Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 54
30 11. júní 2010 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Útvarpsmennirnir Þorgeir
Ástvaldsson og Valtýr
Björn Valtýsson eru á leið-
inni á fimmta úrslitaleik
Lakers og Boston í NBA-
deildinni í körfubolta sem
verður háður á sunnudag.
„Ég er að fara í hálfgerða píla-
grímsför og upplifa stemningu
sem er engri lík,“ segir Þorgeir
Ástvaldsson, útvarpsmaður á
Bylgjunni.
Körfuboltaáhugi hans á rætur
sínar að rekja til Langholtsskóla
þar sem ÍR-ingurinn Einar Ólafs-
son var leikfimikennarinn hans.
Þorgeir æfði undir hans stjórn hjá
ÍR en hætti í körfuboltanum þegar
hann hætti að stækka, að eigin sögn.
„Ég hef alltaf fylgst gríðarlega vel
með þessu. Ég hef ekki verið með
í lýsingum en ég hef verið viðloð-
andi íþróttadeildir þessara fjöl-
miðla sem ég hef unnið hjá,“ segir
hann. „Sonur minn var líka ungur
að árum mjög mikill áhugamaður
þegar NBA-bomban reið yfir með
Jordan í fararbroddi. Hún hreif
mig aftur með en ég hef ekki spil-
að síðan ég var barnungur.“
Þorgeir er íhaldssamur maður
en ákvað engu að síður að stökkva
á tækifærið til að fara á leikinn
þegar það gafst. „Maður verður að
hleypa barninu í sér að. Það er gott
að gleyma og setja sig inn í þenn-
an heim. Þetta er mjög gott dóp og
fær mann til að gleyma leiðindun-
um sem eru í gangi hérna heima.“
Hann heldur með Boston í ein-
víginu, einfaldlega vegna þess að
borgin er bæði mjög evrópsk og
nær Íslandi á landakortinu. Upp-
runalega er hann þó Bulls-maður
og því verður gaman fyrir hann að
fylgjast með fyrrverandi þjálfara
liðsins, Phil Jackson, á hliðarlín-
unni að stjórna Lakers-liðinu. Val-
týr Björn er aftur á móti Lakers-
maður en það komi ekki að sök,
þeir eigi ýmislegt annað sameig-
inlegt. „Við erum báðir Framarar
og Ítalíu-vinir sem höldum með AC
Milan og ítalska landsliðinu,“ segir
Valtýr. freyr@frettabladid.is
Útvarpsmenn á
úrslitaleik í NBA
FARA TIL BOSTON Útvarpsmennirnir og vinirnir Þorgeir Ástvaldsson og Valtýr Björn
Valtýsson eru á leiðinni á fimmta úrslitaleik Lakers og Boston. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Platan Helvítis fokking funk með
Stórsveit Samúels Jóns Samúels-
sonar kemur út 17. júní. Samúel
eyddi fyrstu mánuðum ársins í
Rio de Janeiro í Brasilíu þar sem
hann samdi tónlist fyrir plötuna.
„Ég gerði þetta til að fá smá fjar-
lægð og tíma til að klára þetta. Ég
var aðeins byrjaður á þessu áður,“
segir Samúel. „Ég notaði ferðina til
að einbeita mér betur að þessu og
fá innblástur í nýju umhverfi. Það
var alveg geðveikt.“
Síðasta plata Stórsveitarinnar,
Fnykur, kom út fyrir þremur
árum. „Platan er tekin upp „live“
eins og í gamla daga þannig að
allir spila á sama tíma í stúdíóinu,“
segir hann. Upptökum stjórnaði
Kiddi í Hjálmum. Útgáfutónleikar
vegna plötunnar verða haldnir á
Nasa 17. júní. - fb
Stórsveit Samma í stuði
STÓRSVEIT SAMÚELS Platan Helvítis
fokking funk með Stórsveit Samúels
Jóns Samúelssonar kemur út 17. júní.
Myndin Áttu vatn eftir Harald
Sigurjónsson vann fyrstu verðlaun
á Stuttmyndadögum sem voru
haldnir í Kringlubíói.
„Það var samróma álit dóm-
nefndar að þessi mynd skyldi
vinna. Hún sagði einlæga sögu.
Við skynjuðum hugrekki í mynd-
rænni frásögn og það er augljóst
að hún var gerð á réttum forsend-
um. Leikurinn var áreynslulaus
og augnablikin fengu að njóta
sín,“ segir í umsögn dómnefndar.
Annað sætið hlaut Sykurmoli
eftir Söru Gunnarsdóttur og í
þriðja sæti varð Þyngdarafl eftir
Loga Hilmarsson. Ofurkrúttið
eftir Jónatan Arnar Örlygsson og
Grím Björn Grímsson hlaut áhorf-
endaverðlaun keppninnar.
Veitt voru þrenn verðlaun
fyrir bestu myndirnar. 100.000
kr. fyrir fyrsta sætið, 75.000 kr.
fyrir annað sætið og 50.000 kr.
fyrir það þriðja. Þá verður leik-
stjóra vinningsmyndarinnar boðið
á kvikmyndahátíðina í Cannes á
næsta ári þar sem myndin tekur
þátt í hinu svokallaða Short Film
Corner.
Alls voru 22 stuttmyndir sýndar
á hátíðinni. Dómnefndin var skip-
uð þeim Baldvini Z leikstjóra,
Nönnu Kristínu Magnúsdóttur
leikkonu og Veru Sölvadóttur
leikstjóra.
SIGURVEGARAR STUTTMYNDADAGA Frá vinstri: Haraldur
Sigurjónsson, Logi Hilmarsson, Sara Gunnarsdóttir, Jónatan
Arnar Örlygsson og Grímur Björn Grímsson.
Áttu vatn valin besta stuttmyndin
Reykvíska hljómsveitin Nóra gefur
út sína fyrstu plötu, Er einhver að
hlusta?, í dag. Þar er að finna tíu
lög sungin á íslensku, þar á meðal
lagið Sjónskekkja sem sat á vin-
sældalista Rásar 2 í fimm vikur
fyrir áramót. Nýjasta lag sveitar-
innar í útvarpi nefnist Bólheiða-
fall.
Systkinin Egill og Auður Viðars-
börn syngja saman á plötunni.
Aðrir meðlimir eru Frank Arthur
Blöndahl Cassata, Hrafn Fritz-
son og Bragi Páll Sigurðarson.
Þau hyggjast fylgja plötunni vel
eftir í sumar með tónleikahaldi og
uppákomum, bæði í borginni og
víðar um land. Hægt er að hlusta á
þrjú lög af plötunni á síðunni www.
facebook.com/noraband. Útgáfuhóf
verður haldið á Íslenska barnum
við Austurvöll í dag klukkan 17.
Nóra gefur út plötu
NÓRA Hljómsveitin Nóra gefur út sína fyrstu plötu, Er einhver að hlusta?, í dag.
New York-sveitin The Strokes
spilaði á sínum fyrstu tónleikum í
fjögur ár í London á miðvikudag.
Sveitin spilaði átján lög af plöt-
unum sínum þremur fyrir fram-
an fimm hundruð manns, þar
á meðal Chris Martin úr Cold-
play og Carl Barat úr Libertines.
Engin ný lög litu dagsins ljós og
olli það sumum aðdáendum von-
brigðum. The Strokes er stödd í
Bretlandi en hún mun spila á tón-
listarhátíðunum Isle Of Wight og
Rockness.
Þögnin á enda
THE STROKES Rokkararnir spiluðu á
sínum fyrstu tónleikum í fjögur ár í
London.
>ÁVARPAÐI ÞINGIÐ
Leikarinn Kevin Costner ávarpaði Banda-
ríkjaþing vegna olíulekans í Mexíkóflóa
á miðvikudag. Fyrirtæki á hans vegum
hefur framleitt græju sem á að geta
hreinsað olíu úr sjó. Þingmenn-
irnir tóku ekki vel í hugmyndir
leikarans, en þá komst hann að
kjarna málsins: „Það er auðvelt
að kenna BP um lekann, en
við getum sjálfum okkur um
kennt. Við þurfum að standa
saman.“