sjá nokkur merki þess á Alþingi undanfarna daga að gömlu stjórnmálaflokkarnir fjórir séu nýkomnir úr sveitarstjórnarkosningum þar sem þeir fengu skell allir sem einn. Kjósendur reyndust ginnkeypt- ir fyrir nýjungum, jafnvel þótt þær væru settar fram undir merkjum gríns fremur en alvöru. Gestkomandi gætu reynd- ar haldið að gömlu flokkarnir hefðu brugðizt við með því að setja á svið gamanleikrit á þjóðþinginu, en vanir kjósendur vita að það er því miður sami lélegi farsinn og í fyrra – og árið þar áður. Þetta gerist alltaf með sama hætti. Ríkisstjórnin stendur ekki sína plikt og kemur alltof seint með stór mál inn í þingið. Að þessu sinni er ágætt dæmi frum- varpið um endurskipulagningu stjórnarráðsins, sameiningu og fækkun ráðuneyta. Stjórnarandstaðan fellur í freistni málþófsins þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Að þessu sinni var það frumvarpið um stjórnlagaþing, sem varð fórnarlamb hótana um málþóf og nokk- urra sýnishorna af leiðindunum og þruglinu, sem koma skyldi ef ríkisstjórnin léti ekki undan. Enda var málið tekið af dagskrá og enn er óljóst hvernig stjórnmálaflokkarnir telja sig geta náð sam- komulagi um lýðræðisumbætur. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk- urinn telja enn að Alþingi eigi ekki að vísa frá sér því verkefni að endurskoða stjórnarskrána, þótt því hafi mistekizt það ítrekað undanfarin 65 ár eða svo. Svo byrja kvöld- og næturfundirnir, þar sem þingmenn eru orðnir þreyttir og gera alls konar mistök í vinnunni. Mörg dóms- mál hafa verið flutt vegna galla í lagasetningu á lokasprettinum fyrir þinglok, sum hver skattgreiðendum dýr. Og auðvitað upp- hófst hefðbundið en innihaldsrýrt rifrildi um það hvort halda eigi næturfundi á Alþingi eða ekki. Þegar svona stutt er til þingloka er líka eins og þingmenn fari upp til hópa á taugum, kannski yfir því að þingið sé að verða búið og þeim hafi ekki tekizt að vekja athygli á sér sem skyldi, og verði þá óvenjulega aðgangsharðir, ósanngjarnir og orðljótir. Ágætt dæmi birtist í gær þegar Björn Valur Gíslason missti út úr sér órökstuddar dylgjur um tengsl Sigurðar Kára Kristjánssonar við útlenda lögfræðistofu og neyddist til að biðja afsökunar – eftir fremur vanstillta umræðu, sem var ekkert mjög þörf svona á síð- ustu dögum þingsins þegar fjöldi mála bíður afgreiðslu. Sama má segja um rifrildin um styrkjamál flokkanna og launamál Seðla- bankastjórans. Þetta eru ekki málin sem brýnast er að ræða í þingsölum nákvæmlega núna. Sumar uppákomurnar eru hlægilegri en aðrar, eins og þegar þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað fjármálaráðherrann að hlutast til um að Evrópusambandið tæki ekki ákvörðun um aðildarviðræð- ur við Ísland á 17. júní af því að það væri svo niðurlægjandi. Svo skilja þingmenn ekkert í því að virðing Alþingis og traust almennings á löggjafarsamkundunni er í algjöru lágmarki sam- kvæmt könnunum. Dettur þeim ekki í hug að læra af reynslunni, skipuleggja sig betur, gæta orða sinna og vinna í sæmilegri eindrægni að því að leysa úr þeim brýna vanda, sem blasir við þjóðinni? Af hverju læra þingmenn svona lítið á milli þinga? Virðing Alþingis Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Verðhjöðnun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur greint frá því að Sjálfstæðisflokkurinn muni endurgreiða 55 milljóna króna styrki frá FL Group og Lands- bankanum á sjö árum án vaxta og verðbóta. Reiknað hefur verið út að miðað við stýrivexti síðan 2006 og núvirtar endur- greiðslur á sjö árum miðað við sjö prósent vexti sé flokkurinn í raun að spara 48,7 milljónir króna. Lætur verkin tala Þetta rímar svo sem ágætlega við fyrri yfirlýsingar formanns Sjálf- stæðisflokksins. Fyrir landsfund 2009 lýsti Bjarni Benediktsson því yfir að hann vildi afnema verðtrygginguna. Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar nú greinilega að láta verkin tala og afnema hana einhliða af eigin skuld. Þráast við Jón Bjarnason er mótfallinn hug- myndum um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðar- ráðuneyti verði sameinuð í eitt atvinnuráðneyti. Það er eins og Jón trúi að landbúnaðar- ráðuneytið verði lagt niður við þessa breytingu. Nú er það svo að í stjórnarsáttmála er kveðið á um samein- ingu ráðuneyta. Af hverju sagði Jón ekki nei þá? bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.