Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 8
8 11. júní 2010 FÖSTUDAGUR 1. Hver er upphæð gjaldmiðla- skiptasamnings Seðlabanka Íslands og Kína? 2. Hvernig fór handboltaleikur Íslendina og Dana á miðviku- dagskvöld? 3. Við hvaða erlenda kvikmynd er íslenska leikkonan Anita Briem orðuð? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 ALÞINGI Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, bað þjóðina afsökun- ar á því að vera þátttakandi í því dapurlega sjónarspili sem fram hafi farið á Alþingi í gær. Þingið komist ekki úr hjólförum haturs og gagnkvæmra ásakana. Stjórn- málaflokkarnir séu að festa þjóð- ina í mykjuhaug og staðfesta eigið getuleysi til að bjarga þjóðinni úr ógöngum sem þeir hafi sjálfir komið henni í. Tilefni þessarar yfirlýsingar Þráins voru hörð orðaskipti þing- manna við upphaf þingfundar. Þau hófust þegar Björn Valur Gíslason, VG, krafði Sigurð Kára Kristjáns- son, Sjálfstæðisflokki, svara um hvort hann tengdist á einhvern hátt eða hefði þegið greiðslur frá bresku lögfræðistofunni Mishcon de Reya, en sú fékk 22 milljónir króna greiddar frá Alþingi vegna vinnu við Icesave-málið. Sigurður Kári sagði svívirði- lega aðdróttun felast í orðum Björns Vals. Tengsl sín við þessa stofu væru engin: „Ég skil ekki af hverju íslensk stjórnmál þurfa að vera komin niður á það plan sem [Björn Valur Gíslason] hefur dregið þau niður á,“ sagði Sigurð- ur Kári. Það væri bæði Birni Val og flokki hans til skammar að fara fram með þessar ásakanir. „Hann ætti að skammast sín og biðjast afsökunar,“ sagði Sigurður Kári. Nokkrir þingmenn úr stjórnar- andstöðu fóru hörðum og reiðileg- um orðum um framgöngu Björns Vals. Fleiri en Þráinn hörmuðu þá umræðusiði sem tíðkast nú á Alþingi. Var þess krafist að forseti þingsins vítti Björn Val. Stjórn- arliðar höfðu sig ekki í frammi. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróð- ir Björns, sem sat á forsetastóli, gaf loks þá yfirlýsingu að hann hefði talið að um væri að ræða fyrirspurn Björns Vals til Sigurð- ar Kára og að ekki hefðu falist í henni dylgjur. „Ef orð mín hafa misboðið hátt- virtum þingmanni þá bið ég afsök- unar á því,“ sagði Björn Valur þegar hann tók á ný til máls, „en þetta voru einfaldar spurningar og ég fékk við þeim svör, er ekki allt í lagi með það?“ peturg@frettabladid.is Bað þjóðina afsök- unar á sjónarspili Dylgjur um óeðlileg tengsl við breska lögfræðistofu vöktu hörð viðbrögð þing- manna úr stjórnarandstöðu. Skilyrt afsökunarbeiðni barst frá upphafsmanni umræðu en Þráinn Bertelsson bað þjóðina afsökunar á dapurlegu sjónarspili. REIÐILEGAR UMRÆÐUR Aðrir stjórnarþingmenn sátu hjá meðan Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, fór mikinn og uppskar reiði stjórnarandstæðinga þegar hann taldi þingmann Sjálfstæðisflokks þurfa að standa skil á tengslum við breska lögfræðistofu. FRAMKVÆMDIR Gögnum vegna frumhönnunar nýs Landspítala var skilað inn til Ríkiskaupa í gær. Alls vinna fimm hönnunar- hópar að tillögum. Niðurstöður samkeppninnar verða gerðar opinberar 9. júlí. Annars vegar taka tillögurnar til áfangaskipts skipulags lóðar Landspítala við Hringbraut í heild sinni og hins vegar til nýrr- ar 66 þúsund fermetra byggingar við spítalann. Þá er hluti verkefn- isins að skoða frumhönnun á 10 þúsund fermetra byggingu fyrir Háskóla Íslands. Einungis er um frumhönnun að ræða nú og gert er ráð fyrir að hönnun hefjist af fullum krafti í ágúst. Alls sitja níu í dómnefnd. - kóp Bygging nýs Landspítala: Tillögum um nýtt hús skilað LANDSPÍTALINN Hönnun á nýrri 66 þús- und fermetra byggingu fer á fullt í haust. LONDON, AP Rannsókn fjölmiðla- fyrirtækisins Ofcom í Bretlandi sýnir fram á að flestir Bretar eru tilbúnir til að leiða hjá sér blóts- yrði í fjölmiðlum. Þátttakendur í rannsókninni horfðu á valin atriði úr sjónvarpsþáttum, íþróttavið- burðum og á hinn síblótandi sjón- varpskokk, Gordon Ramsay. Nið- urstöður sýndu að áhorfendum stóð á sama um væg blótsyrði en grófari niðurlægjandi orð höfðu neikvæð áhrif. - sv Ný rannsókn í London: Bretum sama um blótsyrði Hann ætti að skamm- ast sín og biðjast afsökunar. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Ef orð mín hafa misboðið háttvirtum þingmanni þá bið ég afsök- unar á því. BJÖRN VALUR GÍSLASON ÞINGMAÐUR VINSTRI GRÆNNA MEXÍKÓ, AP Mexíkóbúar eru reiðir Bandaríkjamönnum vegna atviks í El Paso á mánudag, þegar fjór- tán ára piltur lét lífið eftir að hafa fengið skot í sig frá banda- rískum landamæravörðum. Svo virðist sem vörðurinn hafi hleypt af byssu eftir að hópur fólks hóf grjótkast að bandarísk- um landamæravörðum. Þetta er í annað skipti á hálfum mánuði sem bandaríska landa- mæragæslan veldur dauðsfalli í Mexíkó. Í fyrra tilfellinu var það 32 ára maður, Anastasio Hern- andez, sem lét lífið eftir að raf- byssa var notuð á hann við landa- mærahliðið í San Ysidoro. - gb Reiði í Mexíkó: Piltur skotinn við landamæri LÍK PILTSINS FLUTT BURT Sergio Adrian Hernandez Huereka féll fyrir byssum lögreglunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HAAG, AP Þrír Bosníuserbar hafa verið dæmdir sekir fyrir þjóðar- morð af Stríðsglæpadómstólnum í Haag. Tveir fengu lífstíðarfang- elsi og sá þriðji 35 ára dóm. Glæpirnir voru framdir árið 1995 þegar um átta þúsund mús- límar voru myrtir í Srebrenica í Bosníu og eru þetta talin alvar- legustu fjöldamorð í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Mennirnir voru allir háttsettir í her Bosníuserba og fylgdu skip- unum herforingjans Ratko Mla- dic, sem er á flótta. - sv Fjöldamorðin í Bosníu: Lífstíð fyrir þjóðarmorð Úrval ríkisskuldabréfasjóða Reiðubréf ríkistryggð Sparibréf stutt Sparibréf meðallöng Sparibréf löng Sparibréf verðtryggð1 Sparibréf óverðtryggð 1 7,09%* 9,56%* 13,24%* 15,05%* – – Ríkisskuldabréfasjóðir Enginn munur á kaup- og sölugengifram til 1. júlí Sjóðir sem bera ávöxt Landsbankinn býður upp á sex ríkisskuldabréfasjóði sem fjárfesta nær eingöngu í ríkistryggðum skuldabréfum. Sjóðirnir eru með sömu fjárfestingarstefnu en mismikla vaxtaáhættu. Munurinn felst aðallega í lengd þeirra skuldabréfa sem fjárfest er í og hlutfalli verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisskuldabréfa. Sjóðirnir hafa skilað betri ávöxtun en almennir innlánsreikningar síðasta árið og henta vel fyrir reglubundinn sparnað. N B I h f. (L an d sb an ki nn ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 4 9 2 FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4040 Ríkisskuldabréfasjóðir Landsbankans eru verðbréfasjóðir samkvæmt lögum nr. 30/2003 og lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Rekstrarfélag sjóðanna er Landsvaki hf. og vörslufélag þeirra er NBI hf. (Landsbankinn). Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Nánari upplýsingar um sjóðina má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr þeim á landsbankinn.is og á landsvaki.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna áður en fjárfest er í þeim. * Nafnávöxtun sl. 12 mánuði m.v. 28. maí 2010. 1. Sjóðurinn tók til starfa þann 7. maí 2010 og þar af leiðandi liggja upplýsingar um nafnávöxtun ekki fyrir. Flogið til Þrándheims Icelandair hóf í gær áætlunarflug til Þrándheims í Noregi. Flogið verður til og frá Þrándheimi tvisvar í viku til 8. október í haust. Á leiðinni til Íslands er komið við í Björgvin. Bókanir í Þrándheimsflugið munu vera framar væntingum. SAMGÖNGUR Dæmdir til dauða Herdómstóll í Kongó hefur dæmt tvo Norðmenn til dauða í annað sinn. Dæma þurfti aftur í máli mannanna vegna tæknigalla. Þeir voru sakfelldir fyrir njósnir og morð. KONGÓ MENNING Ljóðbók sem unnin er upp úr skýrslu Rannsóknanefnd- ar Alþingis er komin út. Ber hún heitið Gengis- munur og er eftir skáldið Jón Örn Loðm- fjörð. Jón vann lj ó ð i n me ð hjálp ljóðavél- arinnar Gogga, tölvuforrits sem hann þró- aði árið 2007 í þeim tilgangi að ná fram og búa til tilvilj- anakennda texta í rauntíma úr Moggablogginu. „Ég vissi að ég varð að gera eitthvað með skýrsluna þegar hún kom út,“ segir Jón, „Mér finnst hún endurspegla samtím- ann á áhugaverðan hátt og er búinn að sjá hvert einasta orð í henni að minnsta kosti tvisvar.“ Jón er titlaður sem stafrænu- skáld á vefsíðu sinni og segir hann að titillinn standi fyrir þann sem notar tölvur og inter- netið sem innblástur við sköpun og miðil fyrir verkin. Segir hann að þetta sé skemmtileg blanda af bókaútgáfu og Netinu, - sv Ljóðabók unnin upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur á markað: Endurspeglun á samtímanum í skuldaaukningu hlutabréfanna í mögulegri vaxtagreiðslu veðanna í áhrifalausum seðlabönkum vaka milljarðar og upphæðin aumkvast yfir þínum krónum Úr Gengismun JÓN ÖRN LOÐMFJÖRÐ VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.