Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 32
4 föstudagur 11. júní Eva Einarsdóttir, nýkjör- inn borgarfulltrúi Besta flokksins, er félagsmála- kona, matarbloggari og baráttukona um mann- réttindi. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Valgarður Gíslason E va Einarsdóttir er fædd í Sundahverfinu í Reykja- vík og hefur frá unga aldri verið mikil félags- málakona. Hún æfði fótbolta með Þrótti á sínum yngri árum, vann á leikjanámskeiðum frá fimmtán ára aldri og var formaður nemendaráðs á skólaárum sínum. Eva vann um árabil í tónlistariðn- aðinum þar sem hún starfaði meðal annars fyrir tónlistarhátíðina Ice- land Airwaves og Útón, útflutnings- skrifstofu íslenskrar tónlistar. Hún stundaði nám í tómstunda- og fé- lagsmálafræði og alþjóðlegri verk- efnastjórnun fyrir borgarsamfélag- ið og frjáls félagasamtök í Gauta- borg. Eva segir dvölina í Svíþjóð hafa verið góða og ber Svíum vel söguna. „Árin í Gautaborg hafa án efa mótað mig mikið. Ég heillaðist mikið af landinu og þar náum við Jón Gnarr vel saman,“ segir Eva og hlær. „Sænska samfélagið átti mjög vel við mig. Þar var fólk mjög með- vitað um allt sem viðkemur um- hverfinu, mannréttindum og al- mennt að því sem snýr að fólki.“ SJÁLFBOÐALIÐI Í PALESTÍNU Eva er virkur meðlimur félagsins Ísland-Palestína og hefur meðal annars gegnt stöðu varafor- manns auk þess sem hún starf- aði sem sjálfboðaliði í Palestínu í mánuð. „Þegar ég byrjaði með manni mínum, Eldari Ástþórssyni, fyrir þrettán árum síðan var hann mjög virkur meðlimur í félaginu og ég eiginlega smitaðist af þess- um krafti í honum. Maður reynir að sinna þessu eins vel og maður getur, en stundum virðist ástand- ið í Palestínu svo vonlaust að það getur verið erfitt að halda í von- ina. Það væri samt alveg glatað ef við sem búum í hinum vestræna heimi missum vonina þegar það er svona ótrúleg þrautseigja í fólkinu sem býr á svæðinu.“ Eva segir ástandið í Palestínu hræðilegt og að þar alist nú upp ný kynslóð barna sem búi við mjög slæm skilyrði og vaxandi reiði vegna ástandsins. Árið 2004 dvaldi Eva í mánuð á Vesturbakkanum þar sem hún vann meðal annars með Palestínsku læknasamtökunum og kenndi ensku. „Dvölin í Palestínu er eitthvað sem ég mun búa að alla ævi. Ég varð vör við sprenging- ar og byssuskot næstum á hverri nóttu og fólk var slegið tilefnis- laust af hermönnum við eftirlits- stöðvar, eins var verið að reisa að- skilnaðarmúrinn á þessum tíma og það fór ekki framhjá manni. En það sem kom mér hvað mest á óvart var harkan sem ísraelsku hermennirnir sýndu fólki þrátt fyrir að alþjóðlegir sjálfboðaliðar væru viðstaddir, það var eins og þeim væri alveg sama. En það er mikilvægt að muna að á þessu svæði starfa einnig marg- ir Ísraelsmenn við hjálparstarf og eru mótfallnir hernámi Palestínu, maður má ekki detta í þá gryfju að halda að þeir styðji allir stefnu ísra- elskra yfirvalda og hersins því það er svo fjarri sannleikanum,“ segir Eva. Aðspurð segist hún aldrei hafa upplifað sig í mikilli hættu á meðan hún dvaldi á Vesturbakkanum, heldur hafi óttatilfinningin komið eftir á. „Maður óttaðist, en manni fannst svolítið eins og maður væri kominn inn í kvikmynd því þetta er allt svo óraunverulegt. Maður gaf sér lítinn tíma til að vera hræddur en í fluginu á leiðinni heim til Sví- þjóðar helltust tilfinningarnar yfir mann og það tók mig smá tíma að vinna úr því sem ég hafði upplifað þarna. Það vildi líka svo til að það var skotsvæði nærri heimili okkar í Gautaborg og í hvert sinn sem ég heyrði skotið af byssu upplifði ég eins konar afturhvarf.“ Í gegnum sjálfboðavinnunna kynntist Eva mörgu góðu fólki sem hún heldur enn sambandi við. Þegar hún er spurð út í árás- ina sem ísraelski herinn gerði ný- verið á alþjóðlega skipalest á leið til Palestínu segist hún hafa þekkt þó nokkra um borð á skipunum. „Gamall kennari minn var meðal annars um borð á einu skipinu og var handtekinn og það er auðvit- að mikið áfall þegar maður þekkir einhvern sem á í hlut. “ NÝ BARÁTTUKONA Í BORGARPÓLITÍKINNI Barn undir belti Eva Einarsdóttir á von á sínu öðru barni um miðjan júlí. Henni þykir erfitt að missa af fyrstu mánuðum Besta flokksins í borgarstjórn, þótt hún ætli að fylgjast vel með af hliðarlínunni. Hún hlakkar að sjálfsögðu líka mikið til fæðingarorlofsins. „Maður reynir að sinna þessu eins vel og maður getur, en stundum virð- ist ástandið í Palestínu svo vonlaust að það getur verið erfitt að halda í vonina. Það væri samt alveg glatað ef við sem búum í hinum vestræna heimi missum vonina þegar það er svona ótrú- leg þrautseigja í fólkinu sem býr á svæðinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.