Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 52
28 11. júní 2010 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Undanfarnar helgar hafa verið opnar umræður um list og starfsemi safna í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Safnið þar var á sínum tíma stofnað með gjöf einstaklinga og komst um síðir í hús sem var reist af einstaklingi, en hefur um árabil verið þungamiðja í safnastarfi í Árnessýslu. Þar hangir nú uppi sýning fimmtán listamanna, Að þekkjast þekkinguna, sem er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Þriðja og síðasta umræðudagskrá í tengslum við sýninguna fer fram á morgun kl. 15 í Listasafni Árnesinga. Að þessu sinni er spurt: Hvernig staður er Lista- safn Árnesinga og á það erindi við samfélagið? Inngangserindi flytur Skúli Sæl- and fyrir hönd Upplits – menn- ingarklasa uppsveita Árnessýslu. Hann mun skoða og skilgreina nærsamfélagið, tengsl þess við hið stærra samfélag og hvernig safnið getur virkað sem gátt milli nær- og fjærsamfélagsins. Inn- gangserindi flytja einnig sýningar- stjórarnir Ingi Rafn Steinarsson og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir. Þau munu gera grein fyrir núverandi sýningu og fjalla um hlutverk sýningarstjóra og miðlunarþátt safnsins. Listasafn Árnesinga í Hveragerði er opið alla daga kl. 12-18. Þar er notaleg kaffistofa, barna- horn og leskró þar sem hægt er að líta í ýmis rit um myndlist. Til hvers safn í Hveragerði? MYNDLIST Listasafn Árnessýslu stendur fyrir merkilegu ogoft óvenjulegu sýningarhaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ > Ekki missa af öðrum tónleikum sumartónleika- raðar veitingahússins Jómfrúar- innar við Lækjargötu á morgun: þar kemur fram kvintett söngkon- unnar Kristínar Ágústsdóttur eða Stínu Ágúst, en hún hefur búið og starfað í Montréal í Kanada und- anfarin ár sem djasssöngkona. Hún mun flytja djassstandarda auk nokkurra laga eftir Jóhann G. Jóhannsson og Sigurð Flosason. Með leika Sigurður Flosason á saxófón, Kjartan Valdemarsson á píanó, Valdimar Kolbeinn Sigur- jónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 15. Miðborg Reykjavíkur kl. 12. Hópar á vegum Hins hússins verða á ferð með margs konar uppákomur í dag: Laugavegur, Lækjartorg, Austurvöllur, Ingólfstorg og fleiri staðir munu iða af lífi, litum og tónlist fyrir vegfarendur og þá sem vilja leita uppi ungt fólk að leik. Herlegheitunum lýkur kl. 14.00. Málverk eftir Guðmund Guðmundsson – Erró – var selt á uppboði í París hjá Sothebys 2. júní á 552.750 evrur eða tæpar 87 miljón- ir króna. Verkið er olíumál- verk, 200 x 300 cm og kall- ast Baby Rockefelller. Það er sannanlega málað árið 1964, sennilega í New York þar sem Guðmundur dvaldi mestan hluta árs 1963 og hafði sú dvöl afgerandi áhrif á feril hans. Verð- ið sýnir að Guðmundur er enn í miklu áliti þótt verk hans frá þess- um tíma séu fágæt sem kann að skýra að hluta hið háa verð sem fékkst. Alls voru 173 verk á tvískiptu uppboði Sothebys í Paris þann dag. Þar á meðal var fjöldi smárra og stórra málverka sem komu frá frönskum söfnurum, mörg eftir samtímamenn Guðmundar og eldri: þar voru meðal annars verk eftir kunningja og samtímamann Nínu Tryggvadóttur, Sergei Poli- akoff, en líka verk eftir menn af kynslóð Guðmundar, fíguratífa- sögumenn eins og þeir voru kall- aðir og ameríska poppara. Þannig fór málverk eftir Zou Wou-Ki á 960.750 evrur, og skúlptúr úr hinni kunnu Love-seríu Róberts Indiana á 744.750 evrur. Baby Rockefeller er eitt af verk- um Guðmundar í langri röð Scape- verka hans. það er óvenjulegt að því leyti að það heldur hinni fornu skiptingu altaristöflunnar og vísar heitið að sumu leyti til þess og hinnar alþekktu hefðar að mála Jesú-barnið. Verkið kom úr einka- eign í París en var selt í Swartz- galleríinu í Mílaó til eiganda 1964 þar sem Guðmundur sýndi verk það ár. Það var á stóru sýning- unni sem sett var saman 2007, La Figuration Narrative des années 60/70, sem fór víða. Guðmundur dvelst nú í sumar- leyfi á Formentera þar sem hann hefur átt hús um áratugaskeið. pbb@frettabladid.is Metverð fyrir verk Erró MYNDLIST Baby Rockefeller eftir Erró frá 1963. MYND SOTHEBYS. BÓKSÖLULISTINN Bóksölulistinn er birtur á tveggja vikna fresti og mælir sölu íslenskra bóka. Listinn er byggður á upplýsingum frá flestum bóksölum landsins, dagvöruverslunum og öðrum verslunum sem selja bækur. Rannsóknarsetur verslunarinnnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Eftirfarandi verslanir taka þátt í gerð listans: Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðin Eskja, Bókabúðin Hamraborg, Bókabúðin Iða, Bókabúð- in við höfnina (Stykkishólmi), Bóksala stúdenta, Bónus, Hagkaup, Kaupás, N1, Office 1, Penninn - Eymundsson, Samkaup Metsölulisti 24.05.10 - 06.06.10 Nr. Titill Höfundur Forlag/útgefandi 1. Makalaus Þorbjörg Marinósdóttir JPV útgáfa 2. Friðlaus Lee Child JPV útgáfa 3. 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu Reynir Ingibjartsson Salka 4. Góða nótt, yndið mitt Dorothy Koomson JPV útgáfa 5. Handbókin um heimsmeistarakeppnina FIFA 2010 Keir Rad- nedge Edda 6. Morgnar í Jenín Susan Abulhawa JPV útgáfa 7. Eyjafjallajökull Ari Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðs- son Uppheimar 8. Sítrónur og saffran Kajsa Ingemarsson Mál og menning 9. Hafmeyjan Camilla Läckberg Undirheimar 10. Saga mannsins Ritstjóri: Illugi Jökulsson Skuggi Nú er hafin deila um arfleifð ein- hvers frægasta blústónlistar- manns allra tíma. Robert John- son tók nokkur lög upp á árunum 1937 og 1938 sem hafa síðan verið taldar hátindurinn á hljóðritunum eldri blúsmanna vestanhafs. En nú eru komnar fram efa- semdir um að hljóðritunin hafi verið á réttum hraða. Hún hafi í raun verið of hröð og því skilað því sem kallað er Chipmunk-effect og við þekkjum best af Vísnaplöt- unni fyrri þegar rödd Björgvins Halldórssonar var yngd og birt. Efasemdirnar hafa farið sem eldur um sinu bloggheima eftir að John Vilde birti blogg á vef Guardian sem vakti efasemdir. Í kjölfarið hafa margir lagt sitt til málanna og er ýmsum rökum beitt. En eitt er víst: héðan í frá er búið að spilla ánægju manns að heyra Johnson taka sína þekktustu blúsa. - pbb Sjá http://beta.wnyc.org/shows/ soundcheck/2010/jun/09/slow-down- robert-johnson/ og http://www.guar- dian.co.uk/music/musicblog/2010/ may/27/robert-johnson-blues Blúsinn hans Johnsons of hraður? TÓNLIST Er Crossroads bara á vitlausum hraða? HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 11. júní ➜ Tónlist 22.00 Knattspyrnufélagið Mjöðm stendur að Bjúddaranum 2010 í Iðnó þar sem hljómsveitirnar Hjaltalín, Retro Stefson, Agent Fresco og Mjaðmbó Kings koma fram. Miðar verða seldir við dyrnar í Iðnó og er miðaverð 1000 krónur. Húsið opnar kl. 22.00. ➜ Hátíðir Víkingahátíðin í Hafnarfirði hefst í dag og stendur yfir í 10 daga, eða til 20.júní. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www.fjorukrain.is ➜ Fyrirlestrar 13.00 Unnur Birna Karlsdóttir ver dokt- orsritgerð sína „Náttúrusýn og viðhorf til náttúru og vatnsaflsvirkjana á Íslandi 1900-2008” í Hátíðarsal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu kl. 13.00. Hver ert þú? kallast nýtt smásagnasafn eftir Njörð P. Njarðvík rithöfund. Á kápu bók- arinnar, sem gefin er út í kilju, segir: „Við lesum guðspjöllin í gegnum tvö þúsund ára hefð, og allan þann tíma hafa kirkjuyfirvöld leitast við að skammta okkur skilning. Auk þess skrifa guðspjallamennirnir af ákveðnum myndugleik og stundum með ákveðinni túlkun – og skálda í eyður. Þeir skrifa löngu eftir að atburðirnir gerðust, og þeir vita hvernig fór. En þeir sem mættu Jesú og vissu ekkert um hann annað en þeir reyndu sjálfir fyrirvaralaust? Hvernig hugsuðu þeir? Hvernig brugðust þeir við?“ Í tíu tengdum smásög- um endurskapar Njörður P. Njarðvík af listfengi þann hluta vegferðar Jesú sem kristnum mönnum er alla jafna hugleikn- astur. Atburðirnir birtast lesandanum í nýju ljósi – í gegnum skáldskapinn er leitað svara við spurn- ingunni um hver Jesús var. Og þeir sem spyrja eru ekki síður forvitnilegir. Uppheimar gefa út. NÝJAR BÆKUR BÓKMENNTIR Njörður P. Njarðvík sendir frá sér smá- sagnasafn. R IT H Ö FU N D U R IN N G A G N R Ý N A N D IN N ÞÝ Ð A N D IN N B A R Á TTU M A Ð U R IN N Í L J Ó S I N Æ S T A D A G S Málverk: Louisa Matthíasdóttir ©erfingjar/Myndstef 2010 Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar, í bókasal Þjóðmenningarhússins. Opin daglega kl. 11-17. Hverfisgötu 15, Reykjavík www.thjodmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.