Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2010, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 11.06.2010, Qupperneq 54
30 11. júní 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Útvarpsmennirnir Þorgeir Ástvaldsson og Valtýr Björn Valtýsson eru á leið- inni á fimmta úrslitaleik Lakers og Boston í NBA- deildinni í körfubolta sem verður háður á sunnudag. „Ég er að fara í hálfgerða píla- grímsför og upplifa stemningu sem er engri lík,“ segir Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður á Bylgjunni. Körfuboltaáhugi hans á rætur sínar að rekja til Langholtsskóla þar sem ÍR-ingurinn Einar Ólafs- son var leikfimikennarinn hans. Þorgeir æfði undir hans stjórn hjá ÍR en hætti í körfuboltanum þegar hann hætti að stækka, að eigin sögn. „Ég hef alltaf fylgst gríðarlega vel með þessu. Ég hef ekki verið með í lýsingum en ég hef verið viðloð- andi íþróttadeildir þessara fjöl- miðla sem ég hef unnið hjá,“ segir hann. „Sonur minn var líka ungur að árum mjög mikill áhugamaður þegar NBA-bomban reið yfir með Jordan í fararbroddi. Hún hreif mig aftur með en ég hef ekki spil- að síðan ég var barnungur.“ Þorgeir er íhaldssamur maður en ákvað engu að síður að stökkva á tækifærið til að fara á leikinn þegar það gafst. „Maður verður að hleypa barninu í sér að. Það er gott að gleyma og setja sig inn í þenn- an heim. Þetta er mjög gott dóp og fær mann til að gleyma leiðindun- um sem eru í gangi hérna heima.“ Hann heldur með Boston í ein- víginu, einfaldlega vegna þess að borgin er bæði mjög evrópsk og nær Íslandi á landakortinu. Upp- runalega er hann þó Bulls-maður og því verður gaman fyrir hann að fylgjast með fyrrverandi þjálfara liðsins, Phil Jackson, á hliðarlín- unni að stjórna Lakers-liðinu. Val- týr Björn er aftur á móti Lakers- maður en það komi ekki að sök, þeir eigi ýmislegt annað sameig- inlegt. „Við erum báðir Framarar og Ítalíu-vinir sem höldum með AC Milan og ítalska landsliðinu,“ segir Valtýr. freyr@frettabladid.is Útvarpsmenn á úrslitaleik í NBA FARA TIL BOSTON Útvarpsmennirnir og vinirnir Þorgeir Ástvaldsson og Valtýr Björn Valtýsson eru á leiðinni á fimmta úrslitaleik Lakers og Boston. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Platan Helvítis fokking funk með Stórsveit Samúels Jóns Samúels- sonar kemur út 17. júní. Samúel eyddi fyrstu mánuðum ársins í Rio de Janeiro í Brasilíu þar sem hann samdi tónlist fyrir plötuna. „Ég gerði þetta til að fá smá fjar- lægð og tíma til að klára þetta. Ég var aðeins byrjaður á þessu áður,“ segir Samúel. „Ég notaði ferðina til að einbeita mér betur að þessu og fá innblástur í nýju umhverfi. Það var alveg geðveikt.“ Síðasta plata Stórsveitarinnar, Fnykur, kom út fyrir þremur árum. „Platan er tekin upp „live“ eins og í gamla daga þannig að allir spila á sama tíma í stúdíóinu,“ segir hann. Upptökum stjórnaði Kiddi í Hjálmum. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða haldnir á Nasa 17. júní. - fb Stórsveit Samma í stuði STÓRSVEIT SAMÚELS Platan Helvítis fokking funk með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar kemur út 17. júní. Myndin Áttu vatn eftir Harald Sigurjónsson vann fyrstu verðlaun á Stuttmyndadögum sem voru haldnir í Kringlubíói. „Það var samróma álit dóm- nefndar að þessi mynd skyldi vinna. Hún sagði einlæga sögu. Við skynjuðum hugrekki í mynd- rænni frásögn og það er augljóst að hún var gerð á réttum forsend- um. Leikurinn var áreynslulaus og augnablikin fengu að njóta sín,“ segir í umsögn dómnefndar. Annað sætið hlaut Sykurmoli eftir Söru Gunnarsdóttur og í þriðja sæti varð Þyngdarafl eftir Loga Hilmarsson. Ofurkrúttið eftir Jónatan Arnar Örlygsson og Grím Björn Grímsson hlaut áhorf- endaverðlaun keppninnar. Veitt voru þrenn verðlaun fyrir bestu myndirnar. 100.000 kr. fyrir fyrsta sætið, 75.000 kr. fyrir annað sætið og 50.000 kr. fyrir það þriðja. Þá verður leik- stjóra vinningsmyndarinnar boðið á kvikmyndahátíðina í Cannes á næsta ári þar sem myndin tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner. Alls voru 22 stuttmyndir sýndar á hátíðinni. Dómnefndin var skip- uð þeim Baldvini Z leikstjóra, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikkonu og Veru Sölvadóttur leikstjóra. SIGURVEGARAR STUTTMYNDADAGA Frá vinstri: Haraldur Sigurjónsson, Logi Hilmarsson, Sara Gunnarsdóttir, Jónatan Arnar Örlygsson og Grímur Björn Grímsson. Áttu vatn valin besta stuttmyndin Reykvíska hljómsveitin Nóra gefur út sína fyrstu plötu, Er einhver að hlusta?, í dag. Þar er að finna tíu lög sungin á íslensku, þar á meðal lagið Sjónskekkja sem sat á vin- sældalista Rásar 2 í fimm vikur fyrir áramót. Nýjasta lag sveitar- innar í útvarpi nefnist Bólheiða- fall. Systkinin Egill og Auður Viðars- börn syngja saman á plötunni. Aðrir meðlimir eru Frank Arthur Blöndahl Cassata, Hrafn Fritz- son og Bragi Páll Sigurðarson. Þau hyggjast fylgja plötunni vel eftir í sumar með tónleikahaldi og uppákomum, bæði í borginni og víðar um land. Hægt er að hlusta á þrjú lög af plötunni á síðunni www. facebook.com/noraband. Útgáfuhóf verður haldið á Íslenska barnum við Austurvöll í dag klukkan 17. Nóra gefur út plötu NÓRA Hljómsveitin Nóra gefur út sína fyrstu plötu, Er einhver að hlusta?, í dag. New York-sveitin The Strokes spilaði á sínum fyrstu tónleikum í fjögur ár í London á miðvikudag. Sveitin spilaði átján lög af plöt- unum sínum þremur fyrir fram- an fimm hundruð manns, þar á meðal Chris Martin úr Cold- play og Carl Barat úr Libertines. Engin ný lög litu dagsins ljós og olli það sumum aðdáendum von- brigðum. The Strokes er stödd í Bretlandi en hún mun spila á tón- listarhátíðunum Isle Of Wight og Rockness. Þögnin á enda THE STROKES Rokkararnir spiluðu á sínum fyrstu tónleikum í fjögur ár í London. >ÁVARPAÐI ÞINGIÐ Leikarinn Kevin Costner ávarpaði Banda- ríkjaþing vegna olíulekans í Mexíkóflóa á miðvikudag. Fyrirtæki á hans vegum hefur framleitt græju sem á að geta hreinsað olíu úr sjó. Þingmenn- irnir tóku ekki vel í hugmyndir leikarans, en þá komst hann að kjarna málsins: „Það er auðvelt að kenna BP um lekann, en við getum sjálfum okkur um kennt. Við þurfum að standa saman.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.