Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 58
34 11. júní 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HM BYRJAR Í DAG Laugardalsvöllur, áhorf.: 1.562 Fram KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark): 10-14 (5-6) Varin skot: Hannes 3 - Lars 3 Horn: 7-1 Aukaspyrnur fengnar: 16-10 Rangstæður: 3-0 KR 4–4–2 Lars Ivar Moldsked 4 Eggert R. Einarsson 4 (74. Gunnar Kristjáns. -) Skúli J. Friðgeirsson 5 Grétar S. Sigurðsson 5 Guðmund. Gunnarss. 6 Óskar Örn Hauksson 5 Baldur Sigurðsson 6 Bjarni Guðjónsson 6 Jordao Diogo 7 *Björgólfur Takefusa 7 Kjartan Finnbogason 5 *Maður leiksins FRAM 4–3–3 Hannes Þ. Halldórss. 5 Daði Guðmundsson 5 Jón Orri Ólafsson 6 Kristján Hauksson 6 Sam Tillen 5 Halldór H. Jónsson 6 (88. Guðm. Magnúss. -) Jón G. Eysteinsson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Almarr Ormarsson 6 Ívar Björnsson 6 (88. Tómas Leifsson -) Hjálmar Þórarinsson 5 (57. Joseph Tillen 4) 1-0 Ívar Björnsson (45.+1.) 2-0 Jón Guðni Fjóluson (56.) 2-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (74.) 2-2 Björgólfur Takefusa (79.) 2-3 Björgólfur Takefusa (85.) 2-3 Þóroddur Hjaltalín Jr. (6) Sturla Ásgeirsson gerði í gær eins árs samning við Val og leikur því með félaginu í N1-deild karla á næstu leiktíð. Sturla lék síðast með Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni og þar áður með Árósum í Danmörku. „Ég er núna búinn að vera úti lengi og hef prófað ýmislegt,“ sagði Sturla í samtali við Fréttablaðið. „Ég tilkynnti svo forráða- mönnum Düsseldorf að ég hefði ekki áhuga á að vera áfram með liðinu ef það myndi falla úr deildinni sem svo gerðist. Aðrir kostir sem mér stóðu til boða voru ekki nægilega spennandi og því ákvað ég að koma heim,“ bætti hann við. „Þar að auki var ýmislegt hjá Düsseldorf ekki eins og gott og ég bjóst við.“ Sturla segir þó að dvölin í Þýskalandi hafi verið góð. „En ég nenni þó ekki að vera í útlöndum bara til þess eins að vera í útlöndum. Ég tel mig vera betur settan heima í alvöru félagi með flotta aðstöðu og þjálfara sem ég þekki vel. Ég hef lítinn áhuga á að vera fastur í litlu þorpi í slöku liði.“ Hann hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu og tók þátt í Ólympíuævintýrinu í Peking sem og á Evrópumeistara- mótinu í Austurríki. Hann stefnir á að halda áfram að spila með landsliðinu. „Ég er alls ekki hættur og er enn stórhuga. Ég vil enn spila fyrir landsliðið og taka þátt í þeim verkefnum sem eru fram- undan hjá því. Ég held að það skemmi ekki fyrir mér að koma heim, þó svo að ég verði ekki að spila við bestu leikmenn heims í hverri viku. Ég á möguleika á að vera í stóru hlutverki hjá Val sem er afar metnaðarfullt félag sem ætlar sér langt á næstu leiktíð. Ég sé fyrir mér að ég geti bætt mig í íslensku deildinni,“ sagði Sturla sem ætlar að halda áfram að mennta sig hér á landi. „Ég var í háskólanámi í Danmörku og hef hug á að halda áfram í því. Ég er allavega búinn að sækja um og vona að ég komist inn.“ STURLA ÁSGEIRSSON: LEIKUR MEÐ VAL Í N1-DEILD KARLA Á NÆSTU LEIKTÍÐ Tel að ég geti bætt mig í íslensku deildinni Brasilíumaðurinn Pele er eini leikmaðurinn sem hefur náð því að verða þrisvar sinnum heimsmeistari. Pele varð yngsti heimsmeistari sögunnar og sá yngsti til að skora í úrslitaleik þegar hann vann titilinn með Brasilíu 1958 (17 ára og 249 daga). Pele spilaði fyrstu leikina þegar Brasilía varði titilinn á HM 1962 en var meiddur í úrslitaleiknum. Pele skoraði síðan eitt mark og lagði upp tvö þegar Brasilía vann 4-1 sigur á Ítalíu í heims- meistarakeppninni 1970. HANDBOLTI Hanna Guðrún Stefáns- dóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna í Garðabæ. Hanna Guðrún er frá- bær styrkur fyrir liðið en hún var valin besti leikmaðurinn á síðasta tímabili í N-1 deild kvenna. Hanna er margreynd og hefur spilað tæplega 100 landsleiki fyrir Íslands hönd og verður lykilmaður Íslands á EM í desember. Hanna ákvað að breyta til en hún hefur spilað með Haukum allan sinn feril, utan eitt tímabil árið 2003 þegar hún lék með Team Tvis Holstebro í Danmörku. Í fréttatilkynningu kemur fram að Stjarnan bindi miklar vonir við Hönnu sem er hvalreki fyrir liðið. Gústaf Adolf Björnsson stýr- ir Stjörnunni á næsta tímabili en hann tók við af Atla Hilmarssyni sem kominn er á handboltavertíð á Akureyri. Hann mun þjálfa karla- lið félagsins. Þetta er að sama skapi mikið áfall fyrir Hauka sem hafa nú misst tvo bestu leikmenn sína á skömmum tíma. Auk Hönnu er Ramune Pekarskyte farin til Levanger í Noregi, þjálfari þess liðs er Ágúst Jóhannsson. - hþh Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir er farin frá Haukum: Sú besta semur við Stjörnuna ÁNÆGÐ Hanna Guðrún og Gústaf Adolf við undirskriftina í gær. MYND/STJARNAN Keflavík 6 4 1 1 6-6 13 Breiðablik 6 3 2 1 11-6 11 Fram 6 3 2 1 12-8 11 Valur 6 3 2 1 12-9 11 Stjarnan 6 2 3 1 15-9 9 ÍBV 6 3 2 1 10-7 8 Fylkir 6 2 2 2 13-13 8 FH 6 2 2 2 9-10 8 Selfoss 6 2 1 3 10-10 7 KR 6 1 3 2 9-10 6 Haukar 6 0 2 4 6-15 2 Grindavík 6 0 0 6 3-13 0 Pepsi-deild karla: Staðan eftir sex umferðir 7. umferð Pepsi-deildarinnar: 13. júní: ÍBV-Fylkir (16.00) 14. júní: Fram-Stjarnan (19.15) 14. júní: Valur-Selfoss (19.15) 14. júní: Breiðablik-Grindavík (19.15) 14. júní: Keflavík-Haukar (19.15) 14. júní: FH-KR (20.00) Markahæstu leikmenn: Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) 5 mörk Albert Brynjar Ingason (Fylkir) 5 mörk Ívar Björnsson (Fram) 4 mörk Danni Casero König (Valur) 4 mörk Atli Viðar Björnsson (FH) 4 mörk Það er algjör óþarfi að missa af einni einustu mínútu á HM. Með áskrift að Stöð 2 sport 2 tryggir þú þér alla leiki keppninnar, kvölds og morgna, á þremur rásum samtímis. Fjörleg og fróðleg umfjöllun bestu sparkspekinga þjóðarinnar tryggir þér hámarks ánægju af þessari einstöku keppni. leikir í beinni allir 64 leikirnir á hliðar- rásum allan sólarhringinn alvöru u p p lifun VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 allt að fjórum sinnum meiri myndgæðidýpri litir aukin skerpa ALLIR LEIKIR Í HD VEISLAN HEFST Í KVÖLD hm 442 með rögnu lóu og loga bergmann alla leikdaga kl: 21:00 reynslumestu mennirnir lýsa leikjunum Kveikir þetta í KR-ingum? KR er komið á blað í Pepsi-deild karla. Loksins, loksins segja stuðningsmenn liðsins sem sáu liðið vinna sinn fyrsta sigur í gær. Endurkoma KR var frábær en heimamenn í Fram komust í 2-0 áður en Vesturbæjarliðið tryggði sér sigur. FÓTBOLTI KR-ingar unnu fyrsta sigurinn í Pepsi-deild karla með dramatískum hætti á Laugardals- vellinum í gær þegar liðið skoraði þrjú mörk á síðustu fjórtán mín- útum leiksins og tryggði sér 3-2 sigur á Fram. „2-0 undir og 16 mínútur eftir. Miðað við hvernig tímabilið var búið að vera hjá okkur þá var ekki líklegt að við myndum hafa heppnina með okkur á útivelli á móti Frömurum sem eru mjög góðir í vörn og að pakka. Þetta leit ekki vel út en við sýndum því- líkan karakter og þetta er frá- bær sigur,“ sagði hetja KR-inga, Björgólfur Takefusa, sem skoraði tvö mörk með sex mínútna milli- bili á lokakafalnum og tryggði KR 3-2 sigur á Fram. „Það kom viss kraftur með fyrsta markinu og það gaf okkur bensín. Eftir annað markið þá kom ekkert annað til greina en að klára þetta,“ sagði Björgólfur en þremur mínútum áður en hann jafnaði leikinn hafði Grétar Sig- urðarson minnkað muninn með skalla eftir hornspyrnu. „Við áttum þetta inni því mér finnst við búnir að vera ótrúlega óheppnir í byrjun mótsins,“ sagði Björgólfur og nú segir hann að KR-liðið sé mætt í mótið. „Þetta eru virkilega skemmti- legir sigrar og þetta getur kveikt í okkur. Við þurfum bara að nýta þennan sigur og í rauninni var mótið að byrja hjá okkur í dag. Nú verðum við að passa það að fylgja þessum leik eftir,“ sagði Björgólfur. Framarar voru örugglega farnir að sjá fyrir sér stöðutöfl- una þegar leið að lokum leik liðs- ins í Laugardalnum í gær. Fram var 2-0 yfir og með ágæt tök á leiknum þegar aðeins sextán mínútur voru eftir. Liðið var því á leiðinni á toppinn í fyrsta sinn í 18 ár en á tíu mínútna kafla breyttist allt. Logi Ólafsson, þjálfari KR, tók þá mikla áhættu. Ekki með því að senda Gunnar Kristjánsson inn á völlinn heldur með því að fækka um einn í vörninni og spila bara með þrjá varnarmenn. KR-liðið jafnaði leikinn eftir fimm mín- útur og skoraði síðan sigurmark- ið sex mínútum síðar við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. „Það er fátt sem maður getur sagt eftir svona endakafla. Maður er bara drullusvekktur og pirraður,“ sagði Framarinn Jón Guðni Fjóluson sem átti góðan leik á miðjunni og kom Fram í 2- 0 á 56. mínútu. „Við höfum verið að gera þetta sjálfir en erum ekki vanir að fá þetta á okkur. Ég veit ekki hvað gerist því mér fannst við vera komnir með tökin á leiknum eftir að við komust í 2-0,“ segir Jón Guðni sem setur sökina á Fram- liðið. „Þetta var okkar klúður og við getum sjálfum okkur um kennt. Við hefðum samt getað komist á toppinn og það er leiðinlegt að nýta það ekki,“ sagði Jón Guðni. ooj@frettabladid.is FRÁBÆR ENDURKOMA KR-ingar sóttu sinn fyrsta sigur í sumar í Laugardalinn í gær. Stuðningsmenn liðsins hreinlega ærðust af fögnuði enda sigurinn lang- þráður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.